Fleiri fréttir

Kubica og Heidfeld hjá BMW 2009

BMW Formúlu 1 liðið staðfesti í dag að Þjóðverjinn Nick Heidfeld og Pólverjinn Robert Kubica verða áfram hjá liðinu á næsta ári.

Ólafur hafði betur gegn Ásgeiri Erni

Hægriskytturnar Ólafur Stefánsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson áttust við í gær þegar að lið þeirra, Ciudad Real og GOG, mættust í Meistaradeild Evrópu í handbolta í Danmörku í gær.

Alfreð hafði betur í stórslagnum

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel unnu frábæran sjö marka sigur á Hamburg í stórslag þýsku úrvalsdeildarinnar um helgina eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik.

Valencia á toppnum - Real gerði jafntefli

Valencia er á toppi spænsku deildarinnar í knattspyrnu ásamt Villarreal eftir leiki helgarinnar. Valencia lagði Valladolid 1-0 með marki Manuel Fernandes í kvöld.

Tap hjá Roma og Juventus

Roma tapaði þriðja leiknum sínum í ítölsku A-deildinni í dag þegar liðið missti tvo menn af velli og lá fyrir Siena 1-0. Juventus gekk ekki mikið betur og tapaði 2-1 heima fyrir Palermo frá Sikiley eftir að Mohamed Sissoko hafði verið rekinn af velli í fyrri hálfleik.

Torres er sjóðandi heitur

Rafa Benitez stjóri Liverpool var ánægður með baráttuhug sinna manna í dag þegar þeir unnu upp tveggja marka forystu Manchester City í síðari hálfleik og tryggðu sér 3-2 sigur.

Titanic-byrjun hjá Tottenham

Tottenham er enn án sigurs í úrvalsdeildinni og tapaði í dag 1-0 fyrir Hull á heimavelli. Þetta er versta byrjun liðsins síðan árið 1912, en það er ártal sem margir tengja við frægasta sjóslys sögunnar þegar skemmtiferðaskipið Titanic fórst.

Setur tóninn fyrir tímabilið

Benedikt Guðmundsson þjálfari KR segir æsilegan úrslitaleik hans manna við Grindavík í Powerade bikarnum í dag hafa sýnt hvað koma skal í deildinni í vetur.

Feginn að sjá skotið fara niður

Bandaríkjamaðurinn Jason Dourisseau var að vonum ánægður eftir að flautukarfa hans tryggði KR-ingum sigur á Grindavík í úrslitaleik Powerade bikarsins í dag.

Garðar skoraði í sigri Fredrikstad

Fredrikstad hefur ekki sagt sitt síðasta í titilslagnum í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Garðar Jóhannsson skoraði síðara mark liðsins í 2-1 sigri þess á Lilleström á útivelli í dag.

Góður sigur hjá Haukum

Haukar unnu í dag frækinn sigur á úkraínska liðnu Zaporozhye í Meistaradeild Evrópu. Leikurinn fór fram á Ásvöllum og lauk með eins marks sigri Hauka 26-25 eftir að liðið hafði verið undir 17-13 í hálfleik.

KR bikarmeistari á flautukörfu

KR tryggði sér í dag Powerade bikarinn í körfubolta eftir æsilegan úrslitaleik við Grindavík í Laugardalshöllinni. Jason Dorisseau tryggði KR 98-95 sigur í lokin með þriggja stiga körfu um leið og lokaflautið gall.

Abu Dhabi skoðar flóðlýst mót 2009

Fyrsta Formúlu 1 mótið í Abu Dhabi í mið austurslöndum fer fram á næsta ári. Skipuleggjendur þess er að skoða að flóðlýsa mótið eins og gert var í Sínapúr.

Ótrúleg endurkoma hjá Liverpool - Tottenham sekkur enn

Dramatíkin var í hámarki í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Liverpool lagði Manchester City 3-2 á útivelli eftir að hafa lent undir 2-0 og öskubuskulið Hull sökkti Tottenham enn dýpra á botninn.

Gunnar Heiðar tryggði Esbjerg fyrsta sigurinn

Gunnar Heiðar Þorvaldsson var hetja Esbjerg í dag þegar liðið vann sinn fyrsta sigur dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gunnar skoraði sigurmark liðsins í 1-0 sigri á AGF.

West Ham lá heima fyrir Bolton

West Ham fékk í dag nokkuð óvæntan 3-1 skell á heimavelli gegn Bolton í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. West Ham hefði geta skotist á toppinn með sigri en varð í staðinn að sætta sig við fyrsta tapið í deildinni undir stjórn Gianfranco Zola.

Loeb sigraði í Katalóníu

Heimsmeistarinn Sebastien Loeb vann í dag fjórða sigur sinn í röð á heimsmeistaramótinu í rallakstri þegar hann kom fyrstur í mark í Katalóníurallinu á Spáni.

