Sport

Dramatík í stangarstökki

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hooker setti nýtt Ólympíumet.
Hooker setti nýtt Ólympíumet.

Ástralinn Steve Hooker fékk gullverðlaun í stangarstökki karla með mögnuðu lokastökki, 5,90 metra. Rússinn Evgeny Lukynanenko þurfti því að láta silfurverðlaunin nægja með stökki upp á 5,95 metra.

Hooker reyndi síðan að setja nýtt Ólympíumet með stökki upp á 5,96 metra. Það tókst honum. Sannarlega glæsilegur árangur en þetta voru fyrstu gullverðlaun Ástralíu í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna.

Denys Yurchenko frá Úkraínu vann bronsverðlaunin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×