Fótbolti

Vippaði í stöngina og inn af kantinum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Sandor í baráttunni.
Sandor í baráttunni. Nordicphotos/GettyImages
Það eru mörg glæsileg mörk skoruð um gjörvallan heim í viku hverri. Eitt þeirra fallegasta og skemmtilegasta sást í þýsku 1. deildinni.

Það skoraði markahrellirinn Sandor Torghelle. Ungverjinn knái spilaði eitt sinn með Crystal Palace og skoraði í landsleik gegn Íslandi árið 2004.

Hann spilar nú með FC Augsburg og skoraði frábært mark gegn Kaiserslautern. Hann vippaði þá boltanum yfir markmanninn í stöngina og inn af 40 metra færi utan af kanti.

Snyrtilega gert hjá snyrtilegum manni. Markið má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×