Enski boltinn

Fabregas dreymir um Barcelona

Elvar Geir Magnússon skrifar

Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal sagði í viðtali við útvarpsstöð í heimalandi sínu að hann ætli sér að skoða sín mál eftir leiktímabilið.

Í viðtalinu viðurkenndi hann það einnig að það yrði draumur að snúa aftur í herbúðir Barcelona. Hann segist þó ánægður hjá Arsenal í dag og hann vilji vinna fleiri titla með félaginu.

Fabregas hefur aðeins unnið einn titil með Arsenal en hann varð bikarmeistari með liðinu 2005.

„Það er hrein unun að horfa á Barcelona spila. Þeir hafa töframenn eins og Lionel Messi sem er að mínu mati besti leikmaður heims í dag. Ég horfði á 6-1 sigurinn gegn Atletico Madrid, það var frábært að horfa á liðið spila," sagði Fabregas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×