Fótbolti

Zola gæti misst sína bestu menn í janúar

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Zola.
Zola. Nordicphotos/GettyImages
Gianfranco Zola, stjóri West Ham, viðurkennir að hann gæti þurft að selja helstu stjörnur félagsins í næsta félagaskiptaglugga. Það þýðir strax núna í janúar en framtíð lykilmannanna ræðst af fjárhagsstöðu félagsins.

„Auðvitað viltu halda bestu mönnunum en ég veit ekki hvað gerist í næsta mánuði," sagði Zola sem vonast til að halda í Rob Green, Matthew Upson, Scott Parker og Carlton Cole.

„Aðalatriðið eru leikirnir framundan, afgangurinn er ekki í mínum verkahring."

Green er þó einna líklegastur til að fara, hann var meðal annars orðaður við Manchester United. Cole hefur verið orðaður við fleiri félög, meðal annars Liverpool.

Matthes Upson er annar, hann er á óskalista Tottenham, sem þarf þó að selja til að kaupa. Það ætti ekki að vera vandamál þar sem David Bentley og Roman Pavlyuchenko eru báðir á sölulista.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×