Fótbolti

Ronaldo fékk yfir 100 milljónir fyrir að skreppa til Úsbekistan

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
FC Bunyodkor, frægasta knattspyrnufélagið í Úsbekistan, borgaði Cristiano Ronaldo 600 þúsund evrur nýlega til að sýna listir sínar fyrir framan áhorfendur. Upphæðin er yfir 100 milljónir króna.

Ronaldo sýndi sig meðal annars í knattleikni gegn ungum pilti þar sem þeir skiptast á að leika sér og senda boltann á milli. Ofanritaður er ekki frá því að boltastrákurinn standi sig betur.

Félagið hefur skapað sér nafn í heimsfótboltanum, ekki síst eftir að Felipe Scolari stýrði því. Auk þess er Rivaldo að mála hjá félaginu.

Sjá má Ronaldo leika sér með stráknum í Úsbekistan hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×