Handbolti

Norsku stúlkurnar tóku gullið í handboltanum

Noregur varð Ólympíumeistari í handbolta kvenna nú fyrir stundu með því að leggja Rússland að velli, 34-27, í úrslitaleik. Þetta er fyrsti Ólympíutitill norsku stúlknanna sem hafa rakað inn Evrópu- og heimsmeistaratitlum á undanförnum árum.

Norska liðið hafði yfirhöndina allan leikinn og leiddi með fimm mörkum í hálfleik, 18-13. Else-Marthe Sørlie Lybekk var markahæst hjá Norðmönnum með sjö mörk en Jirina Bliznova skoraði sex mörk fyrir Rússa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×