Fótbolti

Benítez: Gerrard vill bæta sig

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Svona getum við bætt okkur...
Svona getum við bætt okkur... Nordicphotos/GettyImages
Rafael Benítez viðurkennir að hann hafi rætt sérstaklega við Steven Gerrard vegna leikforms fyrirliðans. Gerrard hefur oft leikið betur en Liverpool hefur sem kunnugt er átt afleitu gengi að fagna á tímabilinu.

Enskir fjölmiðlar kalla fund stjórans og fyrirliðans krísufund. Líklega þar sem Liverpool er í ákveðinni krísu vegna formsins og það þarf að bæta sig. Stjórinn og fyrirliðinn leiða ákvarðanartöku hvernig úr því skal bætt.

Liverpool tekur á móti Úlfunum á morgun en liðið hefur aðeins unnið fjóra af síðustu sautján leikjum, en næst á eftir koma risaleikir gegn Aston Villa og Tottenham, sem keppa við Liverpool um Meistaradeildarsæti.

Gerrard hefur átt í vandræðum vegna meiðsla en Benítez horfir eðlilega til fyrirliðans og Fernando Torres að kveikja líf í liðinu.

Steven veit að hann þarf að bæta sig og fyrir mér er það mjög jákvætt. Hann veit að hann er mikilvægur leikmaður fyrir okkur og við erum að fara yfir tölfræði og hann er að standa sig mun betur núna. Í síðasta leik spilaði hann ekki vel en það gerist í einum og einum leik. Hann veit að hann er að bæta sig líkamlega og aðalatriðið núna er sjálfstraustið.“

„Ég var að tala við hann í þessari viku um hvernig við getum bætt okkur. Hann vill gefa meira af sér. Ég er 100% viss um að hann vill það. Hann er fyrirliðinn og hann er mikilvægur liðinu og félaginu. Hann er maður sem vill berjast og vill bæta sig.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×