Fótbolti

Roy Keane: Hughes er betur settur án City

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Mark Hughes.
Mark Hughes. Nordicphotos/GettyImages
Roy Keane stjóri Ipswich segir að vinur sinn Mark Hughes hafi gert mistök með því að fara til Manchester City. Félagarnir spiluðu saman hjá Manchester United á sínum tíma og vegna tengslanna við Old Trafford er þetta skoðun Keane.

Hughes var rekinn frá City eftir átján mánuði við stjörnvölin.

„Ég er eðlilega vonsvikinn fyrir hans hönd,“ sagði Keane við Sky. „Ég er á því að þegar þú ert hjá klúbbi eins og United, eins og Sparky var á ferlinum, þá áttu ekki að fara til félags eins og City. Ég held að þú ættir að reyna að fá vinnu annarsstaðar. Sparky er betur settur án félagsins,“ sagði Keane og bætti við að Hughes yrði ekki í vandræðum með að finna sér nýja vinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×