Handbolti

Ágúst: Mætum með fullt sjálfstraust til leiks

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ísland mætir Spánverjum ytra í undankeppni EM 2012 í dag. Leikurinn er sá fyrsti í undankeppninni en leikurinn hefst klukkan 16.00.

Ísland er í riðli með Spáni, Úkraínu og Sviss en tvö efstu liðin komast í úrslitakeppnina sem fer fram í Hollandi í desember á næsta ári.

„Það er klárt mál að þetta verður erfiður leikur en hann leggst vel í mig,“ sagði Ágúst en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

„Spánn er með gríðarlega sterkt lið og eru fyrirfram taldar sterkust í þessum riðli. Við munum þó mæta til leiks með fullt sjálfstraust og ætlum að reyna að ná hagstæðum úrslitum. Ef við eigum toppdag þá eigum við möguleika.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×