Valur vann HK með einu marki Elvar Geir Magnússon skrifar 6. október 2008 19:18 Úr leik hjá Val fyrr á tímabilinu. Valur komst í kvöld áfram í Eimskips-bikarnum í handbolta með því að leggja HK að velli í sannkölluðum stórleik. Leikurinn endaði 27-26. HK-ingar byrjuðu betur í Vodafone-höllinni í kvöld en svo náðu Valsmenn tökunum og voru yfir 16-12 í hálfleik. Valsmenn virtust vera með leikinn í höndum sér í seinni hálfleik en undir lokin kom óvænt spenna. HK-ingar fóru hinsvegar illa með síða síðustu sókn þar sem þeir höfðu möguleika á því að jafna metin. Valur: Baldvin Þorsteinsson 8, Elvar Friðriksson 8 (2 víti), Ingvar Árnason 6, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 2, Hjalti Pálmason 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 17 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Valdimar Fannar Þórsson 6 (5 víti), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Einar Ingi Hrafnsson 4, Ásbjörn Stefánsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Gunnar Steinn Einarsson 3, Bjarki Már Gunnarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 15 (1 víti) Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má lesa hana hér að neðan. _______________________ 20:49 Valur - HK 27-26 (LEIK LOKIÐ)Það kom óvænt spenna í lokin. Valsmenn fóru í sókn á síðustu mínútunni en skot þeirra var varið. Það voru 20 sekúndur til leiksloka þegar HK fór í sóknina en Valdimar Fannar Þórsson átti misheppnaða sendingu á ögurstundu sem fór í innkast. Mikil spenna en Valsmenn komast áfram. 20:47 Valur - HK 27-25Valsmenn hafa ekki hleypt HK-ingum neitt nálægt sér í seinni hálfleik. Þrátt fyrir arfadapra byrjun þá virðist sem Hlíðarendapiltar séu að tryggja sér áfram. 20:43 Valur - HK 27-24Það eru tæpar fimm mínútur eftir af leiknum. 20:39 Valur - HK 26-22Við bendum á að haldið er utan um alla markaskorara neðst á síðunni. 20:33 Valur - HK 25-20Það þarf margt að breytast til að HK-ingar komist í gírinn. Ef þeir finna glufu þá reynist þeim alveg nægilega erfitt að koma boltanum framhjá Pálmari í markinu. 20:27 Valur - HK 23-17Eins og staðan er núna hafa Valsmenn öll tök á leiknum. Sóknarleikur þeirra er beinskeyttur og HK-ingar hafa fá svör. 20:19 Valur - HK 19-14Seinni hálfleikur er farinn af stað og Valsmenn halda sínu forskoti. 20:05 Valur - HK 16-12 (Hálfleikur)Það er kominn hálfleikur hér á Hlíðarenda. Baldvin Þorsteinsson skoraði tvö mikilvæg mörk fyrir Valsmenn hér undir blálok hálfleiksins. Heldur betur sveifla í þessum leik. Valur: Ingvar Árnason 6, Baldvin Þorsteinsson 6, Elvar Friðriksson 3, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 9 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Valdimar Fannar Þórsson 2 (2 víti), Einar Ingi Hrafnsson 2, Gunnar Steinn Einarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 8. 19:58 Valur - HK 13-10Pálmar Pétursson er í stuði í marki Valsmanna sem hafa skorað fimm mörk í röð og eru svo sannarlega með tökin þessa stundina. 19:55 Valur - HK 11-10Góður leikkafli hjá Val sem hefur skorað þrjú mörk í röð og er skyndilega með forystuna. HK tók leikhlé. 19:50 Valur - HK 8-10Munurinn er að haldast sá sami. Varnarleikur Vals hefur verið dapur fyrsta stundarfjórðung leiksins og það er eitthvað sem þarf að laga. 19:44 Valur - HK 5-8Línumaðurinn Ingvar Árnason hefur verið hættulegastur í sóknarleik Valsliðsins og skorað fjögur af mörkum liðsins. 19:38 Valur - HK 3-5Það er þokkalega mætt í Vodafone-höllina miðað við ástandið í þjóðfélaginu. HK-ingar byrjar betur í þessum leik og hafa Jón Björgvin og Ólafur Bjarki skorað tvö mörk hvor. 19:35 Valur - HK 1-3 Björn Ingi fer vel af stað í marki HK og hefur varið fimm skot á fyrstu fjórum mínútunum. 19:31 Valur - HK 1-2Leikurinn er hafinn. Þess má geta að eftir þrjár umferðir í N1-deild karla eru Valsmenn með fimm stig en HK fjögur. Ingvar Árnason skorar fyrsta mark Vals og fyrsta mark leiksins en HK svarar strax og kemst yfir. 19:25 Komið þið sæl og blessuð. Hér er allt að vera klárt að Hlíðarenda fyrir þennan stórleik 32-liða úrslita bikarsins. Áhorfendur eru að koma sér fyrir og vinsælasta popptónlist samtímans hljómar undir. _______________________ Valur: Baldvin Þorsteinsson 8, Elvar Friðriksson 8 (2 víti), Ingvar Árnason 6, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 2, Hjalti Pálmason 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 17 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Valdimar Fannar Þórsson 6 (5 víti), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Einar Ingi Hrafnsson 4, Ásbjörn Stefánsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Gunnar Steinn Einarsson 3, Bjarki Már Gunnarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 15 (1 víti) Olís-deild karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Sjá meira
