Fleiri fréttir

Fabregas dreymir um Barcelona

Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal sagði í viðtali við útvarpsstöð í heimalandi sínu að hann ætli sér að skoða sín mál eftir leiktímabilið.

Þórir: Sum félög eiga í vandræðum

Blóðugur niðurskurður er framundan í íþróttahreyfingunni. Framkvæmdastjóri KSÍ sagði í fréttum Stöðvar 2 að sum íþróttafélög ættu í vandræðum en KSÍ standi ágætlega og eigi engin hlutabréf.

Þjálfari Brann hættir eftir tímabilið

Mons Ivar Mjelde mun hætta sem þjálfari norska liðsins Brann eftir tímabilið. Þetta var ákvörðun stjórnar félagsins þar sem gengi liðsins hefur ekki verið eftir væntingum.

Fram og Fjölnir skoða sameiningu

Íþróttafélögin Fram og Fjölnir skoða þann möguleika að sameinast í eitt íþróttafélag. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vefsíðu Fram en tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan:

Skrtel gæti snúið aftur fyrir jól

Meiðsli varnarmannsins Martin Skrtel hjá Liverpool eru ekki eins slæm og óttast var í fyrstu. Ljóst er að hann þarf ekki að gangast undir aðgerð á hné og gæti snúið aftur á knattspyrnuvöllinn fyrir jól.

Palacios orðaður við Man Utd

Ensku götublöðin segja að Manchester United hyggist gera tilboð í Wilson Palacios, leikmann Wigan. Sir Alex Ferguson er talinn vera mjög hrifinn af þessum 24 ára miðjumanni.

Þjálfaraskipti hjá Recreativo Huelva

Spænska liðið Recreativo Huelva skipti í dag um þjálfara. Maolo Zambrano var rekinn úr starfi vegna dapurs árangurs að undanförnu en Lucas Alcaraz tekur við starfi hans.

Skallagrímur að missa þjálfarann

Hafsteinn Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms, segir að mestar líkur séu á því að erlendir leikmenn félagsins verði sendir heim.

18 mót í Formúlu 1 á næsta ári

FIA gaf í dag út dagatal fyrir Formúlu 1 mótaröðina á næsta ári. Átjan mót verða á dagskrá og nýr mótsstaður í Abu Dhabi verður í lok ársins.

Toppliðin í körfunni uggandi

„Það er ekki ósennilegt að erlendir leikmenn okkar verði látnir fara eins og annars staðar,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur.

FSu í góðri stöðu

Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari FSu, segir að liðið standi mjög vel hvað varðar það umrót sem hefur átt sér stað í körfuboltahreyfingunni undanfarna daga.

Hallgrímur til GAIS á reynslu

Hallgrímur Jónasson, leikmaður Keflavíkur, mun halda til Svíþjóðar um helgina og æfa með úrvalsdeildarfélaginu GAIS.

Að gefnu tilefni

Það skal skýrt tekið fram að Sinisa Kekic tengist á engan hátt fréttaflutningi af meintri hagræðingu úrslits í leik HK og Grindavíkur.

Fall Landsbankans hefur ekki áhrif á West Ham

Eftir því sem kemur fram á BBC hefur fall Landsbankans ekki áhrif á stöðu West Ham en Björgólfur Guðmundsson, fyrrum formaður bankaráðs Landsbankans og einn af aðaleigendum bankans, er eigandi West Ham.

Agger ætlar að nýta tækifærið

Daniel Agger er ánægður með að fá tækifæri í byrjunarliði Liverpool á nýjan leik en sagði að ástæður þess séu allt annað en af hinu góða.

HK gat ekki staðfest ásakirnar

Samkvæmt yfirlýsingu sem birtist á heimasíðu HK í dag var ekki hægt að staðfesta þær ásakanir um að leikmaður félagsins hafi reynt að hagræða úrslitum leiks HK og Grindavíkur í sumar.

Ekki hægt að segja upp öllum útlendingum fyrir norðan

Þjálfarar Tindastóls og Þórs í Iceland Express-deild karla segja það ómögulegt að segja upp öllum þeim erlendu leikmönnum sem eru á mála hjá félögunum. Þó er staða Cedric Isom hjá Þór sé tryggð.

Ferrari breytir um herfræði í lokamótunum

Ferrari hefur ákveðið að hætta notkun ljósabúnaðar sem átti þátt í því að Felipe Massa fékk engin stig í síðasta móti. Mikil hætta skapaðist þegar þjónustumaður gerði mistök og ræsti Massa af stað þó þjónusuhléi væri ekki lokið.

