Hlynur og Sigurður taka við þjálfun Snæfells Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2008 15:02 Hlynur Bæringsson, leikmaður og þjálfari Snæfells. Mynd/E. Stefán Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson, leikmenn Snæfells, hafa tekið við þjálfun liðsins af Jordanco Davitkov en samningi hans var sagt upp í gærkvöldi. Auk Davitkov var samningum þriggja leikmanna sagt upp, þeirra Nate Brown, Tome Disiljev og Nikola Dzeverdanovic. Var þetta gert vegna efnahagsástandsins í landinu. Hlynur sagði í samtali við Vísi að vonandi væri þetta fyrirkomulag tímabundið. „Við ætlum að reyna að finna einhvern til að hjálpa okkur. En það eru engir peningar til," sagði Hlynur. „Þetta er auðvitað ekki fyrsti kostur að maður fari að þjálfa félagana sína en maður gerir bara það sem þarf að gera. Vonandi að maður komist sómasamlega frá þessu." „Ég sé mikið eftir strákunum og vorkenni þeim að þeir hafi misst vinnuna. Ég efast um að ástandið í Makedóníu til dæmis sé mikið betra. Þetta er auðvitað hundleiðinlegt." Þrjú félög í efstu deild karla í körfubolta hafa nú sagt upp samningu erlendu leikmanna sinna. Hlynur býst við að fleiri fylgi í kjölfarið. „Maður bíður núna bara eftir frekari fregnum af þessum málum. En auðvitað fer þetta eftir liðunum. Ég skil auðvitað stöðu Tindastóls og Þórs mjög vel enda ekki með breiðan leikmannahóp." Hann býst jafnvel við að toppliðin í deildinni - KR, Grindavík, Njarðvík og Keflavík - feti í sömu fótspor. „Ef eitt toppliðið gerir þetta tel ég að hin muni fylgja fljótlega á eftir. KR og Grindavík eru gríðarlega vel mönnuð og hagnast langmest á þessu ástandi. En ég alls ekki að höfða til samviskunnar hjá þessum félögum. Ef einhver félög geta haldið útlendingum sínum er það vitaskuld hið besta mál." „En það er ljóst að allar áætlanir bæði hjá deildinni og félögunum eru farnar út í veður og vind. Þetta verður erfitt. En maður hefur svo sem ekki mestar áhyggjur af körfuboltanum þessa dagana. Ég hef meiri áhyggjur af því að stór fyrirtæki víða um land muni lenda í vandræðum." „Það verður áfram líf og fjör í körfuboltanum, svo mikið er víst." Dominos-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson, leikmenn Snæfells, hafa tekið við þjálfun liðsins af Jordanco Davitkov en samningi hans var sagt upp í gærkvöldi. Auk Davitkov var samningum þriggja leikmanna sagt upp, þeirra Nate Brown, Tome Disiljev og Nikola Dzeverdanovic. Var þetta gert vegna efnahagsástandsins í landinu. Hlynur sagði í samtali við Vísi að vonandi væri þetta fyrirkomulag tímabundið. „Við ætlum að reyna að finna einhvern til að hjálpa okkur. En það eru engir peningar til," sagði Hlynur. „Þetta er auðvitað ekki fyrsti kostur að maður fari að þjálfa félagana sína en maður gerir bara það sem þarf að gera. Vonandi að maður komist sómasamlega frá þessu." „Ég sé mikið eftir strákunum og vorkenni þeim að þeir hafi misst vinnuna. Ég efast um að ástandið í Makedóníu til dæmis sé mikið betra. Þetta er auðvitað hundleiðinlegt." Þrjú félög í efstu deild karla í körfubolta hafa nú sagt upp samningu erlendu leikmanna sinna. Hlynur býst við að fleiri fylgi í kjölfarið. „Maður bíður núna bara eftir frekari fregnum af þessum málum. En auðvitað fer þetta eftir liðunum. Ég skil auðvitað stöðu Tindastóls og Þórs mjög vel enda ekki með breiðan leikmannahóp." Hann býst jafnvel við að toppliðin í deildinni - KR, Grindavík, Njarðvík og Keflavík - feti í sömu fótspor. „Ef eitt toppliðið gerir þetta tel ég að hin muni fylgja fljótlega á eftir. KR og Grindavík eru gríðarlega vel mönnuð og hagnast langmest á þessu ástandi. En ég alls ekki að höfða til samviskunnar hjá þessum félögum. Ef einhver félög geta haldið útlendingum sínum er það vitaskuld hið besta mál." „En það er ljóst að allar áætlanir bæði hjá deildinni og félögunum eru farnar út í veður og vind. Þetta verður erfitt. En maður hefur svo sem ekki mestar áhyggjur af körfuboltanum þessa dagana. Ég hef meiri áhyggjur af því að stór fyrirtæki víða um land muni lenda í vandræðum." „Það verður áfram líf og fjör í körfuboltanum, svo mikið er víst."
Dominos-deild karla Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira