Fleiri fréttir Keflvíkingar skutu Stólanna niður á jörðina | Magnús og Valur heitir í Síkinu Keflavík fór illa með Tindastól í 14. umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta í Síkinu í kvöld. Keflavík fór á Krókinn, vann 19 stiga sigur, 91-72 og fylgir Stjörnunni í baráttunni um annað sætið. 27.1.2012 20:55 Landon Donovan lagði upp bæði mörkin í bikarsigri Everton Bandaríkjamaðurinn Landon Donovan lagði upp bæði mörk Everton í 2-1 sigri á Fulham í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar en leikið var á Goodison Park í kvöld. Everton er því komið í sextán liða úrslitin en fyrr í kvöld tryggði Tottenham-liðið sér sæti í fimmtu umferðinni eftir 1-0 útisigur á Watford. 27.1.2012 19:30 Van der Vaart skaut Tottenham áfram í enska bikarnum Tottenham varð í kvöld fyrsta liðið til þess að komast í sextán liða úrslit enska bikarsins eftir 1-0 útisigur á b-deildarliðnu Watford á Vicarage Road. Hollendingurinn Rafael van der Vaart skoraði sigurmarkið undir lok fyrri hálfleiks. 27.1.2012 19:15 Serbar unnu grannaslaginn og leika til úrslita Öskubuskuævintýri Serbíu heldur áfram á Evrópumeistaramótinu þar í landi en liðið tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik mótsins með sigri á Króötum í undanúrslitum, 26-22. 27.1.2012 15:36 Grindvíkingar áfram á sigurbraut | Páll Axel með á ný Grindvíkingar gefa ekkert eftir í Iceland Express deild karla í körfubolta og eru áfram með sex stiga forskot á toppnum eftir 34 stiga heimasigur á Fjölni í kvöld, 107-73. Grindavíkurliðið hefur nú unnið fimm deildarleiki í röð og alls tólf af þrettán deildarleikjum sínum í vetur. 27.1.2012 20:46 Jovan með Stjörnunni á ný í léttum sigri á Val | Skoraði 13 stig Jovan Zdravevski lék sinn fyrsta leik síðan í október þegar Stjarnan vann auðveldan 25 stiga sigur á botnliði Vals, 96-71, í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Stjörnumenn komust upp í annað sætið með þessum sigri en Valsmenn hafa hinsvegar tapað öllum þrettán leikjum sínum í vetur. 27.1.2012 20:43 Xavi: Leikmenn Real Madrid kunna ekki að tapa Xavi Hernandez, miðjumaður Barcelona, talaði illa um leikmenn Real Madrid í nýjum myndbroti sem var tekið upp af Barca TV þegar Xavi hélt að hann væri ekki í mynd. El Mundo birti myndbandið á heimasíðu sinni. 27.1.2012 20:30 Sundsvall henti frá sér sigrinum í lokin | Fjögur töp í röð Jakob Örn Sigurðarson skoraði 28 stig í kvöld en það dugði ekki Sundsvall Dragons sem tapaði sínum fjórða leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Sundsvall henti frá sér sigrinum í lokin og tapaði með einu stigi, 96-97, á móti Norrköping Dolphins á útivelli. 27.1.2012 19:47 Roy Carroll kominn til Olympiakos Norður-írski markvörðurinn Roy Carroll er kominn í gríska boltann en hann hefur gert átján mánaða samning við Olympiakos. 27.1.2012 17:30 Balic: Ég hefði frekar vilja mæta Dönum Ivano Balic, leikstjórnandi Króata, verður í sviðsljósinu þegar Króatar mæta Serbum á eftir í seinni undanúrslitaleiknum á Evrópumótinu í Serbíu. Það er búist við blóðugri baráttu inn á vellinum og gríðarlega öryggisgæsla á að sjá til þess að fólk haldi friðinn á pöllunum. 