Fleiri fréttir

Haukar unnu nauman sigur í Mosfellsbænum

Haukar unnu eins marks sigur á Aftureldingu, 22-21, í N1 deild karla í handbolta í kvöld en leikururinn fór fram á Varmá í Mosfellsbæ. Reynir Þór Reynisson, stýrði Mosfellingum þar í fyrsta sinn síðan að hann tók við af Gunnari Andréssyni.

Valsmenn fengu aftur skell á heimavelli - Keflavík vann með 30 stigum

Valsmenn töpuðu þriðja leiknum í röð í Iceland Express deild karla þegar Keflvíkingar komu í Vodafonehöllina í kvöld og unnu 30 stiga stórsigur, 110-80. Bæði Reykjanesbæjarliðin hafa því unnið stóra sigri á Hlíðarenda í fyrstu tveimur heimaleikjum nýliða Vals í vetur.

Fyrsti sigur Fjölnismanna - unnu á Króknum

Fjölnismenn fögnuðu sínum fyrsta sigri í Iceland Express deild karla í vetur í kvöld þegar þeir unnu átta stiga sigur á Tindastól á Sauðárkróki, 97-89. Tindastóll hefur þar með tapað þremur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu þar af tveimur þeirra á heimavelli.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - HK 23-30

HK varð fyrst allra liða í vetur til þess að leggja Fram í N1-deild karla í vetur. Eftir fjóra sigurleiki í röð varð Fram að játa sig sigrað, 23-30.

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍR 87-73

Grindvíkingar halda áfram sigurgöngu sinni í Iceland-Express deild karla eftir sigur gegn ÍR-ingum, 87-70, í Grindavík í kvöld. Leikurinn fór fram í Röstinni í Grindavík og sáu gestirnir aldrei til sólar. Leikurinn reyndist dýrkeyptur fyrir gestina, en þeir James Bartolotta og Sveinbjörn Claaessen þurftu báðir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Grindvíkingar hafa því sigrað alla þrjá leiki sína í deildinni, en ÍR-ingar eru með tvö stig eftir þrjár umferðir.

Umfjöllun og viðtöl: Akureyri 24-24 Valur

Valur og Akureyri gerðu dramatískt jafntefli í N1-deild karla í handbolta í kvöld. Bjarni Fritzson jafnaði metin fyrir Akureyri skömmu fyrir leikslok. Lokatölur voru 24-24.

Roman Pavluychenko falur fyrir rétta upphæð

Forráðamenn Tottenham eru reiðubúnir til að hlusta á tilboð í rússneska framherjann Roman Pavlyuchenko sem hefur lítið sem ekkert spilað með liðinu í upphafi tímabilsins.

AEK Aþena lá í Moskvu án Eiðs Smára - AZ náði jafntefli en OB tapaði

AEK Aþena tapaði 3-1 á móti Lokomotiv Moskvu í L-riðli Evrópudeildarinnar í dag en gríska liðið lék þarna sinn fyrsta leik síðan að Eiður Smári Guðjohnsen fótbrotnaði. Þetta var ekki alltof gott kvöld fyrir Íslendingaliðin því OB frá Óðinsvéum tapaði líka sínum leik en AZ Alkmaar náði hinsvegar jafntefli með því að skora tvö í lokin.

Stelpurnar töpuðu með fimm mörkum á Spáni

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með fimm mörkum fyrir Spáni, 27-22 í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2012 en leikurinn fór fram í Madríd á Spáni. Íslenska liðið lenti mest níu mörkum undir en minnkaði muninn í lokin með góðum endaspretti.

Þórarinn Ingi og Hildur efnilegust

Efnilegustu leikmenn ársins í Pepsi-deild karla og kvenna eru að þessu sinni Þórarinn Ingi Valdimarson, ÍBV, og Hildur Antonsdóttir, leikmaður Vals.

Hannes Þór og Gunnhildur Yrsa valin best

Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, voru í dag valin bestu leikmenn Pepsi-deildanna í árlegu kjöri leikmanna deildarinnar.

Anton og Hlynur dæma hjá Kiel

Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson fara út til Spánar á morgun þar sem þeir munu dæma stórleik í Meistaradeildinni.

Haukur Heiðar búinn að semja við KR

Akureyringurinn efnilegi, Haukur Heiðar Hauksson, hefur skrifað undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara KR. Hann kemur til KR frá KA.

Lindegaard: Titillinn er ekki undir um helgina

Anders Lindegaard, markvörður Manchester United, á von á harðri titilbaráttu allt til loka tímabilsins og að leikur helgarinnar gegn Manchester City muni ekki hafa úrslitaáhrif á þá baráttu.

Marco van Basten snýr ekki aftur til Ajax

Marco van Basten mun ekki taka við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá hans gamla félagi, Ajax. Kolbeinn Siþgórsson leikur með Ajax en hann er nú frá vegna meiðsla.

Horton ekki hrifinn af íslenskum dómurum

Körfuboltadómarinn Kristinn Óskarsson hefur löngum verið frekar óvinsæll hjá KR-ingum. Hann hefur nú eignast nýjan aðdáanda í Ed Horton, leikmanni félagsins.

