Fleiri fréttir

Heimir Hallgrímson fær UEFA Pro þjálfaragráðu

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla, hefur útskrifast með UEFA Pro þjálfaragráðu. Heimir, sem starfar dagsdaglega sem tannlæknir, er áttundi Íslendingurinn til þess að útskrifast með gráðuna. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Hafþór Ingi gengur til liðs við Snæfell

Körfuknattleikskappinn Hafþór Ingi Gunnarsson hefur gengið til liðs við Snæfell. Hafþór skrifaði undir eins árs samning en hann kemur til félagsins frá Skallagrími sem leikur í 1. deild.

Líklega þarf að fresta fyrstu umferðunum í spænska fótboltanum

Allt útlit er fyrir að fresta þurfi leikjum í tveimur fyrstu umferðum spænska boltans. Samtök atvinnuknattspyrnumanna á Spáni (AFE) hafa boðað verkfall og vilja að samið verði um tryggingar á greiðslum til leikmanna verði félög þeirra gjaldþrota.

Bolton í viðræðum við City um kaup á Wright-Phillips

Owen Coyle, knattspyrnustjóri Bolton, hefur staðfest viðræður félagsins við Manchester City um vistaskipti kantmannsins Shaun Wright-Phillips. Vikulaun Wright-Phillips hjá Manchester City eru hærri en Bolton eru tilbúnir að greiða. Þar stendur hnífurinn í kúnni.

Ólafur Víðir kominn heim til HK - þriggja ára samningur

Handknattleikskappinn Ólafur Víðir Ólafsson er snúinn aftur heim í Kópavoginn og leikur með HK á næstu leiktíð. Ólafur Víðir, sem lék með Haugesund í norska handboltanum á síðustu leiktíð, skrifaði undir þriggja ára samning við HK.

Spánverjar í vandræðum á HM í Kólumbíu - lítið um óvænt úrslit

Landslið Spánverja skipað leikmönnum 20 ára og yngri er komið í átta-liða úrslit en með naumindum þó. Spánverjar höfðu sigur á Suður-Kóreu í bráðabana í vítaspyrnukeppni í gær eftir markalaust jafntefli. Allir leikirnir í 16-liða úrslitum fóru eftir bókinni.

Enrique á leið í læknisskoðun hjá Liverpool

Enskir vefmiðlar greina frá því að Liverpool og Newcastle hafi komist að samkomulagi um kaupverðið á vinstri bakverðinum Jose Enrique. Talið er að kaupverðið sé sex milljónir punda eða sem nemur rúmum milljarði íslenskra króna.

Viðureign Tottenham og Everton frestað - óvíst með aðra leiki

Tekin hefur verið ákvörðun að fresta viðureign Tottenham og Everton sem fram átti að fara á White Hart Lane í Lundúnum um helgina. Hvort aðrir leikir fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildinnar fari fram á fyrirhuguðum tíma á eftir að koma í ljós.

Dalglish vonast eftir góðri hegðun stuðningsmanna Sunderland

Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri Liverpool, segir ástæðulaust fyrir stuðningsmenn Sunderland að baula á Jordan Henderson. Líklegt er að Henderson, sem gekk til liðs við Liverpool frá Sunderland í sumar, verði í liðinu á Anfield á laugardag.

Löw: Götze gerir einföldu hlutina svo vel

Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, segist eiga við afar jákvætt vandamál að stríða þegar kemur að því að velja lið sitt. Þýskaland lagði Brasilíu 3-2 í vináttulandsleik í gær.

Grétar Rafn: Deildin hefur aldrei verið sterkari

Grétar Rafn Steinsson er að hefja sitt fjórða heila keppnistímabil með Bolton í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir Bolton með sterkt byrjunarlið en að félagið þurfi fleiri leikmenn. Grétari líður mjög vel hjá Bolton.

Þarf bara að finna heimilisfang á gáminn

Ármann Smári Björnsson hefur verið samningslaus síðan hann yfirgaf Hartlepool í lok síðustu leiktíðar. Ármann Smári hefur varið stórum hluta sumarsins hér á landi, æft sjálfur og haldið sér í standi.

