Enski boltinn

Capello hefur ekki lokað hurðinni á Owen

Elvar Geir Magnússon skrifar
Michael Owen.
Michael Owen.

Michael Owen, sóknarmaður Newcastle, var ekki valinn í landsliðshóp Fabio Capello sem mætir Kazakhstan og Hvíta Rússlandi. Þrátt fyrir það hefur Capello ekki lokað hurðinni á Owen.

Capello ákvað að velja Emile Heskey, Wayne Rooney, Peter Crouch og Jermain Defoe sem sóknarmenn í hópinn. Þegar hópurinn var tilkynntur fóru af stað sögur um að landsliðsferli Owen væri lokið.

„Fabio sagði réttilega að hurðinni væri ekki lokað á neinn leikmann. Það eru erfiðir tímar í gangi hjá Michael og öðrum leikmönnum Newcastle. Ég veit að Fabio er enn að fylgjast með honum og er með hann í huga," sagði Ray Clemence, sem er í þjálfaraliði Englands.

Enski landsliðshópurinn:

Markverðir: Scott Carson (WBA), Robert Green (West Ham), David James (Portsmouth).

Varnarmenn: Wayne Bridge (Chelsea), Wes Brown (Manchester United), Ashley Cole (Chelsea), Rio Ferdinand (Manchester United), Glen Johnson (Portsmouth), Joleon Lescott (Everton), John Terry (Chelsea), Matthew Upson (West Ham).

Miðjumenn: Gareth Barry (Aston Villa), David Beckham (Los Angeles Galaxy), Stewart Downing (Middlesbrough), Steven Gerrard (Liverpool), Jermaine Jenas (Tottenham), Frank Lampard (Chelsea), Theo Walcott (Arsenal), Shaun Wright-Phillips (Manchester City).

Framherjar: Peter Crouch (Portsmouth), Jermain Defoe (Portsmouth), Emile Heskey (Wigan), Wayne Rooney (Manchester United).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×