Sonur Paul Ince slær í gegn með Blackpool

Hinn nítján ára Tom Ince hefur slegið í gegn með Blackpool í ensku B-deildinni en hann tryggði sínum mönnum sigur á Doncaster á þriðjudagskvöldið eftir að hafa komið inn á sem varamaður og skorað tvö mörk.

Redknapp: Meiðsli King ekki svo alvarleg

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að meiðsli varnarmannsins Ledley King séu ekki eins alvarleg og í fyrstu var talið. King hefur átt við þrálát hnémeiðsli að stríða á sínum ferli.

Rakel Dögg: Stefnum á tvo sigra

Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er bjartsýn fyrir fyrstu tvo leikina í undankeppni EM 2012.

Atletico Madrid skoraði 52 mörk í einum leik

Ótrúlegar tölur sáust í leik Atletico Madrid og Octavio Vigo í spænsku úrvalsdeildinni í gær en fyrrnefnda liðið vann þá stórsigur, 52-27. Atletico sló þar með sautján ára gamalt met sem Octavio Vigo átti einmitt áður.

Freyr hafnaði tilboði frá BÍ/Bolungarvík

Freyr Alexandersson hefur greint frá því að hann átti í viðræðum við forráðamenn BÍ/Bolungarvíkur um að taka að sér starf þjálfara hjá félaginu.

Sumarið gert upp í Víðidalsá

Laxveiðin gekk bærilega í Víðidalsá þegar á heildina er litið, þrátt fyrir afar hæga byrjun þetta árið. Eins og veiðimenn urðu varir við þá kom sumarið seint og laxinn einnig þetta árið. Líkt og í svo mörgum öðrum ám þá var kuldi og fiskleysi var ekki beinlínis til að hífa upp aflatölur fyrrihluta sumars í Víðidalnum. Það rættist þó úr þegar leið á sumarið og að loknum síðasta degi laxveiðitímabilsins höfðu veiðst 747 laxar.

Enn verið að funda í NBA-deilunni

Deiluaðilar í NBA-verkfallinu héldu áfram að funda annan daginn í röð og gær og ákváðu að honum loknum að hittast einnig í dag.

Pearce og Powell stýra Ólympíuliðum Bretlands í knattspyrnu

Stuart Pearce, þjálfari U-21 liðs Englands, mun stýra karlaliði Bretlands í knattspyrnu á Ólympíuleikunum í Lundúnum á næsta ári. Hope Powell, þjálfari kvennalandsliðs Englands undanfarin þrettán ár, mun stýra kvennaliðinu.

Guðjón Finnur kominn aftur í Fram

Guðjón Finnur Drengsson er kominn aftur á heimaslóðir en hann hefur gengið til liðs við Fram eftir stutta dvöl hjá Selfossi.

Capello vongóður um að Rooney komi með á EM

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segist vongóður um að Wayne Rooney geti komið með enska landsliðinu á EM í Póllandi og Úkraínu í sumar þrátt fyrir þriggja leikja bannið sem hann var dæmdur í á dögunum.

Cardinals vann fyrsta leikinn í World Series

St. Louis Cardinals er komið með 1-0 forystu í úrslitarimmu sinni gegn Texas Rangers í bandaríska hafnaboltanum. Leik liðanna lauk í nótt með 3-2 sigri Cardinals.

Rætt við Evra um ásakanirnar í dag

Enska blaðið The Guardian greinir frá því að fulltrúar enska knattspyrnusambandsins munu í dag hitta Patrice Evra, leikmanna Manchester United, og ræða við hann um ásakanirnar á hendur Luis Suarez, leikmann Liverpool.

Efra svæðið í Flókadalsá í útboð

Nýlega var efra veiðisvæðið í Flókadalsá í Fljótum auglýst til leigu. Þarna er fyrst og fremst um sjóbleikjusvæði að ræða og má veiða með þrem stöngum í senn. Svæðið nær neðan frá Flókadalsvatni og fram að afréttargirðingu. Svæðið er skemmtilegt, áin þokkalega vatnsmikil og umhverfið vinalegt.

Eitt og annað um laxveiðina í sumar

Það er líklega enn verið að reikna það út, en þetta laxveiðisumar sem margir álitu vera lélegt er engu að síður það fjórða til fimmta besta frá því að skráningar hófust. Þeir sem töldu þetta slakt eru orðnir of góðu vanir.

Atli verður áfram í Stjörnunni

Atli Jóhannsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Stjörnuna en hann hafði verið orðaður við sitt gamla félag, ÍBV.

Húnarnir sjóðandi heitir

Njarðvíkingar tóku stóra ákvörðun í sumar. Þeir hættu með alla launasamninga við íslenska leikmenn og ákváðu í staðinn að treysta á frábært unglingastarf félagsins.

Carroll og Adam kepptu í bakstri

Liverpool-mennirnir Andy Carroll og Charlie Adam tóku af sér takkaskóna á dögunum, settu á sig svunturnar og kepptu í bakstri.

Plzen náði ekki skoti að marki í kvöld

Evrópumeisturum Barcelona tókst í kvöld í annað skiptið á jafn mörgum árum að varna því að andstæðingar sínir næðu skoti að marki í Meistaradeildarleik.

Sjá næstu 50 fréttir