Einstæð móðir á leiðinni í atvinnumennsku

Helena Sverrisdóttir verður ekki eina íslenska körfuboltakonan sem spilar í Evrópu í vetur því þær Fanney Lind Guðmundsdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir eru einnig á útleið. Fanney hefur samið við franska liðið Union Sportive de La Glacerie sem spilar í NF2-deildinni og Ragna Margrét ætlar að fylgja kærasta sínum, Pavel Ermolinskij, til Sundsvall í Svíþjóð.

Hversu langt getur liðið sokkið?

Íslenska landsliðið í fótbolta beið afhroð í vináttulandsleik á móti Ungverjum í Búdapest í gærkvöldi en liðið steinlá 0-4 og hefur aldrei tapað stærra undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. Ungverjar refsuðu íslensku strákunum fyrir mistökin og brutu á endanu

Veiðimaðurinn kominn út

Nýjasta tölublað Veiðimannsins er komið út. Meðal annars er rætt við Gunnlaug Sigurðsson sem opnaði Elliðaárnar þetta árið og veiðiklóna Sæunni Óskarsdóttur

Draumurinn hjálpar LeBron að hreyfa sig undir körfunni

LeBron James hefur notað sumarið vel og er staðráðinn að verða enn betri körfuboltamaður eftir að hafa tapað með Miami Heat í úrslitum NBA-deildarinnar í júní síðastliðnum. James eyddi síðasta sumar að leita sér að "Meistaraliði" en þetta sumarið ætlar hann að vinna í sínum málum þótt að ekki stefni í að það verði neitt NBA-tímabil næsta vetur.

Guðný Guðleif baðst persónulegrar afsökunar

Guðný Guðleif Einarsdóttir, leikmaður FH, sem var dæmd í fjögurra leikja bann fyrir að skalla fyrrum samherja sinn úr Sindra, hefur sent frá sér yfirlýsingu ásamt Kvennaráði knattspyrnudeildar FH.

Schmeichel kemur til varnar David de Gea

Peter Schmeichel, sem er að mörgum talinn vera besti markvörðurinn sem hefur spilað fyrir Manchester United, sá sig tilneyddan til þess að koma Spánverjanum David de Gea til varnar eftir að de Gea var gagnrýndur harðlega eftir fyrsta alvöru leikinn sinn í búningi United.

Fyrsti sigur Þjóðverja á Brössum í átján ár

Þýskaland vann 3-2 sigur á Brasilíu í vináttulandsleik í Stuttgart í kvöld. Þjóðverjar komust í 2-0 og 3-1 í leiknum en undrabarnið Mario Götze skoraði annað mark þýska liðsins í leiknum.

FIFA setur sex dómara í lífstíðarbann frá knattspyrnu

Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur sett þrjá dómara í lífstíðarbann eftir að siðanefnd sambandsins komst að þeirri niðurstöðu að þeir hefðu gerst sekir um hagræðingu úrslita. Um er að ræða þrjá Ungverja og þrjá Bosníumenn.

Norðmenn með sannfærandi sigur á Tékkum í kvöld

Norðmenn unnu 3-0 sigur á Tékkum í vináttulandsleik í Osló í kvöld en íslenska landsliðið mætir einmitt Norðmönnum í sínum næsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins. Þjóðirnar verða líka saman í riðli í undankeppni Hm 2014.

Hörmuleg byrjun á keppnistímabilinu hjá Bebe

Portúgalski kantmaðurinn Bebe meiddist í U21 landsleik Portúgala og Slóvaka á þriðjudagskvöld. Nú lítur út fyrir að Bebe hafi slitið fremra krossband í hné og verði frá keppni í hálft ár.

Barcelona hækkar tilboð sitt í Fabregas

Enski fjölmiðillinn Sky Sports greinir frá því að Barcelona hafi lagt fram nýtt tilboð í Cesc Fabregas, fyrirliða Arsenal, í dag. Tilboði Barcelona upp á 35 milljónir punda var hafnað fyrir skemmstu.

Stoke gerir lokatilboð í Crouch og Palacios

Stoke City hefur gert lokatilboð í framherjann Peter Crouch og miðjumanninn Wilson Palacios leikmenn Tottenham. Stoke hefur styrkt sig töluvert varnarlega í sumar með kaupunum á miðvörðunum Jonathan Woodgate og Matthew Upson.