Blikar segja upp erlendum leikmönnum

Körfuknattleiksdeild Breiðabliks hefur ákveðið, rétt eins og ÍR og Snæfell, að segja upp samningum þeirra erlendu leikmanna sem eru á mála hjá félaginu.

Hermann og félagar fengu AC Milan

Dregið var í riðlakepppni UEFA-bikarkeppninnar í dag og lentu Hermann Hreiðarsson og félagar í Portsmouth í riðli með ítölsku risunum í AC Milan.

Allardyce gagnrýnir Ashley

Sam Allardyce, fyrrum stjóri Newcastle, segir að Mike Ashley, eigandi félagsins, hafi aðeins keypt Newcastle til að hagnast á því.

Óskar Bjarni: Synd að annað liðið þurfti að detta út

„Þetta var algjörlega okkar leikur og við áttum aldrei að hleypa spennu í þetta undir lokin," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigur á HK í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins. Valur vann 27-26.

Íslendingaliðin í Svíþjóð unnu

Íslendingaliðin Gautaborg og GAIS unnu leiki sína í sænska boltanum í kvöld. Gautaborg vann Hammarby 2-0 á meðan GAIS vann 1-0 útisigur gegn Norrköping.

Brann komst í 2-0 en tapaði

Íslendingaliðið Brann tapaði 3-2 fyrir Molde í norska boltanum í kvöld. Brann komst í 2-0 í leiknum en þrjú mörk frá Molde í seinni hálfleik færðu þeim stigin þrjú.

Valur vann HK með einu marki

Valur komst í kvöld áfram í Eimskips-bikarnum í handbolta með því að leggja HK að velli í sannkölluðum stórleik. Leikurinn endaði 27-26.

Samningar við Luka Kostic ekki endurnýjaðir

Luka Kostic er hættur þjálfun U17 og U21 landsliða Íslands í fótbolta. Í tilkynningu frá KSÍ segir að samkomulag hafi náðst um að endurnýja ekki ráðningarsamninga við hann sem renna út á þessu ári.

Helgin á Englandi - Myndir

Hull heldur áfram að koma á óvart í enska boltanum en liðið vann Tottenham um helgina. Þá vann Liverpool glæsilegan sigur á Manchester City eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

Del Piero: Menn ákveðnir að rétta skútuna við

Alessandro Del Piero segir að leikmenn Juventus séu ákveðnir í að snúa við slæmu gengi liðsins. Hann segir að menn ætli að standa saman til að fleiri stig fari að koma í hús.

Capello hefur ekki lokað hurðinni á Owen

Michael Owen, sóknarmaður Newcastle, var ekki valinn í landsliðshóp Fabio Capello sem mætir Kazakhstan og Hvíta Rússlandi. Þrátt fyrir það hefur Capello ekki lokað hurðinni á Owen.

Hannes og Ívar aftur heim

Hannes Þór Halldórsson og Ívar Björnsson, leikmenn Fram, eru komnir aftur til Íslands eftir að hafa dvalist við æfingar hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Viking.

Robben ekki með Hollandi gegn Íslandi

Arjen Robben missir af næstu tveimur landsleikjum Hollands, gegn Íslandi og Noregi, vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Real Madrid og Espanyol í gær.

Jóhannes Karl virðir ákvörðun Ólafs

Jóhannes Karl Guðjónsson virðir ákvörðun Ólafs Jóhannessonar landsliðsþjálfara sem hefur ekki valið hann í landsliðið á undanförnum mánuðum.

Pólverjar náðu sáttum við FIFA

Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, segir að pólska knattspyrnusambandið hafi náð sáttum við FIFA.

Markvörður dæmdur í sjö ára fangelsi

Luke McCormick, fyrrum markvörður enska B-deildarliðsins Plymouth, var í morgun dæmdur í 7 ára og fjögurra mánaða fangelsi fyrir að verða valdur dauða tveggja ungra drengja eftir að hafa ekið undir áhrifum áfengis.

Frumraun Arnars Darra með Lyn

Arnar Darri Pétursson, markvörður hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Lyn, leikur í dag sinn fyrsta leik með varaliði félagsins.

Umdeildur dómari á leik Hollands og Íslands

Ítalinn Matteo Trefoloni verður dómari leiks Hollands og Íslands í undankeppni HM 2010 um næstu helgi en hann komst nýverið í fréttirnar fyrir skrautlega dómgæslu.

Skrtel með sködduð krossbönd

Það mun koma í ljós á næsta sólarhring hversu lengi Martin Skrtel, varnarmaður Liverpool, verður frá. Hann meiddist í leik Liverpool og Manchester City í gær.

Sjá næstu 50 fréttir