Enski boltinn

Palacios orðaður við Man Utd

Elvar Geir Magnússon skrifar
Wilson Palacios er talinn vera á óskalista Manchester United.
Wilson Palacios er talinn vera á óskalista Manchester United.

Ensku götublöðin segja að Manchester United hyggist gera tilboð í Wilson Palacios, leikmann Wigan. Sir Alex Ferguson er sagður vera mjög hrifinn af þessum 24 ára miðjumanni.

Talinn er möguleiki á að United geri 18 milljón punda boð í janúar þó líklegra sé talið að Englandsmeistararnir reyni að krækja í Palacios eftir leiktímabilið.

Gott samband milli Steve Bruce og Sir Alex Ferguson mun hjálpa Manchester United að krækja í leikmanninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×