Úrslitaleikirnir í Powerade bikarnum í dag

Í dag fara fram úrslitaleikirnir í Powerade bikarnum í körfubolta í Laugardalshöll. KR og Keflavík mætast í kvennaflokki klukkan 14 og klukkan 16:30 eigast við KR og Grindavík í karlaflokki.

Haukar mæta Zaporozhye í dag

Karlalið Hauka spilar sinn fyrsta leik í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag þegar það tekur á móti Zaporozhye frá Úkraínu á Ásvöllum. Leikurinn hefst klukkan 16 og verður sýndur beint í sjónvarpinu.

Galið að reka Martin Jol

Franz Beckenbauer, forseti Bayern Munchen, segir að forráðamenn Tottenham séu galnir að hafa rekið Martin Jol á sínum tíma.

Anelka þarf bara knús

Framherjinn Nicolas Anelka er ekki fýlupúki, hann þarf bara stundum að fá gott knús. Þetta er haft eftir Luiz Felipe Scolari stjóra Chelsea í News of the World í dag.

Tek bikarinn aftur árið 2010

Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR, var að vinna sinn þriðja bikarmeistaratitil í gær en hann varð bikarmeistari með Keflavík árin 2004 og 2006.

KR bikarmeistari í ellefta sinn

KR varð í dag bikarmeistari karla í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Fjölni í heldur bragðdaufum úrslitaleik á Laugardalsvelli.

Ferguson: Besti leikur okkar til þessa

Sir Alex Ferguson sagði að leikur hans manna í Manchester United gegn Blackburn í dag hefði verið sá besti til þessa á leiktíðinni. United vann öruggan 2-0 sigur en komst yfir á vafasömu marki.

Skammaði dómarann en hrósaði United

Paul Ince, stjóri Blackburn, var afar óhress með dómarann eftir að hans menn töpuðu 2-0 fyrir gamla liðinu hans Manchester United í dag.

Eiður Smári byrjar gegn Atletico

Leikur Barcelona og Atletico í spænska boltanum er sýndur beint á Stöð 2 Sport nú klukkan 20. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Barcelona í annað sinn á leiktíðinni.

Wenger: Þeir lágu í vörn

Arsene Wenger var svekktur eftir að hans menn í Arsenal máttu sætta sig við 1-1 jafntefli við Sunderland á útivelli í dag.

Róbert skoraði átta fyrir Gummersbach

Fjórir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Róbert Gunnarsson skoraði 8 mörk fyrir Gummersbach þegar liðið lagði Melsungen 36-31 fyrir framan tæplega 3000 áhorfendur í Lanxess Arena í Köln.

Stabæk í góðum málum

Veigar Páll Gunnarsson og félagar í Stabæk í norsku úrvalsdeildinni unnu í dag 3-0 sigur á HamKam og færðust skrefi nær meistaratitlinum.

Öruggt hjá United á Ewood Park

Manchester United vann í kvöld 2-0 sigur á Blackburn í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. United vann þarna fjórða sigur sinn í röð. Mörk frá Wes Brown og Wayne Rooney tryggðu liðinu sigurinn í úrhellisrigningu.

Stjarnan með fullt hús

Stjarnan er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir í N1 deild kvenna í handbolta. Atli Hilmarsson stýrði liðinu í fyrsta skipti í dag þegar liðið vann sigur á Gróttu 28-18.

Myndasyrpa af fögnuði KR-inga

KR-ingar urðu í dag bikarmeistarar í knattspyrnu eftir sigur á Fjölni í úrslitaleik á Laugardalsvelli, 1-0.

Bayern fékk á sig tvö mörk í lokin

Útlitið dökknar enn hjá stórliðinu Bayern Munchen í þýsku úrvalsdeildinni. Lærisveinar Jurgen Klinsmann máttu gera sér að góðu 3-3 jafntefli á heimavelli gegn Bochum í dag eftir að hafa verið yfir 3-1 þegar sex mínútur voru til leiksloka.

Pétur kvaddi með bikar

Pétur Marteinsson lék í dag sinn síðasta leik á ferlinum er KR varð bikarmeistari í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Fjölni í úrslitaleiknum.

Óskar: Frábært sumar hjá KR

Óskar Örn Hauksson var hetja KR í dag þar sem hann átti beinan þátt í sigurmarki KR á lokamínútum úrslitaleiks bikarkeppninnar gegn Fjölni í dag.

Björgólfur: Æskudraumurinn rættist

„Það hefur verið æskudraumur minn að standa á þessum velli og syngja We are the Champions með Queen. Hann rættist í dag,“ sagði Björgólfur Takefusa, leikmaður KR.

Logi: Áttum skilið að vinna

Logi Ólafsson, þjálfari KR, var kampakátur eftir sigur sinna manna á Fjölni í úrslitum bikarkeppni karla í dag, 1-0.

Sjá næstu 50 fréttir