Upphitun fyrir UFC 174: Fyrri hluti Pétur Marinó Jónsson skrifar 13. júní 2014 14:15 Á laugardagskvöldið fer UFC 174 fram í Vancouver í Kanada. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Demetrious Johnson og Ali Bagautinov í titilbardaga í fluguvigtinni en fimm bardagar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Í fyrri hluta upphitunarinnar kíkjum við á fyrstu þrjá bardaga kvöldsins.Ryan Bader (16-4-0) gegn Rafael Cavalcante (12-4-0) - léttþungavigt (92 kg)Ryan Bader sigraði 8. seríu The Ultimate Fighter og er góður alhliða bardagamaður. Hann er klárlega á topp 10 í sínum þyngdarflokki en á erfiðleikum með þá allra bestu. Hann tapar fyrir þeim allra bestu líkt og töpin gegn Jon Jones, Lyoto Machida og Glover Teixeira sýna en sigrar flesta aðra. Rafael „Feijao“ Cavalcante er fyrrum Strikeforce léttþungavigtarmeistarinn en þessi 34 ára Brasilíumaður er svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Hann er engu að síður sterkari í standandi viðureign og gæti lent í vandræðum ef Bader dregur bardagann í gólfið. Stuttan kynningarþátt um Bader og „Feijao“ má sjá hér að ofan.3 atriði til að hafa í hugaBader er mjög opinn fyrir höggum standandi en það er hans langstærsti veikleiki11 af 12 sigrum „Feijao“ komið eftir rothöggBader er frábær glímumaður en Feijao ætlar líklegast halda bardaganum standandi.Andrei Arlovski (21-10-0) gegn Brendan Schaub (10-3-0) - þungavigtAndrei Arlovski var UFC þungavigtarmeistarinn árið 2005 og verður þetta fyrsti bardagi hans í samtökunum síðan 2008. Eftir að Arlovski yfirgaf UFC lenti hann í slæmri taphrynu þar sem hann var rotaður þrisvar á tveimur árum. Hann hefur síðan þá snúið við blaðinu og hefur unnið 6 af síðustu 8 bardögum. MMA ferill Brendan Scaub var ekki einu sinni byrjaður þegar Arlovski ákvað að yfirgefa UFC en Schaub hefur barist frá árinu 2008. Hann kom í UFC í gegnum The Ultimate Fighter þar sem hann tapaði í úrslitunum fyrir Roy Nelson. Síðan þá hefur ferill hans verið misjafn og hlaut sérstaklega neikvæða athygli eftir glímu sína á Metamoris þar sem hann sótti lítið sem ekkert.3 atriði til að hafa í hugaBáðir bardagamenn eru sagðir með glerhöku (þola illa högg)Arlovski er gamall sambó meistari og hefur aldrei tapað eftir uppgjafartakSchaub hefur aðeins tvisvar farið í dómaraákvörðun á ferlinumRyan Jimmo (19-3-0) gegn Ovince St. Preux (15-5-0) - léttþungavigt (92 kg) Fyrsti bardagi kvöldsins er í léttþungavigtinni milli Ryan Jimmo og Ovince St. Preux. Jimmo skipti úr karate yfir í MMA árið 2006 en fyrir utan einstaka spörk reynir hann umfram allt að yfirbuga andstæðinga sína með styrk sínum og heldur þeim þétt upp við búrið. Andstæðingur hans, Ovince St. Preux, er einnig líkamlega sterkur og mikill íþróttamaður. Ovince St. Preux er góður á öllum vígstöðum bardagans og blandar öllu saman í vel tímasettar fellur. St. Preux er á þriggja bardaga sigurgöngu en sigurvegarinn hér gæti komist á topp 10 á styrkleikalista UFC í léttþungavigtinni með sigri á laugardaginn.3 atriði til að hafa í hugaSamanlagt með 15 sigra eftir rothöggHvorugur hefur tapað með uppgjafartakiRyan Jimmo á fljótasta rothöggið í sögu UFC en hann rotaði Anthony Perosh eftir 7 sekúndurVísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Sjá meira
