Sport

Jamaíka og Rússland unnu boðhlaupin

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jamaíka vann boðhlaup karla.
Jamaíka vann boðhlaup karla.

Usain Bolt vann sín þriðju gullverðlaun á Ólympíuleikunum en hann var hluti af liði Jamaíka sem vann gull í 4x100 metra boðhlaupi karla. Jamaíka hljóp á 37,10 sekúndum sem er nýtt heimsmet.

Auk Bolt voru þeir Nesta Carter, Michael Frater og Asafa Powell hluti af sveit Jamaíka. Í öðru sæti varð Trinidad og Tobago en bronsið tók japanska sveitin.

Það urðu óvænt úrslit í 4x100 metra hlaupi kvenna þar sem sveit Rússlands vann sigur. Evgeniya Polyakova, Aleksandra Fedoriva, Yulia Gushchina og Yuliiya Chermoshanskaya skipuðu sveit Rússlands.

Fyrirfram var sveit Jamaíka talin sigurstranglegust en hún gerði mistök og var dæmd úr leik. Belgía tók silfrið og Nígería bronsið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×