Enski boltinn

Fórnaði brúðkaupsferðinni fyrir tækifæri með Bolton

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tim Ream
Tim Ream Mynd/Nordic Photos/Getty
Bandaríkjamaðurinn Tim Ream gekk í dag til liðs við Grétar Rafn Steinsson og félaga í Bolton frá bandaríska MLS-liðinu New York Red Bulls. Ream er 24 ára varnamaður sem æfði með Bolton í desember og heillaði stjórann Owen Coyle.

Það er reyndar mikið í gangi hjá Tim Ream þessa dagana því hann er nýbúinn að gifa sig og var á leiðinni í brúðkaupsferð í Tahíti.

„Ég var bara búinn að vera giftur í 24 tíma þegar ég fékk símtalið frá Owen Coyle. Stjórinn spurði mig hvort ég væri tilbúinn að fresta brúðkaupsferðinni og koma tl Bolton. Eins og við vorum vonsvikinn með að þurfa að hætta við ferðina þá vissum við bæði að þetta væri það besta í stöðunni. Vonandi sýnir þetta skuldbindingu mína í verki og að ég ætli að standa mig vel hérna," sagði Tim Ream.

„Ég get reyndar ekki farið með það sem konan sagði en við ræddum málin og ég held að við verðum ánægð hvar sem er svo framarlega sem við erum saman. Hún vill það besta fyrir mig og ég vil bara að hún sé ánægð. Ef hún biður um eitthvað á morgun þá mun ég örugglega láta það eftir henni," sagði Ream.

Bolton keypti Ream á um 2,75 milljónir punda og er hann búinn að skrifa undir þriggja og hálfs árs samning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×