Sport

Dibaba tók tvöfalt

Elvar Geir Magnússon skrifar
Tirunesh Dibaba.
Tirunesh Dibaba.

Tirunesh Dibaba vann gullverðlaun í 5.000 metra hlaupi kvenna í dag. Þessi verðlaun koma viku eftir að hún vann gullið í 10.000 metra hlaupi.

Eftir rólega byrjun í dag tók Dibaba forystuna þegar tveir hringir voru eftir og kom í mark á 15 mínútum 41,40 sekúndum. Þetta er í fyrsta sinn sem kvenkyns keppandi vinnur bæði 5 og 10 þúsund metra hlaupið.

Elvan Abeylegesse frá Tyrklandi varð önnur og í þriðja Meseret Defar sem varð meistari fyrir fjórum árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×