Valur komst í kvöld áfram í Eimskips-bikarnum í handbolta með því að leggja HK að velli í sannkölluðum stórleik. Leikurinn endaði 27-26. HK-ingar byrjuðu betur í Vodafone-höllinni í kvöld en svo náðu Valsmenn tökunum og voru yfir 16-12 í hálfleik. Valsmenn virtust vera með leikinn í höndum sér í seinni hálfleik en undir lokin kom óvænt spenna. HK-ingar fóru hinsvegar illa með síða síðustu sókn þar sem þeir höfðu möguleika á því að jafna metin. Valur: Baldvin Þorsteinsson 8, Elvar Friðriksson 8 (2 víti), Ingvar Árnason 6, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 2, Hjalti Pálmason 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 17 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Valdimar Fannar Þórsson 6 (5 víti), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Einar Ingi Hrafnsson 4, Ásbjörn Stefánsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Gunnar Steinn Einarsson 3, Bjarki Már Gunnarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 15 (1 víti) Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má lesa hana hér að neðan. _______________________ 20:49 Valur - HK 27-26 (LEIK LOKIÐ)Það kom óvænt spenna í lokin. Valsmenn fóru í sókn á síðustu mínútunni en skot þeirra var varið. Það voru 20 sekúndur til leiksloka þegar HK fór í sóknina en Valdimar Fannar Þórsson átti misheppnaða sendingu á ögurstundu sem fór í innkast. Mikil spenna en Valsmenn komast áfram. 20:47 Valur - HK 27-25Valsmenn hafa ekki hleypt HK-ingum neitt nálægt sér í seinni hálfleik. Þrátt fyrir arfadapra byrjun þá virðist sem Hlíðarendapiltar séu að tryggja sér áfram. 20:43 Valur - HK 27-24Það eru tæpar fimm mínútur eftir af leiknum. 20:39 Valur - HK 26-22Við bendum á að haldið er utan um alla markaskorara neðst á síðunni. 20:33 Valur - HK 25-20Það þarf margt að breytast til að HK-ingar komist í gírinn. Ef þeir finna glufu þá reynist þeim alveg nægilega erfitt að koma boltanum framhjá Pálmari í markinu. 20:27 Valur - HK 23-17Eins og staðan er núna hafa Valsmenn öll tök á leiknum. Sóknarleikur þeirra er beinskeyttur og HK-ingar hafa fá svör. 20:19 Valur - HK 19-14Seinni hálfleikur er farinn af stað og Valsmenn halda sínu forskoti. 20:05 Valur - HK 16-12 (Hálfleikur)Það er kominn hálfleikur hér á Hlíðarenda. Baldvin Þorsteinsson skoraði tvö mikilvæg mörk fyrir Valsmenn hér undir blálok hálfleiksins. Heldur betur sveifla í þessum leik. Valur: Ingvar Árnason 6, Baldvin Þorsteinsson 6, Elvar Friðriksson 3, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 9 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Valdimar Fannar Þórsson 2 (2 víti), Einar Ingi Hrafnsson 2, Gunnar Steinn Einarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 8. 19:58 Valur - HK 13-10Pálmar Pétursson er í stuði í marki Valsmanna sem hafa skorað fimm mörk í röð og eru svo sannarlega með tökin þessa stundina. 19:55 Valur - HK 11-10Góður leikkafli hjá Val sem hefur skorað þrjú mörk í röð og er skyndilega með forystuna. HK tók leikhlé. 19:50 Valur - HK 8-10Munurinn er að haldast sá sami. Varnarleikur Vals hefur verið dapur fyrsta stundarfjórðung leiksins og það er eitthvað sem þarf að laga. 19:44 Valur - HK 5-8Línumaðurinn Ingvar Árnason hefur verið hættulegastur í sóknarleik Valsliðsins og skorað fjögur af mörkum liðsins. 19:38 Valur - HK 3-5Það er þokkalega mætt í Vodafone-höllina miðað við ástandið í þjóðfélaginu. HK-ingar byrjar betur í þessum leik og hafa Jón Björgvin og Ólafur Bjarki skorað tvö mörk hvor. 19:35 Valur - HK 1-3 Björn Ingi fer vel af stað í marki HK og hefur varið fimm skot á fyrstu fjórum mínútunum. 19:31 Valur - HK 1-2Leikurinn er hafinn. Þess má geta að eftir þrjár umferðir í N1-deild karla eru Valsmenn með fimm stig en HK fjögur. Ingvar Árnason skorar fyrsta mark Vals og fyrsta mark leiksins en HK svarar strax og kemst yfir. 19:25 Komið þið sæl og blessuð. Hér er allt að vera klárt að Hlíðarenda fyrir þennan stórleik 32-liða úrslita bikarsins. Áhorfendur eru að koma sér fyrir og vinsælasta popptónlist samtímans hljómar undir. _______________________ Valur: Baldvin Þorsteinsson 8, Elvar Friðriksson 8 (2 víti), Ingvar Árnason 6, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 2, Hjalti Pálmason 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 17 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Valdimar Fannar Þórsson 6 (5 víti), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Einar Ingi Hrafnsson 4, Ásbjörn Stefánsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Gunnar Steinn Einarsson 3, Bjarki Már Gunnarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 15 (1 víti)
Olís-deild karla Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Tekst heimakonum að jafna? Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Sjá meira