Handbolti

Heinevetter gagnrýnir forseta þýska handboltasambandsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Silvio Heinevetter í marki þýska landsliðsins.
Silvio Heinevetter í marki þýska landsliðsins. Nordic Photos / Getty Images
„Í allri hreinskilni sagt þá hefur hann ekki hundsvit á handbolta." Þannig lýsir markvörðurinn Silvio Heinevetter forseta þýska handknattleikssambandsins, Ulrich Strombach.

Þjóðverjar eru í sárum eftir að hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum á EM í handbolta og þar með dottið úr leik. Liðið komst ekki í undanúrslit og á ekki heldur möguleika á að tryggja sér sæti í Ólympíuleikunum í Lundúnum.

„Þegar maður heilsar ekki einum einasta leikmanni en segir svo í fjölmiðlum að liðið fari áfram í undanúrslit, þá ætti maður kannski bara helst að halda sér heima fyrir," sagði Heinevetter um forsetann.

Strombach svaraði fyrir sig. „Ég trúi því einfaldlega ekki að Silvio Heinevetter geti haldið því fram að ég hafi ekki vit á handbolta."

„Ég hef verið hér í fimmtán ár og á þeim tíma hef ég aldrei verið gagnrýndur fyrir samband mitt við leikmannahópinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×