27.1.2012 17:05 Umboðsmaður Tevez: Carlos verður hjá Manchester City fram á sumar Carlos Tevez er ekkert á förum frá Manchester City í janúarglugganum ef marka má nýtt viðtal við umboðsmanninn hans Kia Joorabchian. City hefur verið í viðræðum við Inter Milan, AC Milan og Paris St Germain en ekkert þeirra er tilbúið að borga þær 25 milljónir punda sem ensku bikarmeistararnir vilja fá fyrir Argentínumanninn. 27.1.2012 16:45 Danir komnir í úrslitaleikinn á EM - unnu Spánverja 25-24 Danir eru komnir í úrslitaleik á öðru stórmótinu í röð eftir eins marks sigur á Spánverjum, 25-24, í fyrri undanúrslitaleiknum á Evrópumótinu í Serbíu. Danir töpuðu fyrir Frökkum í úrslitaleiknum á HM í Svíþjóð í fyrra en mæta annaðhvort Serbum eða Króötum í úrslitleiknum á sunnudaginn. 27.1.2012 16:15 Makedónía tryggði sér fimmta sætið og sæti í ÓL-umspilinu Makedóníumenn tryggðu sér fimmta sæti á EM í handbolta í Serbíu með því að vinna eins marka sigur á Slóvenum, 28-27, í leiknum um 5. sætið á mótinu. Sætið gefur Makedóníu líka sæti í umspili Ólympíuleikanna í vor en Slóvenar gætu einnig komist þangað verði Serbar Evrópumeistarar á sunnudaginn. 27.1.2012 15:53 Lagerbäck stýrir Íslandi gegn Svíþjóð í maí KSÍ hefur tilkynnt að íslenska landsliðið í knattspyrnu muni spila vináttulandsleik gegn Svíum á Råsunda-leikvanginum þann 30. maí næstkomandi. 27.1.2012 15:30 Nú reynir Adolf Ingi fyrir sér sem lukkutröll Adolf Ingi Erlingsson, íþróttafréttamaður á Rúv, hefur farið á kostum sem sérlegur fréttamaður EHF á Evrópumeistaramótinu í handbolta. 27.1.2012 15:15 Mancini: Dómarar verða líka þreyttir Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að mikið leikjaálag hafi haft áhrif á störf dómara að undanförnu. 27.1.2012 14:45 Lazarov búinn að bæta met Ólafs Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov hefur nú bætt met Ólafs Stefánssonar en hann er þegar kominn með sex mörk í leik sinna manna gegn Slóveníu sem nú stendur yfir á EM í handbolta. 27.1.2012 14:41 Hreindýrakvóti 2012 verður 1009 dýr Umhverfisráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta þessa árs að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1009 dýr á árinu sem er fjölgun um átta dýr frá fyrra ári. 27.1.2012 14:27 KR fer á Krókinn | Undanúrslit bikarsins klár Dregið var í undanúrslit Powerade-bikarkeppni karla og kvenna í körfubolta í dag. KR-ingar fengu það erfiða verkefni að spila gegn Tindastóli á útivelli. 27.1.2012 14:19 Hlynur og Anton áttu að fá leik í dag Þeir Hlynur Leifsson og Anton Gylfi Pálsson hefðu átt að dæma í dag á Evrópumeistaramótinu í Serbíu en veikindi Hlyns komu í veg fyrir það. 27.1.2012 14:15 Djokovic vann Murray í maraþonviðureign Það tók Novak Djokovic tæpar fimm klukkustundir að bera sigur úr býtum gegn Skotanum Andy Murray á undanúrslitum Opna ástralska meistaramótsins í dag. 27.1.2012 14:03 Rooney yngri verður ekki samherji Guðlaugs Victors John Rooney, yngri bróðir Wayne Rooney, er á leið frá bandaríska MLS-liðinu New York Red Bulls og verður því ekki samherji Guðlaugs Victors Pálssonar hjá félaginu. 27.1.2012 13:30 Dagný best í fyrsta hlutanum Dagný Skúladóttir er besti leikmaður N1-deildar kvenna í fyrstu níu umferðunum en tilkynnt var um valið í dag. Þrír leikmenn Vals og þrír Framarar eru í úrvalsliðinu. 