43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá

Frábær veiði hefur verið í Brynjudalsá undanfarið. Það voru Spánverjar við veiðar í fimm daga í áni og fengu þeir 43 laxa. Sögðu þeir gríðarlega mikinn fisk vera í ánni. Þeir lönduðu tíu löxum síðasta daginn en það ánægjulegasta við tíðindin er að átta laxar af þessum tíu veiddust inn á dal, ofan fossa á flugusvæðinu. Það er því ekki aðeins mikið af laxi heldur virðist hann einnig vera farinn að dreifa sér vel um alla á en breytingar voru gerðar við laxastiga í ánni í vetur.

300 laxa helgi í Eystri Rangá

Eystri Rangá heldur áfram að skila góðri veiði. Eins og við sögðum frá fyrir helgi var veiðin á fimmtudeginum 142 laxar og var það met dagur í áni hingað til í sumar. Veiðin var í sama fari á föstudeginum hann gaf 140 laxa á land.

Ótrúleg meðalþyngd úr Laxá

Meðallengd veiddra laxa á Nesveiðum fram til þessa er 84 sentimetrar. Í morgun veiddist 26 punda lax í Presthyl auk þess sem nokkrir "smærri" veiddust.

Góður gangur í Fnjóská

Ágætis veiði hefur verið undanfarið á laxasvæðunum í Fnjóská og rúmlega 350 laxar hafa verið færðir til bókar samkvæmt heimasíðu Flúða.

Endalaus stórlaxaveiði á Nessvæðinu í Laxá

Það er stórlaxahrina á Nesveiðum í Aðaldal um þessar mundir. Í gær fékkst 25 punda lax í Höfuðhyl og í morgun fékkst annar á Grundarhorni. Ótaldir eru 20-22 punda laxar.

Leikmenn í NFL-deildinni settir í vaxtarhormónapróf

Allt útlit er fyrir að NFL-deildin verði fyrsta atvinnumannadeildin vestanhafs sem setur leikmenn í lyfjapróf með blóðprufu. Forráðamenn deildarinnar reikna með að hægt verði að setja leikmenn í deildinni í vaxtarhormónapróf frá fyrsta leikdegi.

Niðurlæging í Búdapest

Ungverjaland vann 4-0 sigur á Íslandi í vináttulandsleik í Búdapest í kvöld. Óhætt er að segja að strákarnir hafi fengið slæma útreið í kvöld en leikurinn var einn sá allra versti undir stjórn Ólafs Jóhannessonar.

Bamba ætlað að fylla í skarð Samba?

Steve Kean knattspyrnustjóri Blackburn segir félagið nálægt því að festa kaup á Sol Bamba varnarmanni Leicester. Kean leitar að miðverði til að fylla í skarð Phil Jones sem fór til Manchester United.

Haukar búnar að semja við fjölhæfan leikstjórnanda

Kvennalið Hauka hefur samið við bandaríska leikstjórnandann Jence Rhoads um að hún spili með liðinu á komandi vetri. Rhoads átti flottan feril með Vanderbilt skólanum og kom til greina þegar nýliðaval WNBA-deildarinnar fór fram í vor.

Moratti veltir risatilboði í Eto'o fyrir sér

Massimo Moratti, forseti ítalska knattspyrnufélagsins Inter, veltir fyrir sér risatilboði rússneska félagisns Anzhi Makhachkala í kamerúnska sóknarmanninn Samuel Eto'o. Tilboðið hljómar upp á 35 milljón evrur eða sem nemur tæpum sex milljörðum íslenskra króna.

Andy Murray pakkað saman í Kanada

Skotinn Andy Murray steinlá 6-3 og 6-1 gegn Kevin Anderson í annarri umferð Rogers-bikarsins í Kanada í gær. Murray átti engin svör við sterkum uppgjöfum Suður-Afríkumannsins.

Fyrirliði Galatasaray til Atletico Madrid á 12 milljónir evra

Spænska knattspyrnufélagið Atletico Madrid hefur fest kaup á tyrkneska kantmanninum Arda Turan. Samningur Turan mun vera til fjögurra ára en kaupverðið er talið vera tólf milljónir evra eða sem nemur tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna.

Ungverjar ekki með sitt sterkasta lið

Sandor Egervari landsliðsþjálfari Ungverja hefur tilkynnt byrjunarlið Ungverja gegn Íslendingum í kvöld. Nokkra reynslumikla leikmenn vantar í lið heimamanna.

Sjá næstu 50 fréttir