Enski boltinn

Johnson hjá Birmingham: Spenntur fyrir stóra prófinu á móti Drogba

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roger Johnson sést hér fagna marki.
Roger Johnson sést hér fagna marki. Mynd/AFP

Roger Johnson getur ekki beðið eftir að fá tækifæri til að prufa sig á móti toppliði Chelsea en Birmingham City fær lærisveina Carlos Ancelotti í heimsókn í hádegisleiknum í dag. Roger Johnson var alinn upp sem stuðningsmaður Chelsea-liðsins.

„Drogba er að spila rosalega vel og hann lætur hafa fyrir sér. Ég er sjálfur aðdáandi Chelsea-liðsins og það er stórt próf að mæta besta framherja heims," sagði Johnson sem er 26 ára og 191 sm miðvörður.

„Ég hef aldrei spilað á móti Drogba áður svo ég byggi mat mitt á því sem ég hef séð og hann lætur miðverðina alltaf hafa fyrir hlutunum. Hann hefur styrk, hreyfanleika, sprengikraft og skapar mörg vandamál með skallagetu sinni," segir Johnson.

Roger Johnson segist fara að horfa á Chelsea-liðið spila þegar hann fær frí. „Ég er búinn að stefna á það að spila á móti þeim síðan að ég gerðist atvinnumaður sextán ára. Ég átti ársmiða hjá Chelsea frá þriggja til þrettán ára aldurs," sagði Johnson.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×