Utan vallar: Aron vinnur leikinn ekki einn Guðjón Guðmundsson skrifar 14. júní 2014 08:00 Guðjón Guðmundsson. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið í handbolta leikur einn sinn mikilvægasta leik frá því í júní 2008 þegar liðið mætir Bosníumönnum á sunnudaginn í Laugardalshöll. Í húfi er farseðillinn á HM í Katar á næsta ári en það væri hreinlega óásættanlegt fyrir Ísland að tryggja sér ekki sæti í lokakeppninni. Ísland tapaði með eins marks mun í fyrri leiknum í Bosníu þar sem strákarnir okkar köstuðu frá sér sigrinum á lokakafla leiksins. Í stöðunni 27-23 gerðu íslensku strákarnir sig seka um mýgrút mistaka þar sem liðið tapaði boltanum trekk í trekk. Bosníumenn refsuðu grimmt og unnu lokakaflann, 10-5. Sömu mistök verða ekki leyfð í Höllinni. Hvað gerðist á þessum „slæma kafla“? Jú, Bosnía breytti um varnarleik og spilaði með framliggjandi „indíána“ eða það sem flestir þekkja sem 5+1-varnarleik. Við það datt allur botn úr sóknarleik Íslands og Bosníumenn keyrðu í bakið á okkar mönnum og refsuðu sem fyrr segir. Liðið verður að undirbúa sig betur fyrir seinni leikinn og geta svarað þeim óvæntu stöðum sem koma upp. Í heildina var leikur Íslands í fyrri leiknum ágætur. Sóknarleikurinn var lengst af góður en varnarleikurinn kaflaskiptur. Vörnin hélt lengi vel en ekki var laust við að þreyta hefði sagt til sín síðasta korterið. Stóra vandamálið var þó markvarslan sem var undir meðallagi. Í leikjum í undankeppnum og á stórmótum er allt undir 35 prósent markvarsla hjá liði sem telur sig vera í heimsklassa óboðleg. Beiti Bosníumenn sömu leikaðferð í Höllinni er ljóst að Ísland þarf að spila agaðan leik með innleysingum. Lykilatriðið er að boltanum verði ekki troðið inn á línu í vonlausri stöðu þar sem hann tapast og við fáum mörk á okkur í bakið. Sú var raunin í Sarajevo. Miklar vonir eru bundnar við að Aron Pálmarsson geti tekið einhvern þátt í seinni leiknum. Það yrði svo sannarlega kostur. Hafa ber þó í huga að Aron Pálmarsson er hluti af liðinu. Hann styrkir liðið og það styrkir hann. Handbolti er leikur liðsheildar – ekki einstaklinga. Eini einstaklingurinn sem getur hjálpað strákunum okkar á sunnudaginn ert þú, áhorfandi góður. Ísland þarf að vinna með tveimur mörkum til að komast á HM 2015 og þú getur leikið lykilhlutverk í því ævintýri. Er það eitthvað sem þú ætlar virkilega að missa af? Handbolti Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira
Íslenska landsliðið í handbolta leikur einn sinn mikilvægasta leik frá því í júní 2008 þegar liðið mætir Bosníumönnum á sunnudaginn í Laugardalshöll. Í húfi er farseðillinn á HM í Katar á næsta ári en það væri hreinlega óásættanlegt fyrir Ísland að tryggja sér ekki sæti í lokakeppninni. Ísland tapaði með eins marks mun í fyrri leiknum í Bosníu þar sem strákarnir okkar köstuðu frá sér sigrinum á lokakafla leiksins. Í stöðunni 27-23 gerðu íslensku strákarnir sig seka um mýgrút mistaka þar sem liðið tapaði boltanum trekk í trekk. Bosníumenn refsuðu grimmt og unnu lokakaflann, 10-5. Sömu mistök verða ekki leyfð í Höllinni. Hvað gerðist á þessum „slæma kafla“? Jú, Bosnía breytti um varnarleik og spilaði með framliggjandi „indíána“ eða það sem flestir þekkja sem 5+1-varnarleik. Við það datt allur botn úr sóknarleik Íslands og Bosníumenn keyrðu í bakið á okkar mönnum og refsuðu sem fyrr segir. Liðið verður að undirbúa sig betur fyrir seinni leikinn og geta svarað þeim óvæntu stöðum sem koma upp. Í heildina var leikur Íslands í fyrri leiknum ágætur. Sóknarleikurinn var lengst af góður en varnarleikurinn kaflaskiptur. Vörnin hélt lengi vel en ekki var laust við að þreyta hefði sagt til sín síðasta korterið. Stóra vandamálið var þó markvarslan sem var undir meðallagi. Í leikjum í undankeppnum og á stórmótum er allt undir 35 prósent markvarsla hjá liði sem telur sig vera í heimsklassa óboðleg. Beiti Bosníumenn sömu leikaðferð í Höllinni er ljóst að Ísland þarf að spila agaðan leik með innleysingum. Lykilatriðið er að boltanum verði ekki troðið inn á línu í vonlausri stöðu þar sem hann tapast og við fáum mörk á okkur í bakið. Sú var raunin í Sarajevo. Miklar vonir eru bundnar við að Aron Pálmarsson geti tekið einhvern þátt í seinni leiknum. Það yrði svo sannarlega kostur. Hafa ber þó í huga að Aron Pálmarsson er hluti af liðinu. Hann styrkir liðið og það styrkir hann. Handbolti er leikur liðsheildar – ekki einstaklinga. Eini einstaklingurinn sem getur hjálpað strákunum okkar á sunnudaginn ert þú, áhorfandi góður. Ísland þarf að vinna með tveimur mörkum til að komast á HM 2015 og þú getur leikið lykilhlutverk í því ævintýri. Er það eitthvað sem þú ætlar virkilega að missa af?
Handbolti Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Sjá meira