27.1.2012 12:49 Gjaldþrot blasir við LdB Malmö Sænska meistaraliðið LdB Malmö, lið Þóru B. Helgadóttur og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, á í miklum fjárhagslegum vandræðum þessa stundina. Gjaldþrot blasir við verði ekki brugðist við. 27.1.2012 12:43 Kemur til greina að færa bikarúrslitaleikinn Forráðamenn enska knattspyrnusambandsins eru nú að velta því fyrir sér hvort það eigi að láta úrslitaleik ensku bikarkeppninnar fara fram á öðrum tíma en venja hefur verið. 27.1.2012 12:15 Messi á forsíðu Time | Ég gef allt fyrir landsliðið Lionel Messi segir að honum sárni ásakanir um að honum finnist ekki jafn mikilvægt að spila með landsliði Argentínu og félagsliði sínu, Barcelona. 27.1.2012 11:30 Lazarov getur slegið met Ólafs í dag Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov er mikill markaskorari og getur í dag slegið met markamet Ólafs Stefánssonar á Evrópumeistaramótinu í handbolta. 27.1.2012 10:45 Heinevetter gagnrýnir forseta þýska handboltasambandsins "Í allri hreinskilni sagt þá hefur hann ekki hundsvit á handbolta.“ Þannig lýsir markvörðurinn Silvio Heinevetter forseta þýska handknattleikssambandsins, Ulrich Strombach. 27.1.2012 10:15 Ferguson: Ég er undraverk Sir Alex Feruguson, stjóri Manchester United, er í ítarlegu viðtali við bandaríska dagblaðið New York Times í dag þar sem hann segir frá árunum sínum 25 hjá Manchester United. 27.1.2012 09:36 NBA í nótt: Frábær endurkoma hjá Boston Boston Celtics náði að snúa erfiðri stöðu gegn Orlando Magic sér í vil í leik liðanna í NBA-deildinni í nótt. Boston vann að lokum átta stiga sigur, 91-83. 27.1.2012 09:00 Það þarf að fjárfesta í landsliðinu Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Þ. Guðmundsson var nokkuð ánægður með leik íslenska landsliðsins á EM í Serbíu. Henry Birgir Gunnarsson settist niður með Guðmundi í Novi Sad og ræddi við hann um álagið sem fylgir því að þjálfa eitt af stóru liðunum í handboltanum. 27.1.2012 08:00 Guðmundur: Mikið álag að vera í tveimur störfum Guðmundur Guðmundsson tók við landsliðinu þegar enginn vildi taka við því af Alfreð Gíslasyni eftir EM árið 2008. Uppgangur landsliðsins hefur verið með ólíkindum alla tíð síðan þá og liðið unnið tvenn verðlaun undir stjórn Guðmundar. 27.1.2012 07:30 Engin kraftaverk á Króknum Frá því að Bárður Eyþórsson sneri til baka í körfuna og settist í brúna á Tindastóls-bátnum hefur gengi liðsins gjörbreyst. Liðið hefur nú unnið tíu af síðustu tólf leikjum sínum og er komið í undanúrslit bikarsins. 27.1.2012 07:00 Tveir Hafnarfjarðarslagir á þremur dögum Karlalið Hauka og FH drógust saman í undanúrslitum Eimskipsbikarsins en drátturinn fór fram í hádeginu í gær. Leikurinn fer fram í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. 27.1.2012 06:00 Leikaraskapur af verstu gerð Það átti sér stað hreint ótrúlegt atvik í leik Senegal og Miðbaugsgíneu í Afríkukeppninni nú á dögunum. Leikmaður að nafni Narcisse Ekanga Amia gerði sig þá sekan um leikaraskap af verstu gerð. 26.1.2012 23:45 Slóvenarnir dæma þriðja leikinn í röð hjá Dönum Slóvenarnir Nenad Krstić og Peter Ljubič ættu að vera farnir að þekkja danska landsliðið nokkuð vel og þeir dönsku ættu jafnframt að vera búnir að læra inn á línuna hjá þeim Slóvenunum. Það má segja að dómaraparið sé orðið áskrifandi að leikjum Dana á Evrópumótinu í handbolta í Serbíu. 