Stórstjörnurnar úr leik í Kanada - Nadal og Wozniacki töpuðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2011 14:15 Nadal óskar Dodic til hamingju með sigurinn. Nordic Photos/AFP Spánverjinn Rafael Nadal og Caroline Wozniacki frá Danmörku duttu óvænt úr leik í 2. umferð kanadíska meistaramótsins í tennis. Andy Murray var sömuleiðis sleginn út í 2. umferð í fyrradag. Nadal, sem spilaði sinn fyrsta leik síðan hann tapaði í úrslitum Wimbledon gegn Novak Djokovic í júlí, var í góðum málum eftir fyrsta settið gegn Ivan Dodig frá Króatíu. Hann náði hins vegar ekki að fylgja eftir 6-1 sigri sínum í settinu því hann tapaði næstu tveimur, báðum í oddalotu. Úrslitin 1-6, 7-6 og 7-6. Dodig, sem er í 41. sæti heimslistans var í skýjunum með sigurinn. „Þetta er stærsta stundin í lífi mínu," sagði Dodic sem fór hamförum í uppgjöfum og náði 19 ásum. Nadal, sem vann sigur á mótinu árin 2005 og 2008 sagði mótherja sinn hafa spilað afar vel og djarft. „Hann virtist ekki finna fyrir pressu á mikilvægum augnablikum. Ég var hins vegar nokkuð óheppinn í dag, finnst ykkur ekki?" Roger Federer er kominn í 3. umferð þar sem hann mætir Jo-Wilfeid Tsonga. Kapparnir mættust í átta manna úrslitum á Wimbledon þar sem Tsonga hafði betur í mögnuðum fimm setta leik. Novak Djokovic er einnig kominn í 3. umferð. Wozniacki ver ekki titil sinnHin danska Caroline Wozniacki, sem sigraði á mótinu í fyrra, er dottinn úr leik. Hún tapaði 4-6, 5-7 gegn Robertu Vinci frá Ítalíu. Vinci er í 22. sæti heimslistans. „Það er ekki gaman að tapa en það er lítið sem ég get gert í því núna, nema æfa og reyna að bæta mig," sagði Wozniacki en leikurinn fór fram við erfiðar aðstæður. „Þetta var afar erfitt, sérstaklega í byrjun vegna vindsins. Þegar maður kastaði boltanum upp í uppgjöfinni þá sveif hann út um allt sem gerði okkur erfitt fyrir," sagði sú danska. Serena Williams og Wimbledon-meistarinn Petra Kvitova komust í 3. umferð mótsins. Erlendar Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sjá meira
Spánverjinn Rafael Nadal og Caroline Wozniacki frá Danmörku duttu óvænt úr leik í 2. umferð kanadíska meistaramótsins í tennis. Andy Murray var sömuleiðis sleginn út í 2. umferð í fyrradag. Nadal, sem spilaði sinn fyrsta leik síðan hann tapaði í úrslitum Wimbledon gegn Novak Djokovic í júlí, var í góðum málum eftir fyrsta settið gegn Ivan Dodig frá Króatíu. Hann náði hins vegar ekki að fylgja eftir 6-1 sigri sínum í settinu því hann tapaði næstu tveimur, báðum í oddalotu. Úrslitin 1-6, 7-6 og 7-6. Dodig, sem er í 41. sæti heimslistans var í skýjunum með sigurinn. „Þetta er stærsta stundin í lífi mínu," sagði Dodic sem fór hamförum í uppgjöfum og náði 19 ásum. Nadal, sem vann sigur á mótinu árin 2005 og 2008 sagði mótherja sinn hafa spilað afar vel og djarft. „Hann virtist ekki finna fyrir pressu á mikilvægum augnablikum. Ég var hins vegar nokkuð óheppinn í dag, finnst ykkur ekki?" Roger Federer er kominn í 3. umferð þar sem hann mætir Jo-Wilfeid Tsonga. Kapparnir mættust í átta manna úrslitum á Wimbledon þar sem Tsonga hafði betur í mögnuðum fimm setta leik. Novak Djokovic er einnig kominn í 3. umferð. Wozniacki ver ekki titil sinnHin danska Caroline Wozniacki, sem sigraði á mótinu í fyrra, er dottinn úr leik. Hún tapaði 4-6, 5-7 gegn Robertu Vinci frá Ítalíu. Vinci er í 22. sæti heimslistans. „Það er ekki gaman að tapa en það er lítið sem ég get gert í því núna, nema æfa og reyna að bæta mig," sagði Wozniacki en leikurinn fór fram við erfiðar aðstæður. „Þetta var afar erfitt, sérstaklega í byrjun vegna vindsins. Þegar maður kastaði boltanum upp í uppgjöfinni þá sveif hann út um allt sem gerði okkur erfitt fyrir," sagði sú danska. Serena Williams og Wimbledon-meistarinn Petra Kvitova komust í 3. umferð mótsins.
Erlendar Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sjá meira