Fótbolti

Tuttugu leikir eftir í ensku úrvalsdeildinni á árinu

Hjalti Þór Hreinson skrifar
Aquilani verður í byrjunarliði Liverpool gegn Úlfunum.
Aquilani verður í byrjunarliði Liverpool gegn Úlfunum. Nordicphotos/GettyImages

Þrátt fyrir að stutt sé í árið 2010 eiga enn 20 leikir eftir að fara fram í ensku úrvalsdeildinni. Heil umferð fer fram um helgina og önnur umferð síðustu tvo daga ársins.

Chelsea verður án fjögurra leikmanna á morgun, Michael Essien, Nocilas Anelka og Jose Bosingwa auk Deco. Liðið trónir enn á toppi deildarinnar og sækir Birmingham heim á morgun og tekur svo á móti Fulham tveimur dögum síðar.

Manchester United kemur þar á eftir en liðið mætir Hull á útivelli á sunnudaginn og tekur svo á móti Wigan.

Alberto Aquilani byrjar gegn Wolves á morgun fyrir Liverpool en Javier Mascherano afplánar leikbann. Líklegt er að Dirk Kuyt verði hvíldur í leiknum.

Hér fyrir neðan má sjá jóladagskrá ensku úrvalsdeildarinnar.

26. desember

Birmingham v Chelsea, 12:45

Burnley v Bolton, 14:00

Fulham v Tottenham, 13:00

Liverpool v Wolverhampton, 17:30

Man City v Stoke, 15:00

Sunderland v Everton, 15:00

West Ham v Portsmouth, 13:00

Wigan v Blackburn, 15:00

27. desember:

Arsenal v Aston Villa, 13:30

Hull v Man Utd, 16:00

28. desember:

Blackburn v Sunderland, 15:00

Chelsea v Fulham, 15:00

Everton v Burnley, 15:00

Stoke v Birmingham, 15:00

Tottenham v West Ham, 12:45

Wolverhampton v Man City, 19:45

29. desember:

Aston Villa v Liverpool, 19:45

Bolton v Hull, 20:00

30. desember:

Man Utd v Wigan, 20:00

Portsmouth v Arsenal, 19:45




Fleiri fréttir

Sjá meira


×