Handbolti

Guðjón Valur, Ólafur og Snorri í úrvalsliði ÓL

Snorri Steinn Guðjónsson er markahæsti leikmaðurinn á Ólympíuleikunum til þessa.
Snorri Steinn Guðjónsson er markahæsti leikmaðurinn á Ólympíuleikunum til þessa.

Íslenska landsliðið á þrjá leikmenn í sjö manna úrvalsliði handboltakeppni Ólympíuleikanna í Peking. Þetta eru þeir Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Snorri Steinn Guðjónsson eftir því sem fram kemur á mbl.is.

Frakkar, sem mæta Íslendingum í úrslitaleiknum um gullið í fyrramálið eiga einnig þrjá menn, markvörðinn Thierry Omeyer, línumanninn Bertrand Gille og skyttuna Daniel Narcisse. Sjö manna liðið fullkomnar síðan spænski hornamaðurinn Albert Rocas.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×