Fleiri fréttir

Thorkildsen varði Ólympíutitilinn í spjótkasti

Norðmaðurinn Andreas Thorkildsen gerði sér lítið fyrir og varði Ólympíutitill sinn í spjótkasti með því að kasta 90,57 metra sem er Ólympíumet. Yfirburðir Thorkildsen voru miklir því næsti maður kastaði rétt tæpum fjórum metrum styttra.

Bungei tók gullið í 800 metra hlaupi karla

Keníumaðurinn Wilfred Bungei varð hlutskarpastur í 800 metra hlaupi karla á Ólympíuleikunum í Peking. Bungei kom fyrstur mark eftir harða keppni við Súdanann Ismail Ahmed Ismail og landa sinn Alfred Kirwa Yego.

Langat vann 1500 metra hlaup kvenna

Nancy Jebet Langat frá Kenía kom fyrst í mark í 1500 metra hlaupi kvenna á Ólympíuleikunum í Peking í dag. Langat átti magnaðan endasprett og kláraði hlaupið á síðasta hringnum.

Sunderland vann Tottenham - Gerrard tryggði Liverpool sigur

Sunderland vann óvæntan sigur á Tottenham, 2-1, á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni. Franski framherjinn Djibril Cisse skoraði sigurmarkið í sínum fyrsta leik. Steven Gerrard skoraði sigurmark Liverpool gegn Middlesbrough þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.

Guðjón Valur, Ólafur og Snorri í úrvalsliði ÓL

Íslenska landsliðið á þrjá leikmenn í sjö manna úrvalsliði handboltakeppni Ólympíuleikanna í Peking. Þetta eru þeir Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson eftir því sem fram kemur á mbl.is.

Helena Ólafs: Mætum í hefndarhug gegn Blikum

KR og Breiðablik mætast í dag í seinni undanúrslitaleik VISA-bikars kvenna í fótbolta. Leikurinn, sem fer fram á KR-velli, hefst kl. 16 . Helena Ólafsdóttir, þjálfari KR, segir að sínar stúlkur séu klárar í slaginn.

Fljótasti maður heims heldur með Stoke

Hlaupagarpurinn Usain Bolt, sem hefur unnið til þriggja gullverðlauna og sett þrjú heimsmet á Ólympíuleikunum í Peking, heldur með Stoke City í ensku úrvalsdeildinni. ástæðan er sú að Ricardo Fuller, einn af hans bestu vinum, leikur með liðinu.

Ensku liðin eiga 17 af 20 leikmönnum

Ensk lið eiga sautján af þeim tuttugu leikmönnum sem hafa verið tilnefndir af Knattspyrnusambandi Evrópu sem bestu leikmenn í meistaradeild og UEFA-keppninni á síðasta tímabili.

Ronaldo verður frá fram í miðjan nóvember

Cristiano Ronaldo getur ekki spilað með Manchester United fyrr um miðjan nóvember. Áðu höfðu forráðamenn ensku meistaranna búist við að kappinn yrði búinn að jafna sig á ökklameiðslum í byrjun október.

Lokaæfing íslenska landsliðsins í handbolta - myndir

Íslenska landsliðið tók lokaæfingu sína fyrir úrslitaleikinn gegn Frökkum í fyrramálið í morgun. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari var á staðnum og tók myndir sem sýna að stemningin er góð í herbúðum íslenska liðsins.

Guðjón Valur: Ökklinn á lífi og ég spila

Guðjón Valur Sigurðsson tók þátt í lokaæfingu landsliðsins fyrir úrslitaleikinn gegn Frökkum í dag. Það eru góð tíðindi enda stöðvaðist hjarta margra Íslendinga skamma stund er hann lá í gólfinu meiddur á ökkla gegn Spánverjum. Var ljóst að þar fór þjáður maður.

Úkraínskur lyftingakappi féll á lyfjaprófi

Úkraínski lyftingakappinn Igor Razoronov hefur verið rekinn heim eftir að hann varð uppvís að því að taka ólöglega steralyfið nandrolone. Razoronov varð sjötti í 105kg flokki. Hann er sjötti íþróttamaðurinn sem fellur á lyfjaprófi á Ólympíuleikunum og annar íþróttamaðurinn frá Úkraínu.

Norsku stúlkurnar tóku gullið í handboltanum

Noregur varð Ólympíumeistari í handbolta kvenna nú fyrir stundu með því að leggja Rússland að velli, 34-27, í úrslitaleik. Þetta er fyrsti Ólympíutitill norsku stúlknanna sem hafa rakað inn Evrópu- og heimsmeistaratitlum á undanförnum árum.

Usain Bolt: Þrjú gullverðlaun - þrjú heimsmet

Jamaíkubúinn Usain Bolt vann í nótt sín þriðju gull verðlaun á Ólympíuleikunum í Peking þegar hann og landar hans komu fyrstir í mark í 4x100 metra boðhlaupi. Jamaíska sveitin setti heimsmet líkt og Bolt gerði bæði í 100 og 200 metra hlaupi fyrr á leikunum.

Argentína vann gullið í fótboltanum

Argentínumenn tryggðu sér gullverðlaun í knattspyrnu á Ólympíuleikunum í Peking með því að leggja Nígeríumenn, 1-0, í úrslitaleik. Argentínumenn unnu einnig á Ólympíuleikunum í Aþenu fyrir fjórum árum.

Landsliðstreyjur til sölu

Handknattleikssamband Íslands í samstarfi við Áfram Ísland klúbbinn hyggst á morgun selja gamlar og ,,næstum nýjar" landsliðstreyjur. Þetta kemur fram í tilynningu frá HSÍ.

Tiago ekki til Everton

Portúgalski leikmaðurinn Tiago hefur hafnað tilboði um að gera lánssamning við enska úrvalsdeildarliðið Everton.

Sætur sigur á Írum

Íslenska körfuboltalandsliðið vann í kvöld góðan sigur á Írlandi á æfingamóti sem fer fram þar í landi, 78-75.

Valur í úrslit bikarsins

Valur vann í kvöld 5-1 sigur á Stjörnunni á útivelli í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í knattspyrnu.

Brasilía vann bronsið

Brasilía vann öruggan 3-0 sigur á Belgíu í bronsleiknum á Ólympíuleikunum. Jo, sóknarmaður Manchester City, skoraði tvívegis eftir að Diego hafði náð að brjóta ísinn.

Bandaríkin unnu Argentínu

Bandaríkin eru komin í úrslitaleikinn í körfuboltakeppni Ólympíuleikanna eftir sigur á Argentínu í undanúrslitum 101-81. Spánverjar verða mótherjarnir í úrslitunum.

Margrét Kara til Bandaríkjanna

Margrét Kara Sturludóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu í Evrópukeppninni þar sem hún er á leið í skóla til Bandaríkjanna. Margrét Kara ákvað á dögunum að fara í Elon-háskólann og þarf að hefja þar nám strax í næstu viku.

ÍR fær Bandaríkjamann

Körfuboltalið landsins eru nú í óða önn að styrkja sig fyrir komandi átök. ÍR-ingar sömdu í dag við 26 ára bandarískan leikstjórnanda, Chaz Carr. Frá þessu er greint á vefsíðunni karfan.is.

Telur ólíklegt að United bæti við sig

Sir Alex Ferguson viðurkennir að vera ekki bjartsýnn á að Manchester United muni bæta við sig leikmanni fyrir lokun félagaskiptagluggans. Evrópumeistararnir hafa haft hægt um sig og ekki keypt neinn leikmann í sumar.

Myndir úr leik Íslands og Spánar

Sem fyrr var Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari viðstaddur er Ísland tryggði sér í dag sæti í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Peking.

Brian Clay vann tugþrautina

Bandaríkjamaðurinn Brian Clay vann í dag gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking. Hann tók silfrið fyrir fjórum árum en nú náði hann efsta sætinu.

Róbert: Við hræðumst ekki Frakkana

Róbert Gunnarsson náði ekki að fara alla leið með strákunum inn í klefa að fagna því hann var gripinn í lyfjapróf. Vonandi hans vegna tekur það stutt af.

Ingimundur: Við viljum vinna gull

„Mér líður auðvitað yndislega. Annars er erfitt að tala því það eru svo miklar tilfinningar innan í manni í augnablikinu. Mér líður frábærlega og við erum búnir að koma okkur í frábært tækifæri.

Dramatík í stangarstökki

Ástralinn Steve Hooker fékk gullverðlaun í stangarstökki karla með mögnuðu lokastökki, 5,90 metra. Rússinn Evgeny Lukynanenko þurfti því að láta silfurverðlaunin nægja með stökki upp á 5,95 metra.

Alexander: Mun ekki geta sofið í nótt

Járnmaðurinn Alexander Petersson var í mjög svo annarlega ástandi eftir leikinn gegn Spánverjum og tilfinningarnar báru hann ofurliði líkt og fleiri.

Maggi vann í langstökki kvenna

Maurren Maggi frá Brasilíu náði sínum besta árangri á tímabilinu þegar hún vann gullverðlaunin í langstökki kvenna. Þessi 32 ára koma stökk 7,04 metra í fyrstu umferð og það reyndist sigurstökkið.

Ásgeir Örn: Jesús minn góður

„Maður á bara erfitt með sig. Það er ekkert flóknara en það. Þetta er alveg rosalegt. Ég er ekkert að ná þessu enn þá. Jesús, minn góður.“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson í hálfgerðu losti eftir sigurinn glæsilega á Spánverjum.

Jamaíka og Rússland unnu boðhlaupin

Usain Bolt vann sín þriðju gullverðlaun á Ólympíuleikunum en hann var hluti af liði Jamaíka sem vann gull í 4x100 metra boðhlaupi karla. Jamaíka hljóp á 37,10 sekúndum sem er nýtt heimsmet.

Alfreð: Nú þarf þjóðin að taka við sér

„Ég vona að sama hvernig úrslitaleikurinn fer að fólk kveiki á því að það þarf að gera eitthvað fyrir handboltann á Íslandi. Þetta er hluti af okkar menningu og við erum að setja milljarða í aðra menningu.“

Ísland er stórasta land í heimi

"Ísland er ekki lítið land. Ísland er stórasta land í heimi," sagði Dorrit Moussaieff, forsetafrú, í beinni útsendingu Ríkissjónvarpsins eftir að Ísland vann frækinn sigur á Spánverjum í dag.

Dibaba tók tvöfalt

Tirunesh Dibaba vann gullverðlaun í 5.000 metra hlaupi kvenna í dag. Þessi verðlaun koma viku eftir að hún vann gullið í 10.000 metra hlaupi.

Robinho: Ég vil fara til Chelsea

Brasilíski sóknarmaðurinn Robinho hefur gefið það út að hann vilji fara frá Real Madrid og ganga til liðs við Chelsea. Enska liðið hefur verið á eftir þessum snjalla leikmanni í allt sumar.

Enska deildin með 17 af 25 tilnefningum

Fjölmargir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni hafa verið tilnefndir til verðlauna sem fótboltamaður ársins í Evrópu. Tilnefningarnar voru opinberaðar af UEFA í morgun.

Boruc datt á djammið

Artur Boruc, markvörður skoska liðsins Celtic, hefur verið tekinn úr landsliðshópi Póllands fyrir leiki í undankeppni HM í næsta mánuði. Ástæðan er sú að hann og tveir liðsfélagar hans brutu agareglur.

Silfrið tryggt - gullið bíður

Ísland er komið í úrslitaleikinn í keppni í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Peking. Ísland lagði Spán í úrslitunum, 36-30.

Frakkar í úrslitaleikinn

Ljóst er að Frakkar munu leika til úrslita í handboltakeppni Ólympíuleikanna. Frakkland vann sigur á Króatíu í undanúrslitaleik sem er nýlokið 25-23.

Schwazer gekk til sigurs

Ítalinn Alex Schwazer setti nýtt Ólympíumet í 50 km göngu karla í morgunsólinni í Peking. Schwazer kom í mark á 3 klukkustundum, 37,09 mínútum.

Sjá næstu 50 fréttir