Íslenski boltinn

Guðmundur Reynir á reynslu til Belgíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Reynir í leik með KR.
Guðmundur Reynir í leik með KR. Mynd/Anton

Guðmundur Reynir Gunnarsson, leikmaður KR, mun á morgun fara til Belgíu og æfa með úrvalsdeildarfélaginu Cercle Brugge til reynslu.

Þetta staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Guðmundar, í samtali við fótbolta.net í dag.

Arnar Þór Viðarsson leikur með Cercle Brugge sem er í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar eftir fyrstu sjö umferðirnar.

Guðmundur Reynir mun svo halda með liðsfélaga sínum hjá KR, Guðjóni Baldvinssyni, til reynslu hjá Lilleström í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×