Körfubolti

Með 37 stoðsendingar í síðustu þremur leikjum sínum á fjölum Hallarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ægir gaf átta stoðsendingar gegn Slóvakíu í gær.
Ægir gaf átta stoðsendingar gegn Slóvakíu í gær. vísir/bára

Ægir Þór Steinarsson virðist kunna vel við sig en á fjölum Laugardalshallarinnar.

Í síðustu þremur leikjum sínum í Höllinni hefur Ægir gefið samtals 37 stoðsendingar, eða 12,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Töpuðu boltarnir eru aðeins fjórir, eða 1,3 að meðaltali í leik.

Ægir skoraði sjö stig, tók fjögur fráköst og gaf átta stoðsendingar þegar Ísland vann Slóvakíu, 83-74, í forkeppni undankeppni HM 2023 í gær.

Hann fylgdi þar með eftir frábærri bikarhelgi fyrr í mánuðinum þar sem Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari.

Í undan- og úrslitaleikjum Geysisbikars karla í Höllinni gaf Ægir samtals 29 stoðsendingar og tapaði aðeins þremur boltum í leikjunum tveimur.

Stjarnan vann Tindastól, 70-98, í undanúrslitunum. Þar skoraði Ægir fimm stig, tók sjö fráköst og gaf 15 stoðsendingar.

Í úrslitaleiknum gegn Grindavík var Ægir svo með 19 stig, fjögur fráköst og 14 stoðsendingar. Hann var valinn besti leikmaður bikarúrslitaleiksins.

Í síðustu þremur leikjum sínum í Höllinni er Ægir með fleiri stoðsendingar en stig. Stoðsendingarnar eru 37, eins og áður sagði, en stigin eru 31 talsins.

Síðustu þrír leikir Ægis í Laugardalshöllinni

Ægir var valinn besti leikmaður úrslitaleiks Geysisbikars karla. vísir/daníel

Ísland 83-74 Slóvakía
7 stig/4 fráköst/8 stoðsendingar/1 tapaður bolti

Tindastóll 70-98 Stjarnan
5 stig/7 fráköst/15 stoðsendingar/2 tapaðir boltar

Grindavík 75-89 Stjarnan
19 stig/4 fráköst/14 stoðsendingar/1 tapaður bolti

Samtals:
31 stig/15 fráköst/37 stoðsendingar/4 tapaðir boltar

Að meðaltali í leik:
10,3 stig/5 fráköst/12,3 stoðsendingar/1,3 tapaðir boltar


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.