Húnarnir sjóðandi heitir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2011 06:00 Elvar Már Friðriksson og Ólafur Helgi Jónsson í sigrinum á Haukum. Njarðvíkingar tóku stóra ákvörðun í sumar. Þeir hættu með alla launasamninga við íslenska leikmenn og ákváðu í staðinn að treysta á frábært unglingastarf félagsins. Tveir kjúklingar fengu tækifærið í byrjunarliðinu í fyrsta leik, hinn 17 ára Elvar Már Friðriksson og hinn 19 ára Ólafur Helgi Jónsson, og það er óhætt að segja að strákarnir hafi verið tilbúnir fyrir stóra sviðið. Ólafur Helgi og Elvar Már eru sem dæmi búnir að hitta saman úr 14 af 23 þriggja stiga skotum sínum í fyrstu tveimur leikjunum. „Burtséð frá úrslitunum lítur þetta vel út til framtíðar. Þetta er ákvörðun sem klúbburinn tók og við erum ekkert að tapa okkur þótt við höfum unnið tvo fyrstu leikina því við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður krefjandi og erfitt verkefni. Við erum að fá mikinn stuðning í bæjarfélaginu og við vonumst til að hann verði öflugur í gegnum súrt og sætt. Þetta var stór ákvörðun en samt ekkert svo erfið. Í eðlilegu árferði hefði ekki verið pláss fyrir þá alla á næstu misserum en í staðinn fá þeir stór tækifæri," segir Einar Árni Jóhannsson, sem þjálfar Njarðvíkurliðið ásamt Friðriki Ragnarssyni. Nítján ára fyrirliði liðsinsEnginn leikmaður í deildinni hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur en Elvar Már í fyrstu tveimur umferðunum (8) og Ólafur Helgi er í 2. sæti yfir bestu þriggja stiga nýtinguna, en 6 af 9 þriggja stiga skotum hans hafa ratað rétta leið. „Ólafur Helgi er búinn að vera mjög framarlega í þessum hópi á síðustu tveimur til þremur árum. Hann er flottur leiðtogi og hann er fyrirliði liðsins þótt hann sé ekki nema 19 ára gamall. Það var eitthvað sem við sáum fyrir í maí þegar við fórum af stað með þennan hóp að Óli yrði einn af lykilmönnum þessa liðs," segir Einar, en Ólafur Helgi lét það ekki stoppa sig að þríúlnliðsbrotna í vor. Stækkaði um 15 sentimetra„Það er önnur saga með yngri manninn. Það kemur ekkert á óvart að Elvar standi sig því hann er ofboðslega vinnusamur og leggur mikið á sig eins og allur þessi hópur. Hann hefur unnið hörðum höndum að því síðustu árin að verða betri en er líka búinn að taka mikinn vaxtakipp því hann hefur alltaf verið mjög lágvaxinn," segir Rinar og bætir við: „Hann verður Norðurlandameistari með 1994-árganginum vorið 2010, fyrir einu og hálfu ári. Þetta eru einhverjir fjórtán, fimmtán sentimetrar sem hann hefur stækkað síðan þá, sem er ansi mikið. Þetta eru gríðarlegar framfarir og stór skref sem hann er búinn að taka á stuttum tíma," segir Einar. Elvar og Ólafur voru báðir í stuði í fyrsta heimaleiknum á mánudaginn þegar Njarðvík vann 16 stiga sigur á Haukum í Ljónagryfjunni. Elvar Már var þá með 22 stig og 5 stoðsendingar á 34 mínútum og Ólafur bætti við 18 stigum á 28 mínútum. Húnarnir hreinlega kveiktu í körfunni og settu niður 9 af 14 þriggja skotum sínum. Það verða samt ekki allir dagar svona hjá ungum leikmönnum og það veit Einar. Ekki jólin alla daga í vetur„Þetta er annað og stærra svið. Það er öðruvísi pressa og mikið í húfi. Við gerum okkur grein fyrir því að það verða ekki jólin alla daga hjá okkur í vetur," segir Einar, en liðinu var spáð falli úr deildinni fyrir mótið. Ég skil alveg þá sem spáðu okkur falli því tíu leikmenn eru farnir frá félaginu. Leikreynsla meistaraflokksliðsins liggur í Rúnari og Hirti, sem fara úr því að vera yngstir í leikmannahópnum í vor í það að verða elstir í dag fyrir utan útlendingana. Allt annað eru bara pjakkar sem eru að stíga sín fyrstu skref. Það hefur samt alla tíð legið ljóst fyrir okkur, leikmannahópnum og þjálfurunum, að við ætluðum okkur meira en almannarómur segir til um," segir Einar.Flestar þriggja stiga körfur í fyrstu tveimur umferðunum:1. Elvar Már Friðriksson Njarðvík 8 1. Magnús Þór Gunnarsson Keflavík 8 1. Justin Shouse Stjarnan 8 4. Darrin Govens Þór Þorlákshöfn 7 4. Hreggviður Magnússon KR 7 6. Giordan Watson, Grindavík 66. Ólafur Helgi Jónsson, Njarðvík 6 6. James Bartolotta, ÍR 6Besta þriggja stiga skotnýting í fyrstu tveimur umferðunum: 1. Giordan Watson, Grindavík 75,0% (6/8) 2. Ólafur Helgi Jónsson, Njarðvík 66,7% (6/9) 3. James Bartolotta, ÍR 66,7% (6/9) 4. Justin Shouse, Stjarnan 61,5% (8/13) 5. Hreggviður Magnússon, KR 58,3% (7/12) 6. Elvar Már Friðriksson, Njarðvík 57,1% (8/14) Dominos-deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Sjá meira
