Fleiri fréttir

Pottþétt við mætum ÍS

körfubolti Keflavík er komið í lokaúrslit Iceland Express deild kvenna eftir 91-76 sigur á Grindavík í fjórða leik liðanna og þar með 3-1 sigur í einvíginu. Þetta er fimmta árið í röð og níunda skiptið á 11 árum sem Keflavík spilar til úrslita. Keflavík mætir annaðhvort Haukum eða ÍS í úrslitunum en það ræðst í oddaleik í Hafnarfirði í dag hvort liðið það verður.

Verja Helgi og Ragna titlana?

Badminton Meistaramót Íslands í badminton fer fram í TBR-húsunum um helgina og þar munu 112 keppendur frá 7 félögum etja kappi. Helgi Jóhannesson og Ragna Ingólfsdóttir urðu Íslandsmeistarar karla og kvenna í fyrra og þau eru bæði mætt aftur í góðu formi.

Ég var bara kjúklingur fyrir átta árum

Anna Bryndís Blöndal getur í dag orðið Íslandsmeistari í handbolta með Stjörnunni í þriðja sinn. Anna er eini leikmaður liðsins í dag sem spilaði með meistaraliðinu 1999 en með sigri á Akureyri í dag verður liðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 8 ár.

Síðasta tækifæri Liverpool

Liverpool-menn fá í dag síðasta tækifærið til þess að vinna Arsenal á tímabilinu þegar liðin mætast í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni.

DHL-höllin er ekki höllin hans Justins Shouse

Körfubolti KR og Snæfell leika í dag þriðja leik sinn í undanúrslitaeinvígi sínu í Iceland Expressdeild karla. Staðan í einvíginu er jöfn eftir tvo nauma heimasigra og nú er svo komið að allir fjórir leikir liðanna í vetur hafa unnist með fjórum stigum eða minna.

Snæfell yfir eftir þriðja leikhluta

Snæfell hefur yfir 54-45 gegn KR eftir þrjá leikhluta í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. Snæfellingar tóku góða rispu í upphafi þriðja leikhluta og spila vel á meðan KR-ingar eru meðvitundarlausir ef Brynjar Björnsson er undanskilinn - en hann er kominn með 19 stig.

Jafnt í hálfleik í vesturbænum

Staðan er jöfn 27-27 þegar flautað hefur verið til leikhlés í þriðju viðureign KR og Snæfells í undanúrslitum Iceland Express deild karla. Ekki hefur verið boðið upp á neinn gæðakörfubolta það sem af er í leiknum, en mikið eru undir hjá báðum liðum og spennustigið hátt. Sigurður Þorvaldsson er kominn með 11 stig hjá gestunum en Brynjar Björnsson 8 stig hjá KR.

Snæfell leiðir eftir fyrsta leikhluta

Snæfell hefur yfir 16-9 eftir fyrsta leikhluta í þriðju viðureign sinni gegn KR í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Heimamenn virka nokkuð vankaðir í byrjun leiks og gestirnir hafa nýtt sér það. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

KR - Snæfell að byrja á Sýn

KR og Snæfell mætast þriðja sinni í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfubolta nú klukkan 16:00. Leikurinn fer fram í DHL-höllinni í vesturbænum og er hann sýndur beint á Sýn. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1.

Keflavík komið í úrslitin

Kvennalið Keflavíkur tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum Iceland Express deild kvenna í körfubolta þegar það bar sigur af Grindavík í fjórðu viðureign liðanna. Keflavík sigraði 91 - 76 og vann einvígið því 3 - 1. Keflvíkingar munu þar mæta sigurliðinu úr einvígi Hauka og ÍS en þau lið eigast við í hreinum úrslitaleik á Ásvöllum á morgun.

Kiel í úrslit meistaradeildarinnar

Þýska liðið Kiel bar í kvöld sigurorð af spænska liðinu Portland-San Antonio í undanúrslitum meistaradeildarinnar í handbolta, 37 - 34. Þetta var seinni leikur liðanna og vann Kiel samtals 65 - 64. Jafnt var með liðunum framan af leik en þegar líða tók á seinni hálfleikinn seig Kiel fram úr. Góð markvarsla og nýting á færum var það sem skildi á milli liðanna á þeim kafla. Áhorfendur voru vel með á nótunum en leikurinn fór fram á heimavelli Kiel.

