Fleiri fréttir

Joe Hart fyrstur til að halda hreinu á móti Chelsea

Vandræði Chelsea héldu áfram í dag þegar liðið náði aðeins markalausu jafntefli á móti Birmingham í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Birmingham-liðið sýndi í þessum leik að það er engin tilviljun að liðið sé í 7. sæti deildarinnar.

Ancelotti: Hleyp nakinn í snjónum ef við kaupum nýjan framherja

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, fullvissaði fjölmiðlamenn um það að Chelsea myndi ekki kaupa nýjan framherja í janúar þótt að Nicolas Anelka sé meiddur og þeir Didier Drogba og Salomon Kalou á leiðinni í Afríkukeppnina í heilan mánuð. Chelsea er að spila við Birmingham þessa stundina.

Síðasti leikur Didier Drogba og Salomon Kalou í bili

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, fær í dag síðasta tækifærið til þess að nota Fílabeinsstrandarframherjana Didier Drogba og Salomon Kalou áður en þeir fljúga heima til þess að taka þátt í Afríkukeppni landsliða í næsta mánuði.

Einvígi Kobe Bryant og LeBron James í kvöld

Leik Los Angeles Lakers og Cleveland Cavaliers í kvöld er beðið með mikilli eftirvæntingu. Þar mætast tveir bestu körfuboltamenn í heiminum í dag, um það verður varla deilt.

Scolari efstur á óskalista Juventus?

Luiz Felipe Scolari er nú sagður efstur á óskalista Juventus til að taka við knattspyrnuliði félagsins ákveði það að reka Ciro Ferreira eftir afleitt gengi undanfarið.

Sjáðu bestu mörkin úr þýska handboltanum

Rúnar Kárason átti eitt fimm bestu marka þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta nýverið og undanfarið hafa Íslendingar komið oft við sögu í bestu mörkunum.

Pandev færist nær Inter

Fjölmiðlar á Ítalíu er þess fullvissir um að Goran Pandev muni skrifa undir hjá Inter á næstu dögum. Hann losnaði undan samningi hjá Lazio í vikunni.

Michael Schumacher ætlar sér titilinn strax

Michael Schumacher ætlar ekkert að gefa eftir í Formúlu 1 á næsta ári en hann hefur gert þriggja ára samning við Mercedes sem kunnugt er. Hann ætlar sér einfaldlega titilinn.

Benítez: Gerrard vill bæta sig

Rafael Benítez viðurkennir að hann hafi rætt sérstaklega við Steven Gerrard vegna leikforms fyrirliðans. Gerrard hefur oft leikið betur en Liverpool hefur sem kunnugt er átt afleitu gengi að fagna á tímabilinu.

Redknapp vill Bellamy en selur ekki Keane

Robbie Keane verður ekki seldur frá Tottenham í janúar. Eitt ár er síðan Keane fór aftur til félagsins eftir misheppnaða dvöl hjá Liverpool en er ekki fastur byrjunarliðsmaður í liðinu, þrátt fyrir að bera fyrirliðabandið.

Roy Keane: Hughes er betur settur án City

Roy Keane stjóri Ipswich segir að vinur sinn Mark Hughes hafi gert mistök með því að fara til Manchester City. Félagarnir spiluðu saman hjá Manchester United á sínum tíma og vegna tengslanna við Old Trafford er þetta skoðun Keane.

Vippaði í stöngina og inn af kantinum

Það eru mörg glæsileg mörk skoruð um gjörvallan heim í viku hverri. Eitt þeirra fallegasta og skemmtilegasta sást í þýsku 1. deildinni.

Zola gæti misst sína bestu menn í janúar

Gianfranco Zola, stjóri West Ham, viðurkennir að hann gæti þurft að selja helstu stjörnur félagsins í næsta félagaskiptaglugga. Það þýðir strax núna í janúar en framtíð lykilmannanna ræðst af fjárhagsstöðu félagsins.

Wenger: Síðustu fjögur ár mín bestu hjá Arsenal

Arsenal hefur ekki unnið titil síðan árið 2005 þegar það vann FA bikarinn. Samt sem áður segir Arsene Wenger að síðustu fjögur árin hafi verið þau gjöfulustu fyrir hann hjá félaginu.

Bergur og Ásdís sköruðu fram úr í frjálsum

Bergur Ingi Pétursson og Ásís Hjálmsdóttir voru valin af stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands sem frjálsíþróttafólk ársins 2009. Bergur er úr FH en Ásdís úr Ármanni. Bæði eru 24 ára gömul.

Ronaldinho fór útaf fyrir son Romario

Ronaldinho var hylltur á heimaslóðum nýverið þegar hann hélt sýningarleik heima í Brasilíu. Kappinn skoraði í leiknum og var pressað á Dunga landsliðsþjálfara að velja Ronaldinho aftur í landslið Brasilíu.

Jagielka vonast til að snúa aftur í janúar

Phil Jagilelka er vongóður um að snúa til baka í næsta mánuði eftir langa veru á hliðarlínunni vegna meiðsla. Varnarmaðurinn meiddist á hné gegn Manchester City í apríl síðastliðnum.

Suarez með sex í 14-1 sigri Ajax

Luis Suarez skoraði hvorki meira né minna en sex mörk í rótbursti Ajax gegn WHC í hollensku bikarkeppninni í gær. Ajax hefur unnið keppnina sautján sinnum.

Mourinho: Við erum bestir

Portúgalinn Jose Mourinho, þjálfari Inter, er afar bjartsýnn á að hans lið muni verja ítalska meistaratitilinn á þessari leiktíð.

Ferguson sagður vilja fá Guardiola í sinn stað

Það er mikið rætt og ritað um framtíð Pep Guardiola, þjálfara Barcelona, þessa dagana. Þó svo hann hafi unnið alla sex bikarana sem voru í boði í ár er ekki enn frágengið að hann verði áfram með Barcelona eftir tímabilið. Samningur hans rennur út næsta sumar.

Alexander afgreiddi Lemgo

Alexander Petersson átti sannkallaðan stórleik fyrir Flensburg í kvöld er liðið lagði Lemgo, 23-24, og endurheimti þriðja sæti deildarinnar. Lemgo í áttunda sætið eftir tapið á heimavelli.

Kiel tapaði óvænt og missti toppsætið

Íslendingaliðið Kiel missti í kvöld toppsæti sitt í þýska handboltanum í ansi langan tíma. Liðið tapaði þá sínum fyrsta leik í vetur og það gegn Balingen sem er ekki sérstaklega hátt skrifað.

Newcastle vill ekki selja Carroll

Mick McCarthy, stjóri Wolves, hefur útilokað að félagið muni kaupa sóknarmanninn Andy Carroll frá Newcastle þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar næstkomandi.

Ráðning Levein staðfest: Draumur að rætast

Craig Levein var í kvöld staðfestur sem nýr landsliðsþjálfari. Útlit var fyrir að fresta þyrfti blaðamannafundinum þar sem Levein komst ekki langt vegna ófærðar.

Donovan og Diouf komnir með vinnuleyfi

Þeir Landon Donovan og Mame Biram Diouf eru báðnir komnir með vinnuleyfi í Englandi og geta því spilað með liðum sínum í ensku úrvalsdeildinni á nýju ári.

Sjá næstu 50 fréttir