26.1.2012 23:15 Vinnie Jones: Bikarsigurinn á Liverpool besta fótboltaminningin Vinnie Jones átti skrautlegan feril sem knattspyrnumaður en hann er í dag ekki síður þekktur fyrir afrek sín á hvíta tjaldinu. Sem leikmaður var hann þekktur fyrir að vera mikill nagli en hann lék lengst af með Wimbledon á sínum ferli. 26.1.2012 22:45 Wilbek: Núna er tíminn til að vinna Spánverja | Verða enn sterkari á ÓL Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins, sér fram á mjög erfiðan undanúrslitaleik á móti Spánverjum á morgun. Hann segir jafnframt að spænska liðið eigi eftir að verða enn sterkara á Ólympíuleikunum þegar Spánverjar fá inn tvo sterka leikmenn. 26.1.2012 22:15 AC Milan komið í undanúrslit ítalska bikarsins AC Milan tryggði sér sæti í undanúrslitum ítalska bikarsins með því að vinna 3-1 sigur á Lazio í átta liða úrslitunum í kvöld. AC Milan mætir Juventus í undanúrslitunum en í hinum leiknum mætast Napoli og Siena. 26.1.2012 21:53 Fílabeinsströndin tryggði sig inn í 8 liða úrslit Afríkukeppninnar Fílabeinsströndin vann 2-0 sigur á Búrkína Fasó í kvöld í öðrum leik sínum í riðlakeppni Afríkukeppninnar í fótbolta en Didier Drogba og félagar hafa þar með unnið tvo fyrstu leiki sína og hafa þegar tryggt sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar. 26.1.2012 21:39 Umfjöllun og viðtöl: KR - Snæfell 93-94 Snæfellingar unnu dramatískan sigur á KR í 13. umferð Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik í Vesturbænum í kvöld. Þar með er sigurgöngu KR-inga á árinu 2012 lokið. 26.1.2012 21:05 Fimmta tap Hauka í röð | Njarðvíkingar unnu lokakaflann 14-2 Njarðvíkingar áttu frábæran lokasprett í tíu stiga sigri sínum á Haukum, 85-75, í leik liðanna í 13. umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta sem fram fór í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var jafn á flestum tölum en Njarðvíkingar unnu síðustu þrjár mínútur leiksins 14-2. 26.1.2012 20:58 Þórsarar unnu ÍR-inga í fjórða sinn í vetur Þórsarar úr Þorlákshöfn unnu tólf stiga sigur á ÍR, 88-76, í leik liðanna í 13. umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta sem fram fór í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. 26.1.2012 20:54 Fórnaði brúðkaupsferðinni fyrir tækifæri með Bolton Bandaríkjamaðurinn Tim Ream gekk í dag til liðs við Grétar Rafn Steinsson og félaga í Bolton frá bandaríska MLS-liðinu New York Red Bulls. Ream er 24 ára varnamaður sem æfði með Bolton í desember og heillaði stjórann Owen Coyle. 26.1.2012 20:29 Sex leikmenn fjarverandi hjá Barcelona | Iniesta meiddur Andrés Iniesta verður frá næstu þrjár vikurnar eftir að hann meiddist í bikarleik Barcelona og Real Madrid fyrr í vikunni. Alexis Sanchez meiddist einnig í leiknum og verða því sex leikmenn fjarverandi þegar að liði mætir Villarreal í spænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. 26.1.2012 20:15 Sjá næstu 50 fréttir
Keflvíkingar skutu Stólanna niður á jörðina | Magnús og Valur heitir í Síkinu Keflavík fór illa með Tindastól í 14. umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta í Síkinu í kvöld. Keflavík fór á Krókinn, vann 19 stiga sigur, 91-72 og fylgir Stjörnunni í baráttunni um annað sætið. 27.1.2012 20:55
Landon Donovan lagði upp bæði mörkin í bikarsigri Everton Bandaríkjamaðurinn Landon Donovan lagði upp bæði mörk Everton í 2-1 sigri á Fulham í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar en leikið var á Goodison Park í kvöld. Everton er því komið í sextán liða úrslitin en fyrr í kvöld tryggði Tottenham-liðið sér sæti í fimmtu umferðinni eftir 1-0 útisigur á Watford. 27.1.2012 19:30
Van der Vaart skaut Tottenham áfram í enska bikarnum Tottenham varð í kvöld fyrsta liðið til þess að komast í sextán liða úrslit enska bikarsins eftir 1-0 útisigur á b-deildarliðnu Watford á Vicarage Road. Hollendingurinn Rafael van der Vaart skoraði sigurmarkið undir lok fyrri hálfleiks. 27.1.2012 19:15
Serbar unnu grannaslaginn og leika til úrslita Öskubuskuævintýri Serbíu heldur áfram á Evrópumeistaramótinu þar í landi en liðið tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik mótsins með sigri á Króötum í undanúrslitum, 26-22. 27.1.2012 15:36
Grindvíkingar áfram á sigurbraut | Páll Axel með á ný Grindvíkingar gefa ekkert eftir í Iceland Express deild karla í körfubolta og eru áfram með sex stiga forskot á toppnum eftir 34 stiga heimasigur á Fjölni í kvöld, 107-73. Grindavíkurliðið hefur nú unnið fimm deildarleiki í röð og alls tólf af þrettán deildarleikjum sínum í vetur. 27.1.2012 20:46
Jovan með Stjörnunni á ný í léttum sigri á Val | Skoraði 13 stig Jovan Zdravevski lék sinn fyrsta leik síðan í október þegar Stjarnan vann auðveldan 25 stiga sigur á botnliði Vals, 96-71, í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Stjörnumenn komust upp í annað sætið með þessum sigri en Valsmenn hafa hinsvegar tapað öllum þrettán leikjum sínum í vetur. 27.1.2012 20:43
Xavi: Leikmenn Real Madrid kunna ekki að tapa Xavi Hernandez, miðjumaður Barcelona, talaði illa um leikmenn Real Madrid í nýjum myndbroti sem var tekið upp af Barca TV þegar Xavi hélt að hann væri ekki í mynd. El Mundo birti myndbandið á heimasíðu sinni. 27.1.2012 20:30
Sundsvall henti frá sér sigrinum í lokin | Fjögur töp í röð Jakob Örn Sigurðarson skoraði 28 stig í kvöld en það dugði ekki Sundsvall Dragons sem tapaði sínum fjórða leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Sundsvall henti frá sér sigrinum í lokin og tapaði með einu stigi, 96-97, á móti Norrköping Dolphins á útivelli. 27.1.2012 19:47
Roy Carroll kominn til Olympiakos Norður-írski markvörðurinn Roy Carroll er kominn í gríska boltann en hann hefur gert átján mánaða samning við Olympiakos. 27.1.2012 17:30
Balic: Ég hefði frekar vilja mæta Dönum Ivano Balic, leikstjórnandi Króata, verður í sviðsljósinu þegar Króatar mæta Serbum á eftir í seinni undanúrslitaleiknum á Evrópumótinu í Serbíu. Það er búist við blóðugri baráttu inn á vellinum og gríðarlega öryggisgæsla á að sjá til þess að fólk haldi friðinn á pöllunum. 27.1.2012 17:05
