Körfubolti

ÍR fær Bandaríkjamann

Elvar Geir Magnússon skrifar
Chaz Carr. Mynd/www.adriaticbasket.com
Chaz Carr. Mynd/www.adriaticbasket.com

Körfuboltalið landsins eru nú í óða önn að styrkja sig fyrir komandi átök. ÍR-ingar sömdu í dag við 26 ára bandarískan leikstjórnanda, Chaz Carr. Frá þessu er greint á vefsíðunni karfan.is.

Carr er 183 cm og hefur leikið undanfarin ár víða um Evrópu, nú síðast í Þýskalandi í Pro A deildinni sem er næst efsta deildin þar. Þá hefur hann leikið í Póllandi og Slóveníu. Einnig lék hann með Boston háskólanum í NCAA deildinni.

Framherjinn Nökkvi Már Jónsson hefur ákveðið að taka fram körfuboltaskónna að nýju og leika með Grindvíkingum í Iceland Express deild karla á næstu leiktíð. Þá hafa Grindvíkingar ekki fengið atvinnuleyfi fyrir Bojan Popovic og af þeim sökum mun hann ekki leika með liðinu eins og til stóð.

KFÍ skrifaði undir nýja samninga við tvo leikmenn hjá sér, þá Birgir Björn Pétursson og Pance Ilievski. Samningur Birgis er til eins árs á meðan samningur Pance er til þriggja ára.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.