Björgvin 11. í Pampeago - Dagný féll úr leik

Björgvin Björgvinsson varð í 11. sæti á alþjóðlegu svigmóti í Pampeago á Ítalíu í dag. Hann var í fimmta sæti eftir fyrri umferð en gerði smávægileg mistök í þeirri seinni og endaði ellefti í röðinni. Fyrir mótið fékk hann 17.57 punkta sem eru hans bestu svigpunktar á þessu keppnistímabili.

Úrslitakeppnin á Wembley

Lokaleikirnir í úrslitakeppni ensku deildanna í knattspyrnu fara fram á hinum nýja og endurbætta Wembley leikvangi.

Betri dagur hjá Birgi í dag en það dugar varla til

Birgir Leifur Hafþórsson lauk keppni á Opna Portúgalsmótinu í golfi í dag á einu höggi undir pari en ólíklegt má telja að hann komist áfram í gegnum niðurskurðinn þar sem hann er nú í 90. sæti.

Kallið kom á óvart

Hannes Jón Jónsson, leikmaður Elverum í Noregi, hefur verðið kallaður inn í íslenska landsliðið í handknattleik sem leikur á fjögurra liða móti í París um páskana. Hann kemur í staðin fyrir Markús Mána Michaelsson Maute úr Val sem gefur ekki kost á sér vegna anna í námi og vinnu. Hannes sagði í samtali við Vísi að kallið hafi komið honum á óvart.

Beckham boðar betri tíð

David Beckham fyrrum fyrirliði enska landsliðsins segir að enska liðið eigi eftir að bæta leik sinn. Hann spáir því að liðið nái að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Sviss og Austurríki 2008.

Kiel og Portland mætast í beinni á Sýn

Um helgina ræðst hvaða lið spila til úrslita í Meistaradeildinni í handbolta. Þýska liðið Kiel og spænska liðið Portland San Antonio mætast í Þýskalandi klukkan 17 í dag og verður leikurinn sýndur beint á Sýn.

Riise lýstur gjaldþrota í Liverpool

Norski knattspyrnumaðurinn John Arne Riise, leikmaður Liverpool, hefur verið lýstur gjaldþrota af dómstól í Bítlaborginni vegna þess að hann skuldar um 100 þúsund pund, eða jafnvirði um 13 milljóna dala.

Hulda Gústafsdóttir sigraði fimmganginn í Meistaradeild VÍS

Hulda Gústafsdóttir sigraði fimmganginn í Meistaradeild VÍS sem haldin var í gærkveldi á Galdri frá Flagbjarnarholti fyrir fullu húsi í Ölfushöll á Ingólfshvoli. Keppnin var gríðalega hörð og réðust úrslit í bráðabana á milli Huldu og Viðars Ingólfssonar á hestinum Riddara frá Krossi og varð honum að falli skeiðið í bráðabananum.

Van Persie varla meira með á tímabilinu

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, telur líklegt að Hollendingurinn Robin van Persie verði frá það sem eftir er leiktímabils vegna meiðsla. Van Persie slasaðist á rist þegar hann jafnaði leikinn í viðureign Arsenal og Manchester United í janúar síðastliðnum.

Birgir Leifur á pari á fyrstu holu

Birgir Leifur Hafþórsson hefur nú hafið leik á öðrum hring Opna portúgalska mótsins sem er hluti af Evrópumótaröð karla í golfi. Eftir því sem fram kemur á vefnum kylfingur.is hóf Birgir leik á fyrsta teig og paraði þá holu ólíkt því sem hann gerði í gær þegar hann fékk skolla á fyrstu holu.

Bulls tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni

Chicago Bulls tryggðu sér í nótt sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA-deildarkeppninni í körfuknattleik með naumum sigri á Detroit, 83-81. Kirk Hinrich, leikmaður Bulls, tryggði liðinu sínu sigur með því að hitta úr tveimur vítaskotum af þremur þegar innan við þrjár sekúndur voru eftir af leiknum.

Óþarflega tæpt hjá okkur í lokin

Einar Árni Jóhannsson þjálfari sagði sína menn í Njarðvík hafa hleypt óþarflega mikilli spennu í leikinn í lokin þegar hans menn mörðu sigur á grönnum sínum úr Grindavík í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildinni í kvöld. Njarðvík getur tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í Grindavík á mánudaginn.

Okkur verður að langa þetta aðeins meira

Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindavíkur vildi meina að sína menn hefði skort örlitla heppni í kvöld þegar þeir lágu fyrir Njarðvík í Ljónagryfjunni. Hann segir lið sitt staðráðið í að vinna næsta leik í Grindavík.

Njarðvíkingar í lykilstöðu

Íslandsmeistarar Njarðvíkur eru komnir í góða stöðu í undanúrslitaeinvíginu gegn Grindavík eftir 89-87 sigur í þriðja leik liðanna í kvöld. Njarðvíkingar voru skrefinu á undan allan leikinn og geta tryggt sér sæti í úrslitaleiknum með sigri í fjórða leiknum í Grindavík á mánudaginn.

Birgir á sjö yfir pari

Birgir Leifur Hafþórsson var langt frá sínu besta á fyrsta keppnisdeginum á Estoril mótinu í golfi sem fram fer í Portúgal. Birgir lék á 79 höggum í dag og er því á átta höggum yfir pari vallar. Erfið skilyrði voru í Portúgal í dag þar sem hvassviðri setti svip sinn á spilamennsku keppenda. Mótið er liður í Evrópumótaröðinni.

ÍS knúði fram oddaleik

Stúdínur hafa ekki sagt sitt síðasta í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna. Í kvöld lagði liðið Íslandsmeistara Hauka í fjórða leik liðanna 87-77. Staðan í einvíginu er orðin jöfn 2-2 og þau verða því að mætast í oddaleik á Ásvöllum.

Longoria stolt af rappi bónda síns (Myndband)

Leikkonan Eva Longoria segist mjög stolt af frammistöðu bónda síns á nýútkominni rappplötu hans Balance-toi ("Hreyfðu þig"). Eiginmaður hennar er franski leikstjórnandinn Tony Parker hjá San Antonio Spurs. Aðþrengda eiginkonan leikur í myndbandi sem gefið hefur verið út við lag af plötunni. Smelltu á hlekk í fréttinni til að sjá og heyra afraksturinn.

Barwick kemur McClaren til varnar

Brian Barwick, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, segir að þó stuðningsmenn enska landsliðsins hafi fullan rétt til að tjá sig, sé stór munur á gagnrýni og svívirðingum. Stuðningsmenn enska liðsins hafa heimtað höfuð Steve McClaren á fati eftir ósannfærandi spilamennsku liðsins undanfarið.

Allardyce útilokar ekki að selja Anelka

Sam Allardyce stjóri Bolton segir ekki útilokað að félagið selji framherjann Nicolas Anelka í sumar. Anelka vill ólmur fá tækifæri til að spila í Meistaradeildinni og er því ekki hrifinn af því að vera mikið lengur hjá Bolton. Anelka er enda vanur að stoppa stutt þegar hann skiptir um félög.

Verð í sigurvímu í hálfan mánuð

Framherjinn David Nugent segist eiga von á því að verða í sigurvímu næsta hálfa mánuðinn eftir að hann afrekaði að skora mark í sínum fyrsta landsleik fyrir aðallið Englendinga gegn Andorra í gærkvöld. Nugent leikur með Preston í ensku 1. deildinni.

Lehmann útilokar ekki að spila á HM 2010

Þýski landsliðsmarkvörðurinn Jens Lehmann hjá Arsenal útilokar ekki að spila þangað til hann verður fertugur og verða jafnvel með þýska landsliðinu á HM í Suður-Afríku árið 2010. Hann segist ekki sjá neina beina arftaka sína hjá landsliðinu í dag.

Birgir byrjar illa í Portúgal

Birgir Leifur Hafþórsson hefur nú lokið við níu holur á Opna Portúgalska mótinu í golfi en það mót er hluti af Evrópumótaröð karla í golfi. Birgir Leifur byrjaði mjög illa og var kominn á fjögur högg yfir par(+4) eftir átta holur en hann náði að laga stöðuna með fugli nú rétt í þessu. Aðeins 17 kylfingar eru að spila undir pari það sem af er mótinu en aðstæður eru erfiðar vegna hvassviðris.

Friðrik kann að koma okkur í vont skap

Njarðvík og Grindavík mætast þriðja sinni í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta í kvöld. Leikurinn fer fram í Njarðvík og verður sýndur beint á Sýn klukkan 20. Friðrik Stefánsson fyrirliði Njarðvíkur sagðist í samtali við Víkurfréttir eiga von á hörkuleik í kvöld.

