Handbolti

Landsliðstreyjur til sölu

Ólafur sendir hér inn á línuna og Róbert í leiknum á móti Egyptum en Snorri Steinn er einnig tilbúiinn að fá boltann. Mynd/Vilhelm
Ólafur sendir hér inn á línuna og Róbert í leiknum á móti Egyptum en Snorri Steinn er einnig tilbúiinn að fá boltann. Mynd/Vilhelm

Handknattleikssamband Íslands í samstarfi við Áfram Ísland klúbbinn hyggst á morgun selja gamlar og ,,næstum nýjar" landsliðstreyjur. Þetta kemur fram í tilynningu frá HSÍ.

Salan hefst í hádeginu á morgun í sölubás í Lækjargötu og verða treyjurnar til sölu þar ásamt öðrum vörum Áfram Íslands klúbbsins.

Salan heldur áfram fyrir leik Íslands og Frakklands á sunnudagsmorgun og verður klúbburinn staðsettur í Smáralind og í Vodafonehöllinni þar sem fólki býðst að fylgjast með sögulegum úrslitaleik Ólympíuleikanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×