Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Valur Páll Eiríksson skrifar 3. september 2025 22:31 Almar Orri Atlason. Vísir/Hulda Margrét Almar Orri Atlason hefur notið sín vel á EM karla í körfubolta. Hann kom seint inn í hópinn við skrautlegar aðstæður. „Það er bara búið að vera mjög gaman. Þetta er góð reynsla en auðvitað eru nokkur svekkjandi úrslit og hlutir sem við hefðum viljað gera betur eða fóru ekki með okkur eins og vonast var til. Heilt yfir er maður ánægður með frammistöðuna og umhverfið og allt sem er í kringum okkur,“ segir Almar í samtali við Vísi. Klippa: Almar ræðir ferðalagið, tilfinningarússibanann og að sjá Doncic á gólfinu Hinn 21 árs gamli Almar Orri var ekki í upprunalegum lokahópi Íslands en var klár þegar kallið kom eftir að Haukur Helgi Pálsson þurfti að undirgangast aðgerð á barka og ljóst að hann gæti ekki tekið þátt. Almar var þá nýkominn yfir Atlantshafið til Bandaríkjanna og þurfti skyndilega að komast þaðan aftur til Evrópu aðeins degi síðar. Það vottaði fyrir flugþreytu. „Auðvitað var þetta skrýtið og fullt af mismunandi tilfinningum. En á endanum gerðist það sem mig langaði að gera; að vera á mótinu. Eftir að símtalið barst var maður vissulega kominn til Bandaríkjanna en maður setti þetta upp þannig að maður kæmist til Litáen og svo hingað. Maður er bara þakklátur fyrir það og gaman að það hafi tekist,“ segir Almar og bætir við: „Maður var svekktur fyrst og pirraður. Svo er maður kominn í eitthvað annað. Svo verður maður aftur rosalega glaður og spenntur. Maður flaug yfir allan heiminn og svaf eina nótt í Bandaríkjunum, en þetta er bara gaman.“ Almar nýtur sín þá vel í umhverfinu á EM, að vera innan um félaga sína í landsliðinu og ekki síður að sjá Luka Doncic spila leikinn við Ísland í gær. „Það er mjög lærdómsríkt að fylgjast með þeim sem hafa gert þetta áður, verið á þessu stigi og svo gaman að fylgjast með Luka Doncic og horfa á hann spila og sjá hvað hann gerir. Maður tekur þetta allt með sér og mætir tilbúnari og klárari á næstu mót sem við ætlum okkur á,“ segir Almar. Síðasti leikur Íslands á mótinu er við Frakka á morgun, og ekki um smá verkefni að ræða þar. „Frakkarnir hafa verið í hörkuleikjum við flest liðin og missa út einn sinn besta leikmann. En við verðum bara að mæta brattir og klárir og nota þetta sem tækifæri til að halda áfram. Þeir eru komnir áfram og við förum ekki áfram, en þá er bara hægt að gera eitthvað skemmtilegt og gera þetta eins vel og við getum,“ segir Almar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira
„Það er bara búið að vera mjög gaman. Þetta er góð reynsla en auðvitað eru nokkur svekkjandi úrslit og hlutir sem við hefðum viljað gera betur eða fóru ekki með okkur eins og vonast var til. Heilt yfir er maður ánægður með frammistöðuna og umhverfið og allt sem er í kringum okkur,“ segir Almar í samtali við Vísi. Klippa: Almar ræðir ferðalagið, tilfinningarússibanann og að sjá Doncic á gólfinu Hinn 21 árs gamli Almar Orri var ekki í upprunalegum lokahópi Íslands en var klár þegar kallið kom eftir að Haukur Helgi Pálsson þurfti að undirgangast aðgerð á barka og ljóst að hann gæti ekki tekið þátt. Almar var þá nýkominn yfir Atlantshafið til Bandaríkjanna og þurfti skyndilega að komast þaðan aftur til Evrópu aðeins degi síðar. Það vottaði fyrir flugþreytu. „Auðvitað var þetta skrýtið og fullt af mismunandi tilfinningum. En á endanum gerðist það sem mig langaði að gera; að vera á mótinu. Eftir að símtalið barst var maður vissulega kominn til Bandaríkjanna en maður setti þetta upp þannig að maður kæmist til Litáen og svo hingað. Maður er bara þakklátur fyrir það og gaman að það hafi tekist,“ segir Almar og bætir við: „Maður var svekktur fyrst og pirraður. Svo er maður kominn í eitthvað annað. Svo verður maður aftur rosalega glaður og spenntur. Maður flaug yfir allan heiminn og svaf eina nótt í Bandaríkjunum, en þetta er bara gaman.“ Almar nýtur sín þá vel í umhverfinu á EM, að vera innan um félaga sína í landsliðinu og ekki síður að sjá Luka Doncic spila leikinn við Ísland í gær. „Það er mjög lærdómsríkt að fylgjast með þeim sem hafa gert þetta áður, verið á þessu stigi og svo gaman að fylgjast með Luka Doncic og horfa á hann spila og sjá hvað hann gerir. Maður tekur þetta allt með sér og mætir tilbúnari og klárari á næstu mót sem við ætlum okkur á,“ segir Almar. Síðasti leikur Íslands á mótinu er við Frakka á morgun, og ekki um smá verkefni að ræða þar. „Frakkarnir hafa verið í hörkuleikjum við flest liðin og missa út einn sinn besta leikmann. En við verðum bara að mæta brattir og klárir og nota þetta sem tækifæri til að halda áfram. Þeir eru komnir áfram og við förum ekki áfram, en þá er bara hægt að gera eitthvað skemmtilegt og gera þetta eins vel og við getum,“ segir Almar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira