Óskar Bjarni: Synd að annað liðið þurfti að detta út Elvar Geir Magnússon skrifar 6. október 2008 21:25 Óskar Bjarni Óskarsson. „Þetta var algjörlega okkar leikur og við áttum aldrei að hleypa spennu í þetta undir lokin," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigur á HK í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins. Valur vann 27-26. „Spennan í kringum bikarleiki vill oft vera öðruvísi en í öðrum leikjum. Við skutum illa í byrjun og varnarlega vorum við að leysa kerfin rangt. Svo náði þetta loks að smella. Við vorum að skapa okkur ágætis færi í byrjun en vörnin var einfaldlega léleg," sagði Óskar við Vísi. Valsmenn byrjuðu leikinn virkilega illa en náðu sér síðan á flug. Undir lokin kom síðan óvænt spenna og HK hafði færi á að jafna. „Fúsi (Sigfús Sigurðsson) meiddist á hnénu og þá fengum við þrjú mörk á okkur í röð. Þá fórum við aftur að spila varnarleikinn með röngum hætti. HK er það gott lið að það refsar," sagði Óskar. Hann segir það í raun algjöra synd að lið HK sé dottið út. „Þeir voru góðir varnarlega og voru með flott kerfi í sóknarleiknum. Það er því leiðinlegt að þeir séu ekki meira með í bikarnum. Þetta er lið sem á að komast í undanúrslit. En bikar er bara bikar. Þetta var víst þriðja árið í röð sem HK-ingar tapa með einu marki gegn ríkjandi bikarmeisturum í þessari keppni." „Við erum ríkjandi bikarmeistarar en deildin er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur. Bikarkeppnin snýst meira um heppnina, þú sérð að við fáum hérna HK í 32-liða úrslitum en hefðum getað fengið Stjörnuna 3. En auðvitað stefnum við á að komast í úrslitaleikinn, við förum í alla leiki með það markmið að vinna," sagði Óskar að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Valur vann HK með einu marki Valur komst í kvöld áfram í Eimskips-bikarnum í handbolta með því að leggja HK að velli í sannkölluðum stórleik. Leikurinn endaði 27-26. 6. október 2008 19:18 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Sjá meira
„Þetta var algjörlega okkar leikur og við áttum aldrei að hleypa spennu í þetta undir lokin," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir sigur á HK í 32-liða úrslitum Eimskipsbikarsins. Valur vann 27-26. „Spennan í kringum bikarleiki vill oft vera öðruvísi en í öðrum leikjum. Við skutum illa í byrjun og varnarlega vorum við að leysa kerfin rangt. Svo náði þetta loks að smella. Við vorum að skapa okkur ágætis færi í byrjun en vörnin var einfaldlega léleg," sagði Óskar við Vísi. Valsmenn byrjuðu leikinn virkilega illa en náðu sér síðan á flug. Undir lokin kom síðan óvænt spenna og HK hafði færi á að jafna. „Fúsi (Sigfús Sigurðsson) meiddist á hnénu og þá fengum við þrjú mörk á okkur í röð. Þá fórum við aftur að spila varnarleikinn með röngum hætti. HK er það gott lið að það refsar," sagði Óskar. Hann segir það í raun algjöra synd að lið HK sé dottið út. „Þeir voru góðir varnarlega og voru með flott kerfi í sóknarleiknum. Það er því leiðinlegt að þeir séu ekki meira með í bikarnum. Þetta er lið sem á að komast í undanúrslit. En bikar er bara bikar. Þetta var víst þriðja árið í röð sem HK-ingar tapa með einu marki gegn ríkjandi bikarmeisturum í þessari keppni." „Við erum ríkjandi bikarmeistarar en deildin er númer eitt, tvö og þrjú hjá okkur. Bikarkeppnin snýst meira um heppnina, þú sérð að við fáum hérna HK í 32-liða úrslitum en hefðum getað fengið Stjörnuna 3. En auðvitað stefnum við á að komast í úrslitaleikinn, við förum í alla leiki með það markmið að vinna," sagði Óskar að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Valur vann HK með einu marki Valur komst í kvöld áfram í Eimskips-bikarnum í handbolta með því að leggja HK að velli í sannkölluðum stórleik. Leikurinn endaði 27-26. 6. október 2008 19:18 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Jordan lagði NASCAR Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Sjá meira
Valur vann HK með einu marki Valur komst í kvöld áfram í Eimskips-bikarnum í handbolta með því að leggja HK að velli í sannkölluðum stórleik. Leikurinn endaði 27-26. 6. október 2008 19:18