Á laugardagskvöldið fer UFC 174 fram í Vancouver í Kanada. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Demetrious Johnson og Ali Bagautinov í titilbardaga í fluguvigtinni en fimm bardagar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. Í fyrri hluta upphitunarinnar kíkjum við á fyrstu þrjá bardaga kvöldsins.Ryan Bader (16-4-0) gegn Rafael Cavalcante (12-4-0) - léttþungavigt (92 kg)Ryan Bader sigraði 8. seríu The Ultimate Fighter og er góður alhliða bardagamaður. Hann er klárlega á topp 10 í sínum þyngdarflokki en á erfiðleikum með þá allra bestu. Hann tapar fyrir þeim allra bestu líkt og töpin gegn Jon Jones, Lyoto Machida og Glover Teixeira sýna en sigrar flesta aðra. Rafael „Feijao“ Cavalcante er fyrrum Strikeforce léttþungavigtarmeistarinn en þessi 34 ára Brasilíumaður er svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Hann er engu að síður sterkari í standandi viðureign og gæti lent í vandræðum ef Bader dregur bardagann í gólfið. Stuttan kynningarþátt um Bader og „Feijao“ má sjá hér að ofan.3 atriði til að hafa í hugaBader er mjög opinn fyrir höggum standandi en það er hans langstærsti veikleiki11 af 12 sigrum „Feijao“ komið eftir rothöggBader er frábær glímumaður en Feijao ætlar líklegast halda bardaganum standandi.Andrei Arlovski (21-10-0) gegn Brendan Schaub (10-3-0) - þungavigtAndrei Arlovski var UFC þungavigtarmeistarinn árið 2005 og verður þetta fyrsti bardagi hans í samtökunum síðan 2008. Eftir að Arlovski yfirgaf UFC lenti hann í slæmri taphrynu þar sem hann var rotaður þrisvar á tveimur árum. Hann hefur síðan þá snúið við blaðinu og hefur unnið 6 af síðustu 8 bardögum. MMA ferill Brendan Scaub var ekki einu sinni byrjaður þegar Arlovski ákvað að yfirgefa UFC en Schaub hefur barist frá árinu 2008. Hann kom í UFC í gegnum The Ultimate Fighter þar sem hann tapaði í úrslitunum fyrir Roy Nelson. Síðan þá hefur ferill hans verið misjafn og hlaut sérstaklega neikvæða athygli eftir glímu sína á Metamoris þar sem hann sótti lítið sem ekkert.3 atriði til að hafa í hugaBáðir bardagamenn eru sagðir með glerhöku (þola illa högg)Arlovski er gamall sambó meistari og hefur aldrei tapað eftir uppgjafartakSchaub hefur aðeins tvisvar farið í dómaraákvörðun á ferlinumRyan Jimmo (19-3-0) gegn Ovince St. Preux (15-5-0) - léttþungavigt (92 kg) Fyrsti bardagi kvöldsins er í léttþungavigtinni milli Ryan Jimmo og Ovince St. Preux. Jimmo skipti úr karate yfir í MMA árið 2006 en fyrir utan einstaka spörk reynir hann umfram allt að yfirbuga andstæðinga sína með styrk sínum og heldur þeim þétt upp við búrið. Andstæðingur hans, Ovince St. Preux, er einnig líkamlega sterkur og mikill íþróttamaður. Ovince St. Preux er góður á öllum vígstöðum bardagans og blandar öllu saman í vel tímasettar fellur. St. Preux er á þriggja bardaga sigurgöngu en sigurvegarinn hér gæti komist á topp 10 á styrkleikalista UFC í léttþungavigtinni með sigri á laugardaginn.3 atriði til að hafa í hugaSamanlagt með 15 sigra eftir rothöggHvorugur hefur tapað með uppgjafartakiRyan Jimmo á fljótasta rothöggið í sögu UFC en hann rotaði Anthony Perosh eftir 7 sekúndurVísir og MMA Fréttir starfa saman í umfjöllun um MMA. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Sjá meira