Enski boltinn

Fall Landsbankans hefur ekki áhrif á West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björgólfur Guðmundsson er hér til hægri.
Björgólfur Guðmundsson er hér til hægri. Nordic Photos / Getty Images

Eftir því sem kemur fram á BBC hefur fall Landsbankans ekki áhrif á stöðu West Ham en Björgólfur Guðmundsson, fyrrum formaður bankaráðs Landsbankans og einn af aðaleigendum bankans, er eigandi West Ham.

„Þetta hefur engin áhrif á West Ham," er haft eftir stjórnarmanni West Ham. „Ein af fjárfestingum Björgólfs Guðmundssonar er orðin að engu en hann stendur enn uppréttur og á margar aðrar fjárfestingar."

„West Ham er verndað af Björgólfi. Hann er mjög efnaður maður og flestar fjárfestingar eru í fyrirtækjum erlendis."

Um helgina var fullyrt að indverskur milljarðamæringur að nafni Anil Ambani hefði áhuga á að kaupa West Ham og að hann hefði fengið að vita að félagið væri falt fyrir 150 milljónir evra.

„West Ham er án nokkurs vafa ekki til sölu. Björgólfur ætlar ekki að selja félagið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×