Umboðsmaður Tevez: Carlos verður hjá Manchester City fram á sumar Carlos Tevez er ekkert á förum frá Manchester City í janúarglugganum ef marka má nýtt viðtal við umboðsmanninn hans Kia Joorabchian. City hefur verið í viðræðum við Inter Milan, AC Milan og Paris St Germain en ekkert þeirra er tilbúið að borga þær 25 milljónir punda sem ensku bikarmeistararnir vilja fá fyrir Argentínumanninn. 27.1.2012 16:45
Danir komnir í úrslitaleikinn á EM - unnu Spánverja 25-24 Danir eru komnir í úrslitaleik á öðru stórmótinu í röð eftir eins marks sigur á Spánverjum, 25-24, í fyrri undanúrslitaleiknum á Evrópumótinu í Serbíu. Danir töpuðu fyrir Frökkum í úrslitaleiknum á HM í Svíþjóð í fyrra en mæta annaðhvort Serbum eða Króötum í úrslitleiknum á sunnudaginn. 27.1.2012 16:15
Makedónía tryggði sér fimmta sætið og sæti í ÓL-umspilinu Makedóníumenn tryggðu sér fimmta sæti á EM í handbolta í Serbíu með því að vinna eins marka sigur á Slóvenum, 28-27, í leiknum um 5. sætið á mótinu. Sætið gefur Makedóníu líka sæti í umspili Ólympíuleikanna í vor en Slóvenar gætu einnig komist þangað verði Serbar Evrópumeistarar á sunnudaginn. 27.1.2012 15:53
Lagerbäck stýrir Íslandi gegn Svíþjóð í maí KSÍ hefur tilkynnt að íslenska landsliðið í knattspyrnu muni spila vináttulandsleik gegn Svíum á Råsunda-leikvanginum þann 30. maí næstkomandi. 27.1.2012 15:30
Nú reynir Adolf Ingi fyrir sér sem lukkutröll Adolf Ingi Erlingsson, íþróttafréttamaður á Rúv, hefur farið á kostum sem sérlegur fréttamaður EHF á Evrópumeistaramótinu í handbolta. 27.1.2012 15:15
Mancini: Dómarar verða líka þreyttir Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að mikið leikjaálag hafi haft áhrif á störf dómara að undanförnu. 27.1.2012 14:45
Lazarov búinn að bæta met Ólafs Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov hefur nú bætt met Ólafs Stefánssonar en hann er þegar kominn með sex mörk í leik sinna manna gegn Slóveníu sem nú stendur yfir á EM í handbolta. 27.1.2012 14:41
Hreindýrakvóti 2012 verður 1009 dýr Umhverfisráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta þessa árs að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1009 dýr á árinu sem er fjölgun um átta dýr frá fyrra ári. 27.1.2012 14:27
KR fer á Krókinn | Undanúrslit bikarsins klár Dregið var í undanúrslit Powerade-bikarkeppni karla og kvenna í körfubolta í dag. KR-ingar fengu það erfiða verkefni að spila gegn Tindastóli á útivelli. 27.1.2012 14:19
Hlynur og Anton áttu að fá leik í dag Þeir Hlynur Leifsson og Anton Gylfi Pálsson hefðu átt að dæma í dag á Evrópumeistaramótinu í Serbíu en veikindi Hlyns komu í veg fyrir það. 27.1.2012 14:15
Djokovic vann Murray í maraþonviðureign Það tók Novak Djokovic tæpar fimm klukkustundir að bera sigur úr býtum gegn Skotanum Andy Murray á undanúrslitum Opna ástralska meistaramótsins í dag. 27.1.2012 14:03
Rooney yngri verður ekki samherji Guðlaugs Victors John Rooney, yngri bróðir Wayne Rooney, er á leið frá bandaríska MLS-liðinu New York Red Bulls og verður því ekki samherji Guðlaugs Victors Pálssonar hjá félaginu. 27.1.2012 13:30
Dagný best í fyrsta hlutanum Dagný Skúladóttir er besti leikmaður N1-deildar kvenna í fyrstu níu umferðunum en tilkynnt var um valið í dag. Þrír leikmenn Vals og þrír Framarar eru í úrvalsliðinu. 27.1.2012 12:49
Gjaldþrot blasir við LdB Malmö Sænska meistaraliðið LdB Malmö, lið Þóru B. Helgadóttur og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, á í miklum fjárhagslegum vandræðum þessa stundina. Gjaldþrot blasir við verði ekki brugðist við. 27.1.2012 12:43
Kemur til greina að færa bikarúrslitaleikinn Forráðamenn enska knattspyrnusambandsins eru nú að velta því fyrir sér hvort það eigi að láta úrslitaleik ensku bikarkeppninnar fara fram á öðrum tíma en venja hefur verið. 27.1.2012 12:15
Messi á forsíðu Time | Ég gef allt fyrir landsliðið Lionel Messi segir að honum sárni ásakanir um að honum finnist ekki jafn mikilvægt að spila með landsliði Argentínu og félagsliði sínu, Barcelona. 27.1.2012 11:30
Lazarov getur slegið met Ólafs í dag Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov er mikill markaskorari og getur í dag slegið met markamet Ólafs Stefánssonar á Evrópumeistaramótinu í handbolta. 27.1.2012 10:45
Heinevetter gagnrýnir forseta þýska handboltasambandsins "Í allri hreinskilni sagt þá hefur hann ekki hundsvit á handbolta.“ Þannig lýsir markvörðurinn Silvio Heinevetter forseta þýska handknattleikssambandsins, Ulrich Strombach. 27.1.2012 10:15
Ferguson: Ég er undraverk Sir Alex Feruguson, stjóri Manchester United, er í ítarlegu viðtali við bandaríska dagblaðið New York Times í dag þar sem hann segir frá árunum sínum 25 hjá Manchester United. 27.1.2012 09:36
NBA í nótt: Frábær endurkoma hjá Boston Boston Celtics náði að snúa erfiðri stöðu gegn Orlando Magic sér í vil í leik liðanna í NBA-deildinni í nótt. Boston vann að lokum átta stiga sigur, 91-83. 27.1.2012 09:00
Það þarf að fjárfesta í landsliðinu Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Þ. Guðmundsson var nokkuð ánægður með leik íslenska landsliðsins á EM í Serbíu. Henry Birgir Gunnarsson settist niður með Guðmundi í Novi Sad og ræddi við hann um álagið sem fylgir því að þjálfa eitt af stóru liðunum í handboltanum. 27.1.2012 08:00
Guðmundur: Mikið álag að vera í tveimur störfum Guðmundur Guðmundsson tók við landsliðinu þegar enginn vildi taka við því af Alfreð Gíslasyni eftir EM árið 2008. Uppgangur landsliðsins hefur verið með ólíkindum alla tíð síðan þá og liðið unnið tvenn verðlaun undir stjórn Guðmundar. 27.1.2012 07:30
Engin kraftaverk á Króknum Frá því að Bárður Eyþórsson sneri til baka í körfuna og settist í brúna á Tindastóls-bátnum hefur gengi liðsins gjörbreyst. Liðið hefur nú unnið tíu af síðustu tólf leikjum sínum og er komið í undanúrslit bikarsins. 27.1.2012 07:00
Tveir Hafnarfjarðarslagir á þremur dögum Karlalið Hauka og FH drógust saman í undanúrslitum Eimskipsbikarsins en drátturinn fór fram í hádeginu í gær. Leikurinn fer fram í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. 27.1.2012 06:00
Leikaraskapur af verstu gerð Það átti sér stað hreint ótrúlegt atvik í leik Senegal og Miðbaugsgíneu í Afríkukeppninni nú á dögunum. Leikmaður að nafni Narcisse Ekanga Amia gerði sig þá sekan um leikaraskap af verstu gerð. 26.1.2012 23:45
