Enski boltinn

Allardyce gagnrýnir Ashley

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sam Allardyce, fyrrum stjóri Newcastle.
Sam Allardyce, fyrrum stjóri Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Sam Allardyce, fyrrum stjóri Newcastle, segir að Mike Ashley, eigandi félagsins, hafi aðeins keypt Newcastle til að hagnast á því.

Allardyce var rekinn úr starfi í janúar síðastliðnum en Ashley hefur nú ákveðið að selja Newcastle.

„Það er deginum ljósara hvað Ashley ætlaði sér alltaf að gera," sagði Allardyce. „Ég held að hann hafi keypt félagið bara til þess að geta selt það fljótlega aftur fyrir mikinn gróða. Ástandið versnar á hverjum degi og ég að hluta til feginn að vera laus þaðan."

Kevin Keegan var ráðinn í stað Allardyce en hann hætti í síðasta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×