Pottþétt við mætum ÍS 31. mars 2007 10:30 Hildur Sigurðardóttir skorar hér góða körfu fyrir Grindavík en það dugði ekki til gegn Keflavík í gær. MYND/víkurfréttir körfubolti Keflavík er komið í lokaúrslit Iceland Express deild kvenna eftir 91-76 sigur á Grindavík í fjórða leik liðanna og þar með 3-1 sigur í einvíginu. Þetta er fimmta árið í röð og níunda skiptið á 11 árum sem Keflavík spilar til úrslita. Keflavík mætir annaðhvort Haukum eða ÍS í úrslitunum en það ræðst í oddaleik í Hafnarfirði í dag hvort liðið það verður. Grindavík tefldi fram nýjum bandaríkjamanni í leiknum, Monicu Diamond, en hún var ekki öfundsverð að ná bara einni æfingu með liðinu. Diamond var engin Tamara Bowie en skoraði þó 17 stig. Keflavíkurliðið var með frumkvæðið í leiknum eftir að 18-3 sprettur kom þeim í 27-15 í fyrsta leikhlutanum en Grindavík gafst aldrei upp og átti nokkra góða spretti. “Það er erfitt að sætta sig við það þegar leikmaður ákveður að fara í miðri úrslitakeppni, segist vera að með veika frænku, en síðan heyrir maður þær sögur að hún sé á leiðinni í WNBA-körfuboltabúðir á sunnudaginn,” sagði Unndór Sigurðsson, þjálfari Grindavíkur um brotthvarf Tamöru Bowie sem stakk af fyrir leikinn. “Veturinn var nokkuð góður, við erum að fylgja þriggja ára plani. Við erum að ná að móta liðið saman og þetta er flott lið. Miðað við aðstæður þá er ég mjög stoltur af mínu liði. Við gerðum okkar besta en þetta er það lið sem menn ættu að fylgjast með í framtíðinni svo framanlega sem að þessi hópur haldi áfram saman og að vinna þessa vinnu sem hann hefur verið að gera í vetur,” bætti Unndór við. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur var sáttur með sínar stelpur. “Þetta er það sem við stefnum að allan veturinn. Það að þær misstu útlendinginn sinn lagði grunninn að þessum sigri. Ég er með rosalega gott lið og get spilað á mörgum mönnum og það skiptir öllu í svona seríu,” sagði Jón Halldór og hann er viss um hvoru liðinu hann mætir í úrslitum. “ÍS, það er pottþrétt,” sagði Jón Halldór að lokum. - óój Stig Grindavíkur: Hildur Sigurðardóttir 22 (11 frák., 5 stolnir), Monica Diamond 17, Petrúnella Skúladóttir 12 (10 frák.), Jovana Lilja Stefánsdóttir 9, Ingibjörg Jakobsdóttir 7, Íris Sverrisdóttir 5, Alma Rut Garðarsdóttir 3, Ólöf Helga Pálsdóttir 1. Stig Keflavíkur. María Ben Erlingsdóttir 20 (8 frák.), Bryndís Guðmundsdóttir 18, Margrét Kara Sturludóttir 14 (9 frák., 4 varin), Kesha Watson 13 (9 frák., 6 stoðs.), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 7, Svava Ósk Stefánsdóttir 6, Marín Rós Karlsdóttir 6, Birna Valgarðsdóttir 5. Dominos-deild kvenna Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
körfubolti Keflavík er komið í lokaúrslit Iceland Express deild kvenna eftir 91-76 sigur á Grindavík í fjórða leik liðanna og þar með 3-1 sigur í einvíginu. Þetta er fimmta árið í röð og níunda skiptið á 11 árum sem Keflavík spilar til úrslita. Keflavík mætir annaðhvort Haukum eða ÍS í úrslitunum en það ræðst í oddaleik í Hafnarfirði í dag hvort liðið það verður. Grindavík tefldi fram nýjum bandaríkjamanni í leiknum, Monicu Diamond, en hún var ekki öfundsverð að ná bara einni æfingu með liðinu. Diamond var engin Tamara Bowie en skoraði þó 17 stig. Keflavíkurliðið var með frumkvæðið í leiknum eftir að 18-3 sprettur kom þeim í 27-15 í fyrsta leikhlutanum en Grindavík gafst aldrei upp og átti nokkra góða spretti. “Það er erfitt að sætta sig við það þegar leikmaður ákveður að fara í miðri úrslitakeppni, segist vera að með veika frænku, en síðan heyrir maður þær sögur að hún sé á leiðinni í WNBA-körfuboltabúðir á sunnudaginn,” sagði Unndór Sigurðsson, þjálfari Grindavíkur um brotthvarf Tamöru Bowie sem stakk af fyrir leikinn. “Veturinn var nokkuð góður, við erum að fylgja þriggja ára plani. Við erum að ná að móta liðið saman og þetta er flott lið. Miðað við aðstæður þá er ég mjög stoltur af mínu liði. Við gerðum okkar besta en þetta er það lið sem menn ættu að fylgjast með í framtíðinni svo framanlega sem að þessi hópur haldi áfram saman og að vinna þessa vinnu sem hann hefur verið að gera í vetur,” bætti Unndór við. Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur var sáttur með sínar stelpur. “Þetta er það sem við stefnum að allan veturinn. Það að þær misstu útlendinginn sinn lagði grunninn að þessum sigri. Ég er með rosalega gott lið og get spilað á mörgum mönnum og það skiptir öllu í svona seríu,” sagði Jón Halldór og hann er viss um hvoru liðinu hann mætir í úrslitum. “ÍS, það er pottþrétt,” sagði Jón Halldór að lokum. - óój Stig Grindavíkur: Hildur Sigurðardóttir 22 (11 frák., 5 stolnir), Monica Diamond 17, Petrúnella Skúladóttir 12 (10 frák.), Jovana Lilja Stefánsdóttir 9, Ingibjörg Jakobsdóttir 7, Íris Sverrisdóttir 5, Alma Rut Garðarsdóttir 3, Ólöf Helga Pálsdóttir 1. Stig Keflavíkur. María Ben Erlingsdóttir 20 (8 frák.), Bryndís Guðmundsdóttir 18, Margrét Kara Sturludóttir 14 (9 frák., 4 varin), Kesha Watson 13 (9 frák., 6 stoðs.), Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 7, Svava Ósk Stefánsdóttir 6, Marín Rós Karlsdóttir 6, Birna Valgarðsdóttir 5.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira