Ótrúleg meðalþyngd úr Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 10. ágúst 2011 17:41 Steingrímur Stefánsson með "lítinn" lax úr Laxá Meðallengd veiddra laxa á Nesveiðum fram til þessa er 84 sentimetrar. Í morgun veiddist 26 punda lax í Presthyl auk þess sem nokkrir "smærri" veiddust. Menn eru hættir að kippa sér upp við laxa um eða yfir 20 pund í Aðaldalnum. Í morgun fékkst þriðji risinn á þremur dögum þegar að nýlegum 26 punda laxi var landað í hinum rómaða stórlaxastað, Presthyl. Var það þriðja daginn í röð sem að lax yfir 23 pundum veiddist. Athygli vekur ótrúleg meðallengd laxa fram til þessa. Lítið ber á smálaxi og þó svo að nokkrir þeirra séu skráðir til bókar þá er meðallengd veiddra laxa 85 sentimetrar. Ekki ber þó öllum gæfa til að landa þessum skepnum, því í gær sleit einn flugulínuna við taumasamskeitin, og annar sleit tuttugu punda taum veiðimanns í Prestyl í kvöld. Mikið virðist vera að löxum í yfirstærð þetta sumarið. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Jólahús SVFR föstudaginn 2. des Veiði
Meðallengd veiddra laxa á Nesveiðum fram til þessa er 84 sentimetrar. Í morgun veiddist 26 punda lax í Presthyl auk þess sem nokkrir "smærri" veiddust. Menn eru hættir að kippa sér upp við laxa um eða yfir 20 pund í Aðaldalnum. Í morgun fékkst þriðji risinn á þremur dögum þegar að nýlegum 26 punda laxi var landað í hinum rómaða stórlaxastað, Presthyl. Var það þriðja daginn í röð sem að lax yfir 23 pundum veiddist. Athygli vekur ótrúleg meðallengd laxa fram til þessa. Lítið ber á smálaxi og þó svo að nokkrir þeirra séu skráðir til bókar þá er meðallengd veiddra laxa 85 sentimetrar. Ekki ber þó öllum gæfa til að landa þessum skepnum, því í gær sleit einn flugulínuna við taumasamskeitin, og annar sleit tuttugu punda taum veiðimanns í Prestyl í kvöld. Mikið virðist vera að löxum í yfirstærð þetta sumarið. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Opin fyrirlestur um hreindýraveiðar Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Góð fyrsta vika í veiðivötnum Veiði Erindi um stíflur og áhrif þeirra Veiði Jólahús SVFR föstudaginn 2. des Veiði