Slóvenarnir dæma þriðja leikinn í röð hjá Dönum Slóvenarnir Nenad Krstić og Peter Ljubič ættu að vera farnir að þekkja danska landsliðið nokkuð vel og þeir dönsku ættu jafnframt að vera búnir að læra inn á línuna hjá þeim Slóvenunum. Það má segja að dómaraparið sé orðið áskrifandi að leikjum Dana á Evrópumótinu í handbolta í Serbíu. 26.1.2012 23:15
Vinnie Jones: Bikarsigurinn á Liverpool besta fótboltaminningin Vinnie Jones átti skrautlegan feril sem knattspyrnumaður en hann er í dag ekki síður þekktur fyrir afrek sín á hvíta tjaldinu. Sem leikmaður var hann þekktur fyrir að vera mikill nagli en hann lék lengst af með Wimbledon á sínum ferli. 26.1.2012 22:45
Wilbek: Núna er tíminn til að vinna Spánverja | Verða enn sterkari á ÓL Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins, sér fram á mjög erfiðan undanúrslitaleik á móti Spánverjum á morgun. Hann segir jafnframt að spænska liðið eigi eftir að verða enn sterkara á Ólympíuleikunum þegar Spánverjar fá inn tvo sterka leikmenn. 26.1.2012 22:15
AC Milan komið í undanúrslit ítalska bikarsins AC Milan tryggði sér sæti í undanúrslitum ítalska bikarsins með því að vinna 3-1 sigur á Lazio í átta liða úrslitunum í kvöld. AC Milan mætir Juventus í undanúrslitunum en í hinum leiknum mætast Napoli og Siena. 26.1.2012 21:53
Fílabeinsströndin tryggði sig inn í 8 liða úrslit Afríkukeppninnar Fílabeinsströndin vann 2-0 sigur á Búrkína Fasó í kvöld í öðrum leik sínum í riðlakeppni Afríkukeppninnar í fótbolta en Didier Drogba og félagar hafa þar með unnið tvo fyrstu leiki sína og hafa þegar tryggt sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar. 26.1.2012 21:39
Umfjöllun og viðtöl: KR - Snæfell 93-94 Snæfellingar unnu dramatískan sigur á KR í 13. umferð Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik í Vesturbænum í kvöld. Þar með er sigurgöngu KR-inga á árinu 2012 lokið. 26.1.2012 21:05
Fimmta tap Hauka í röð | Njarðvíkingar unnu lokakaflann 14-2 Njarðvíkingar áttu frábæran lokasprett í tíu stiga sigri sínum á Haukum, 85-75, í leik liðanna í 13. umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta sem fram fór í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var jafn á flestum tölum en Njarðvíkingar unnu síðustu þrjár mínútur leiksins 14-2. 26.1.2012 20:58
Þórsarar unnu ÍR-inga í fjórða sinn í vetur Þórsarar úr Þorlákshöfn unnu tólf stiga sigur á ÍR, 88-76, í leik liðanna í 13. umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta sem fram fór í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. 26.1.2012 20:54
Fórnaði brúðkaupsferðinni fyrir tækifæri með Bolton Bandaríkjamaðurinn Tim Ream gekk í dag til liðs við Grétar Rafn Steinsson og félaga í Bolton frá bandaríska MLS-liðinu New York Red Bulls. Ream er 24 ára varnamaður sem æfði með Bolton í desember og heillaði stjórann Owen Coyle. 26.1.2012 20:29
Sex leikmenn fjarverandi hjá Barcelona | Iniesta meiddur Andrés Iniesta verður frá næstu þrjár vikurnar eftir að hann meiddist í bikarleik Barcelona og Real Madrid fyrr í vikunni. Alexis Sanchez meiddist einnig í leiknum og verða því sex leikmenn fjarverandi þegar að liði mætir Villarreal í spænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. 26.1.2012 20:15