Ólafur: Okkur var refsað grimmilega fyrir allt sem við gerðum illa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2011 22:40 Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari. Mynd/Anton Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, var allt annað en sáttur með tapleik íslenska landsliðsins í Ungverjalandi í kvöld. Íslenska liðið tapaði 0-4 fyrir Ungverjum og hefur aldrei tapað stærra undir hans stjórn. „Þetta var alls ekki gott. Okkur var refsað grimmilega fyrir allt sem við gerðum illa," sagði Ólafur en lokakafli íslenska liðsins í leiknum var skelfilegur. „Það dregur auðvitað af mönnum þegar staðan er orðin 3-0 og 4-0. Það er líka oft þannig í þessum æfingaleikjum þegar búið er að skipta inn á fjórum til sex mönnum þá dettur oft takturinn úr leik. Það gerði það svo sannarlega hjá okkur. Tapið er mjög slæmt, það er ljóst," sagði Ólafur. Íslenska liðið gaf Ungverjum fyrsta markið á 32. mínútu en Ungverjar bættu síðan við öðru marki á lokamínútu fyrir hálfleiksins. „Ég held að markið rétt fyrir leikhlé hafi verið okkur mjög erfitt því mér fannst þeir ekki vera að skapa sér neitt mikið í fyrri hálfleik og leikurinn var þá í þokkalegu jafnvægi. Auðvitað var slæmt að fá annað markið á sig þar sem við náðum ekki einu sinni að taka miðju," sagði Ólafur. „Við töluðum um það í hálfleik að gefast ekki upp og okkur fannst hlutirnir vera að ganga þannig að fyrst að þeir gátu gert tvö mörk á okkur í fyrri hálfeik þá ættum við alveg að geta það líka í seinni hálfleik. Við ætluðum að mæta þeim grimmir í seinni hálfleik og gerðum það ágætlega. Því miður ekki það ekki lengra en það," sagði Ólafur. „Það eru líka vonbrigði að við fengum engin færi í leiknum. Það sem vantar er að klára okkar sóknir. Ég spilaði bara með einn varnarsinnaðan miðjumann og það eru því ákveðin vonbrigði að við skyldum ekki skapa okkur fleiri færi," sagði Ólafur. „Það er slæmt að tapa og það fer á sálina á mönnum þegar hlutirnir ganga ekki upp. Það er bara staðreynd. Þetta lítur ekki vel út og auðvitað fer þetta líka á sálina hjá mér. Þegar liðinu gengur ekki vel þá er baulað á þjálfarana og við vitum það og þekkjum það," sagði Ólafur aðspurður um stöðu sína með liðið. Íslenski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, var allt annað en sáttur með tapleik íslenska landsliðsins í Ungverjalandi í kvöld. Íslenska liðið tapaði 0-4 fyrir Ungverjum og hefur aldrei tapað stærra undir hans stjórn. „Þetta var alls ekki gott. Okkur var refsað grimmilega fyrir allt sem við gerðum illa," sagði Ólafur en lokakafli íslenska liðsins í leiknum var skelfilegur. „Það dregur auðvitað af mönnum þegar staðan er orðin 3-0 og 4-0. Það er líka oft þannig í þessum æfingaleikjum þegar búið er að skipta inn á fjórum til sex mönnum þá dettur oft takturinn úr leik. Það gerði það svo sannarlega hjá okkur. Tapið er mjög slæmt, það er ljóst," sagði Ólafur. Íslenska liðið gaf Ungverjum fyrsta markið á 32. mínútu en Ungverjar bættu síðan við öðru marki á lokamínútu fyrir hálfleiksins. „Ég held að markið rétt fyrir leikhlé hafi verið okkur mjög erfitt því mér fannst þeir ekki vera að skapa sér neitt mikið í fyrri hálfleik og leikurinn var þá í þokkalegu jafnvægi. Auðvitað var slæmt að fá annað markið á sig þar sem við náðum ekki einu sinni að taka miðju," sagði Ólafur. „Við töluðum um það í hálfleik að gefast ekki upp og okkur fannst hlutirnir vera að ganga þannig að fyrst að þeir gátu gert tvö mörk á okkur í fyrri hálfeik þá ættum við alveg að geta það líka í seinni hálfleik. Við ætluðum að mæta þeim grimmir í seinni hálfleik og gerðum það ágætlega. Því miður ekki það ekki lengra en það," sagði Ólafur. „Það eru líka vonbrigði að við fengum engin færi í leiknum. Það sem vantar er að klára okkar sóknir. Ég spilaði bara með einn varnarsinnaðan miðjumann og það eru því ákveðin vonbrigði að við skyldum ekki skapa okkur fleiri færi," sagði Ólafur. „Það er slæmt að tapa og það fer á sálina á mönnum þegar hlutirnir ganga ekki upp. Það er bara staðreynd. Þetta lítur ekki vel út og auðvitað fer þetta líka á sálina hjá mér. Þegar liðinu gengur ekki vel þá er baulað á þjálfarana og við vitum það og þekkjum það," sagði Ólafur aðspurður um stöðu sína með liðið.
Íslenski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira