Fótbolti

"Ég hljóp eins og sítróna" - Bestu ummæli áratugarins

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Meistari Bobby Robson.
Meistari Bobby Robson. Nordicphotos/GettyImages
Mörg stórkostleg ummæli falla á hverju ári, ekki bara í heimi knattspyrnunnar. BBC tók saman bestu ummæli áratugarins sem nú er að ljúka.

Hér eru nokkur dæmi:

Bobby Robson, aðspurður hvað hann vildi gera ef hann væri ekki knattspyrnustjóri: "Ég gæfi hægri handlegginn fyrir að vera píanisti"

George Best um David Beckham: "Hann getur ekki sparkað með vinstri, hann getur ekki skallað boltann, hann getur ekki tæklað og skorar ekki mörg mörk. Utan þess er hann ágætur."

Daniel Caines hlaupari eftir slaka frammistöðu: "Ég hljóp eins og sítróna og sítrónur hlaupa ekki."

"Hver vann" spurði Lennox Lewis eftir að hafa verið rotaður af Hasim Rahman.

Smelltu hér til að lesa meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×