Njarðvíkingar tóku stóra ákvörðun í sumar. Þeir hættu með alla launasamninga við íslenska leikmenn og ákváðu í staðinn að treysta á frábært unglingastarf félagsins. Tveir kjúklingar fengu tækifærið í byrjunarliðinu í fyrsta leik, hinn 17 ára Elvar Már Friðriksson og hinn 19 ára Ólafur Helgi Jónsson, og það er óhætt að segja að strákarnir hafi verið tilbúnir fyrir stóra sviðið. Ólafur Helgi og Elvar Már eru sem dæmi búnir að hitta saman úr 14 af 23 þriggja stiga skotum sínum í fyrstu tveimur leikjunum. „Burtséð frá úrslitunum lítur þetta vel út til framtíðar. Þetta er ákvörðun sem klúbburinn tók og við erum ekkert að tapa okkur þótt við höfum unnið tvo fyrstu leikina því við gerum okkur grein fyrir því að þetta verður krefjandi og erfitt verkefni. Við erum að fá mikinn stuðning í bæjarfélaginu og við vonumst til að hann verði öflugur í gegnum súrt og sætt. Þetta var stór ákvörðun en samt ekkert svo erfið. Í eðlilegu árferði hefði ekki verið pláss fyrir þá alla á næstu misserum en í staðinn fá þeir stór tækifæri," segir Einar Árni Jóhannsson, sem þjálfar Njarðvíkurliðið ásamt Friðriki Ragnarssyni. Nítján ára fyrirliði liðsinsEnginn leikmaður í deildinni hefur skorað fleiri þriggja stiga körfur en Elvar Már í fyrstu tveimur umferðunum (8) og Ólafur Helgi er í 2. sæti yfir bestu þriggja stiga nýtinguna, en 6 af 9 þriggja stiga skotum hans hafa ratað rétta leið. „Ólafur Helgi er búinn að vera mjög framarlega í þessum hópi á síðustu tveimur til þremur árum. Hann er flottur leiðtogi og hann er fyrirliði liðsins þótt hann sé ekki nema 19 ára gamall. Það var eitthvað sem við sáum fyrir í maí þegar við fórum af stað með þennan hóp að Óli yrði einn af lykilmönnum þessa liðs," segir Einar, en Ólafur Helgi lét það ekki stoppa sig að þríúlnliðsbrotna í vor. Stækkaði um 15 sentimetra„Það er önnur saga með yngri manninn. Það kemur ekkert á óvart að Elvar standi sig því hann er ofboðslega vinnusamur og leggur mikið á sig eins og allur þessi hópur. Hann hefur unnið hörðum höndum að því síðustu árin að verða betri en er líka búinn að taka mikinn vaxtakipp því hann hefur alltaf verið mjög lágvaxinn," segir Rinar og bætir við: „Hann verður Norðurlandameistari með 1994-árganginum vorið 2010, fyrir einu og hálfu ári. Þetta eru einhverjir fjórtán, fimmtán sentimetrar sem hann hefur stækkað síðan þá, sem er ansi mikið. Þetta eru gríðarlegar framfarir og stór skref sem hann er búinn að taka á stuttum tíma," segir Einar. Elvar og Ólafur voru báðir í stuði í fyrsta heimaleiknum á mánudaginn þegar Njarðvík vann 16 stiga sigur á Haukum í Ljónagryfjunni. Elvar Már var þá með 22 stig og 5 stoðsendingar á 34 mínútum og Ólafur bætti við 18 stigum á 28 mínútum. Húnarnir hreinlega kveiktu í körfunni og settu niður 9 af 14 þriggja skotum sínum. Það verða samt ekki allir dagar svona hjá ungum leikmönnum og það veit Einar. Ekki jólin alla daga í vetur„Þetta er annað og stærra svið. Það er öðruvísi pressa og mikið í húfi. Við gerum okkur grein fyrir því að það verða ekki jólin alla daga hjá okkur í vetur," segir Einar, en liðinu var spáð falli úr deildinni fyrir mótið. Ég skil alveg þá sem spáðu okkur falli því tíu leikmenn eru farnir frá félaginu. Leikreynsla meistaraflokksliðsins liggur í Rúnari og Hirti, sem fara úr því að vera yngstir í leikmannahópnum í vor í það að verða elstir í dag fyrir utan útlendingana. Allt annað eru bara pjakkar sem eru að stíga sín fyrstu skref. Það hefur samt alla tíð legið ljóst fyrir okkur, leikmannahópnum og þjálfurunum, að við ætluðum okkur meira en almannarómur segir til um," segir Einar.Flestar þriggja stiga körfur í fyrstu tveimur umferðunum:1. Elvar Már Friðriksson Njarðvík 8 1. Magnús Þór Gunnarsson Keflavík 8 1. Justin Shouse Stjarnan 8 4. Darrin Govens Þór Þorlákshöfn 7 4. Hreggviður Magnússon KR 7 6. Giordan Watson, Grindavík 66. Ólafur Helgi Jónsson, Njarðvík 6 6. James Bartolotta, ÍR 6Besta þriggja stiga skotnýting í fyrstu tveimur umferðunum: 1. Giordan Watson, Grindavík 75,0% (6/8) 2. Ólafur Helgi Jónsson, Njarðvík 66,7% (6/9) 3. James Bartolotta, ÍR 66,7% (6/9) 4. Justin Shouse, Stjarnan 61,5% (8/13) 5. Hreggviður Magnússon, KR 58,3% (7/12) 6. Elvar Már Friðriksson, Njarðvík 57,1% (8/14)
Dominos-deild karla Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Sjá meira