Fleiri fréttir

Ásdís varð í 6. sæti

Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, hafnaði í 6. sæti á Demantamótinu í New York í dag.

Buffon ekki með í kvöld

Gianluigi Buffon, fyrirliði og markvörður ítalska landsliðsins í knattspyrnu, verður ekki með í leiknum gegn Englandi í Manaus í kvöld vegna ökklameiðsla.

Þjóðverjar fara ekki á HM

Pólland vann Þýskaland 28-29 í seinni leik liðanna um sæti á HM 2015 í Magdeburg í dag. Pólverjar unnu fyrri leikinn í Gdansk, 25-24, og viðureignina samanlagt 54-52.

Aron ekki með gegn Bosníu

Aron Pálmarsson verður ekki með íslenska landsliðinu gegn Bosníu í Laugardalshöllinni á morgun.

Patrekur og félagar tryggðu sér farseðilinn til Katar

Patrekur Jóhannesson og lærisveinar hans í austurríska landsliðinu í handbolta verða á meðal þátttökuþjóða á HM í Katar á næsta ári. Þetta varð ljóst eftir jafntefli Austurríkis og Noregs í seinni leik liðanna um sæti á HM í dag.

Upphitun fyrir UFC 174: Seinni hluti

Í kvöld fer UFC 174 fram í Vancouver í Kanada. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Demetrious Johnson og Ali Bagautinov í titilbardaga í fluguvigtinni en fimm bardagar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Í þessum seinni hluta upphitunarinnar kíkjum við á tvo síðustu bardaga kvöldsins.

Tékkar fara til Katar

Tékkneska landsliðið í handbolta tryggði sér sæti á HM 2015 í Katar með ótrúlegum tólf marka sigri á Serbíu í Brno í dag.

Casillas: Versta frammistaðan á ferlinum

"Þetta var versta frammistaða mín á ferlinum," sagði Iker Casillas, markvörður og fyrirliði Spánar, eftir stórtapið gegn Hollandi á HM í Brasilíu í gær.

Balotelli tryggði Ítölum sigur

Ítalía vann England með tveimur mörkum gegn einu í öðrum leik dagsins í D-riðli heimsmeistaramótsins í Brasilíu.

Óvæntur sigur Kosta Ríka

Kosta Ríka vann óvæntan 3-1 sigur á Úrúgvæ í fyrsta leik D-riðils á HM í Brasilíu í kvöld.

Fred: Þetta var augljós vítaspyrna

Brasilíski framherjinn Fred segir að Yuichi Nishimura hafi haft rétt fyrir sér þegar hann dæmdi vítaspyrnu í opnunarleik HM á fimmtudaginn var.

Kólumbía byrjar vel

Kólumbía vann Grikkland með þremur mörkum gegn engu í C-riðli á HM í Brasilíu í dag, en leikið var í Belo Horizonte. Grikkland hefur nú tapað sex af þeim sjö leikjum sem liðið hefur leikið á HM frá upphafi.

Umfjöllun Pepsi-markanna um Kjartan Henry

Rifjaðu upp hvernig umfjöllun Pepsi-markanna var um Kjartan Henry Finnbogason var árið 2012 en hún varð að hitamáli í íslenska boltanum í vikunni.

Eigum að geta unnið Dani

Kvennalandsliðið í fótbolta mætir Danmörku ytra á sunnudaginn í mikilvægum leik í undankeppni HM 2015. Sigur er nánast nauðsyn fyrir stelpurnar okkar.

Björgvin Páll verður í lykilhlutverki

Aron Kristjánsson vonar að Aron Pálmarsson verði klár í slaginn fyrir leik Íslands gegn Bosníu á morgun. Ákvörðun verður tekin eftir hádegisæfingu dagsins.

Versta tap Spánar í 64 ár

Heims- og Evrópumeistarar Spánar máttu í kvöld þola sitt versta tap í landsleik síðan 1950.

McLaren stefnir á að loka bilinu

McLaren liðið er sannfært um að það sitji á uppfærslum sem dugi því til að keppa við fremstu lið strax í næstu keppni.

Robben: Fyrir þetta lifir maður

"Þetta er ástæðan fyrir því að maður spilar fótbolta. Fyrir þetta lifir maður,“ sagði Arjen Robben eftir 5-1 sigur Hollands á Spáni á HM í kvöld.

Enn einn Íslendingurinn til Emsdetten

Anton Rúnarsson hefur gert tveggja ára samning við þýska B-deildarliðið Emsdetten en hann hefur spilað í Danmörku að undanförnu.

Suarez missir af fyrsta leiknum

Landsliðsþjálfari Úrúgvæ hefur staðfest að Luis Suarez verði ekki í byrjunarliðinu gegn Kosta Ríka á morgun.

Pepsi-mörkin | 7. þáttur

Sjöundu umferð Pepsi-deildar karla er lokið og umferðin var gerð upp í Pepsi-mörkunum. Sem fyrr má nálgast styttri útgáfu af þættinum á Vísi.

Önnur íþrótt í dag

Gríðarlegur munur er á handboltanum í dag og þeim sem Sigríður Sigurðardóttir lék fyrir fimmtíu árum. Sigríði finnst boltinn í dag of hraður og tæknilegur.

Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá

Fyrsti laxinn úr Eystri Rangá kom á land í gær en markvisst hefur verið unnið í því að veiða snemmgengna laxa til að nota þá í klak.

Réttlætinu fullnægt og Mexíkó vann

Mexíkó náði að kreista fram 1-0 sigur gegn Kamerún í A-riðli á HM í knattspyrnu þrátt fyrir að tvö lögleg mörk voru dæmd af liðinu.

Upphitun fyrir UFC 174: Fyrri hluti

Á laugardagskvöldið fer UFC 174 fram í Vancouver í Kanada. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Demetrious Johnson og Ali Bagautinov í titilbardaga í fluguvigtinni en fimm bardagar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Aron fann fyrir eymslum á æfingu

Lokaákvörðun verður tekin eftir æfingu á morgun hvort Aron Pálmarsson taki þátt í leiknum gegn Bosníu á sunnudaginn.

Sjá næstu 50 fréttir