Handbolti

Ásgeir Örn: Jesús minn góður

Henry Birgir Gunnarsson í Peking skrifar
Ásgeir Örn fagnar marki í leiknum í dag.
Ásgeir Örn fagnar marki í leiknum í dag. Nordic Photos / AFP
„Maður á bara erfitt með sig. Það er ekkert flóknara en það. Þetta er alveg rosalegt. Ég er ekkert að ná þessu enn þá. Jesús, minn góður." sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson í hálfgerðu losti eftir sigurinn glæsilega á Spánverjum. Ásgeir átti magnaðan leik líkt og allir í íslenska liðinu og skoraði meðal annars þrjú mörk.

„Mér fannst við eiga svör við öllu hjá þeim. Það var ekki einn hlutur sem þeir gerðu sem við vorum ekki búnir að sjá fyrir. Þetta er langt mót og einhvern tímann þurfum við sem erum á bekknum að koma inn með krafti. Logi átti geðveikan leik," sagði Ásgeir Örn sem vill meira.

„Við fögnum þessu í dag og nótt. Svo er það bara gullið. Annars var þetta sérstök stund eftir leikinn. Ég kíkti stanslaust á töfluna og trúði varla því sem stóð þar."


Tengdar fréttir

Silfrið tryggt - gullið bíður

Ísland er komið í úrslitaleikinn í keppni í handbolta karla á Ólympíuleikunum í Peking. Ísland lagði Spán í úrslitunum, 36-30.

Alfreð: Nú þarf þjóðin að taka við sér

„Ég vona að sama hvernig úrslitaleikurinn fer að fólk kveiki á því að það þarf að gera eitthvað fyrir handboltann á Íslandi. Þetta er hluti af okkar menningu og við erum að setja milljarða í aðra menningu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×