Handbolti

Anton og Hlynur dæma hjá Kiel

Anton og Hlynur.
Anton og Hlynur.
Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson fara út til Spánar á morgun þar sem þeir munu dæma stórleik í Meistaradeildinni.

Sá leikur er á milli Real Ademar Leon og Íslendingaliðsins Kiel sem Alfreð Gíslason þjálfar og Aron Pálmarsson leikur með. Spilað er á laugardag.

Leikurinn er í D-riðli en þar er Kiel í fjórða sæti eftir tvo leiki en Leon í þriðja sæti eftir þrjá leiki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×