Enski boltinn

Helgin á Englandi - Myndir

Elvar Geir Magnússon skrifar
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, horfir hér til himins.
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, horfir hér til himins.

Hull heldur áfram að koma á óvart í enska boltanum en liðið vann Tottenham um helgina. Þá vann Liverpool glæsilegan sigur á Manchester City eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

Ljósmyndarar Getty Images voru á öllum leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni og með því að smella á myndaalbúmið hér að neðan má rifja upp helgina í máli og myndum.

Joe Cole fær faðmlag frá Jose Bosingwa fyrir að koma Chelsea yfir gegn Aston Villa. Þeir bláklæddu unnu sannfærandi 2-0 sigur.
Joe Kinnear fylgdist með úr stúkunni þegar Newcastle náði stigi gegn Everton eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.
Liverpool sýndi mikinn karakter með því að vinna Manchester City eftir að hafa lent 2-0 undir. Dirk Kuyt fagnar hér sigurmarki sínu í uppbótartíma.
Martin Skrtel spyrnir í boltann í leiknum.
Skrtel þurfti síðan að yfirgefa völlinn á börum en hann er með skaddað krossband í hné og verður líklega frá í rúmlega hálft ár.
Geovanni fagnar með starfsmanni Hull eftir að liðið vann Tottenham. Geovanni skoraði eina mark leiksins en öskubuskuævintýri Hull virðist ekki ætla að taka enda.
Tottenham er áfram límt við botn deildarinnar. Heurelho Gomes, markvörðuyr Tottenham, heldur hér fyrir andlit sitt.
Frammistaða Robert Green gegn Bolton var grín. Hann gaf tvö mörk og sá til þess að West Ham tapaði.
Manchester United átti ekki í vandræðum með Blackburn og vann 2-0 sigur. Hér sjást leikmenn Englandsmeistarana fagna fyrra markinu.
Stjórarnir Sir Alex Ferguson og Paul Ince. Ince lék á sínum tíma undir stjórn Ferguson.
Sunderland komst yfir gegn Arsenal en í viðbótartíma náði Arsenal að jafna í 1-1 sem urðu lokatölur.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, horfir til himins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×