Inzaghi vill ljúka ferlinum í Mílanó

Framherjinn Filippo Inzaghi hjá AC Milan segist vilja ljúka ferlinum hjá félaginu þrátt fyrir að hafa átt erfitt uppdráttar í vetur. Ítalskir fjölmiðlar hafa spáð því að hann væri á förum frá Milan, en sjálfur segist hann ekki geta hugsað sér það.

Versta starf í heimi

Neil Warnock, knattspyrnustjóri Sheffield United, segir að staða landsliðsþjálfara Englands sé versta starf í knattspyrnuheiminum. Þetta sagði hann eftir að stuðningsmenn og ensku blöðin úthúðuðu Steve McClaren eftir sigur Englendinga á Andorra í gær.

Birgir hefur leik klukkan 14:35

Birgir Leifur Hafþórsson er í síðasta ráshópi með Cabrera Bello og Quiros frá Spáni á fyrsta og öðrum hring á Opna Portúgalska mótinu sem hefst í dag. Þeir eiga að hefja leik klukkan 14:30 og byrja á 8. teig.

Eggert sér ekki eftir neinu

Breska blaðið The Sun hefur eftir Eggerti Magnússyni að hann sjái alls ekki eftir því að hafa keypt úrvalsdeildarliðið West Ham þó útlit sé fyrir að það falli í 1. deild í vor. Hann segir að viðskiptahliðin á félaginu hafi komið sér á óvart.

Þvílíkt rusl

Frammistaða enska landsliðsins gegn Andorra í gær varð ekki til þess að styrkja stöðu Steve McClaren landsliðsþjálfara í augum fjölmiðla og stuðningsmanna enska landsliðsins. McClaren gekk af blaðamannafundi eftir leikinn í gær og stuðningsmenn enska liðsins sungu "þið eigið ekki skilið að klæðast búningnum" og "þvílíkt rusl" til að lýsa skoðunum sínum á lélegri spilamennsku liðsins.

Healy heitur

David Healy skoraði bæði mörkin í gær þegar Norður Írar unnu Svía 2-1 og skutust í leiðinni í efsta sætið í f-riðli Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu. Healy er markahæsti leikmaðurinn í undankeppninni er búinn að skora 9 mörk, tveimur meira en Þjóðverjinn Lukas Podolski.

David Villa hrósar Árna Gauti

Leikmenn og þjálfarar spænska landsliðsins voru nokkuð jákvæðir eftir sigurinn á íslenska landsliðinu í undankeppni EM í gær. Luis Aragones þjálfari segir liðið á réttri braut og leikmennirnir eru bjartsýnir á að komast í lokakeppnina eftir tvo heimasigra á viku.

Tékkar sektaðir eftir teiti með vændiskonum

Tomas Rosicky og fimm aðrir félagar hans úr tékkneska landsliðinu hafa verið sektaðir um 25.000 pund fyrir að eyða nótt á hótelherbergi með sex vændiskonum um helgina. Tékkar töpuðu 2-1 fyrir Þjóðverjum í undankeppni EM á laugardaginn og tékkneskur blaðamaður sem var á hótelinu varð vitni af skemmtanahaldi leikmanna síðar um kvöldið. Unnusta Rosicky neitaði að tjá sig um málið á blaðamannafundi.

Ribery til Arsenal í sumar?

Franski landsliðsmaðurinn Franck Ribery hefur lengi verið einn eftirsóttasti knattspyrnumaður Evrópu. Nú er hann sagður hafa gert munnlegt samkomulag við Arsenal og gengur til liðs við Lundúnaliðið í sumar. The Times greinir frá þessu í dag.

Maradona fluttur á sjúkrahús

Knattspyrnugoðið Diego Maradona liggur nú á sjúkrahúsi í Buenos Aires í Argentínu eftir að heilsu hans hrakaði. Í tilkynningu frá sjúkrahúsinu segir að vist hans þar hafi ekkert með neyslu eiturlyfja að gera og er hann sagður í ágætu standi. Fjölskyldum annara sjúklinga á sömu hæð var gert að yfirgefa húsið þegar knattspyrnugoðið var lagt inn.

Sextíu sigrar hjá Dallas

Dallas vann í nótt 60. leik sinn í NBA deildinni þegar liðið skellti Milwaukee 105-103 á heimavelli sínum. Utah Jazz tryggði sér fyrsta deildarmeistaratitil félagsins síðan um aldarmótin með sigri á Minnesota.

Sjá næstu 50 fréttir