Handbolti

Frakkar í úrslitaleikinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Frakkar eru komnir í úrslitaleikinn.
Frakkar eru komnir í úrslitaleikinn.

Ljóst er að Frakkar munu leika til úrslita í handboltakeppni Ólympíuleikanna. Frakkland vann sigur á Króatíu í undanúrslitaleik sem er nýlokið 25-23.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og Frakkar með 12-11 forystu í hálfleik. Undir lokin reyndust þeir sterkari og munu leika um gullið.

Það kemur í ljós síðar í dag hvort við Íslendingar verðum mótherjar Frakka í úrslitaleiknum en leikur Íslands og Spánar hefst klukkan 12:15.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×