Fleiri fréttir

Njarðvík leiðir enn

Njarðvík hefur yfir 63-58 gegn Grindavík þegar þriðja leikhluta er lokið í þriðja leik liðanna í Njarðvík. Heimamenn náðu 10 stiga forystu í hlutanum, en þá skoruðu Grindvíkingar 8 stig gegn engu og löguðu stöðuna.

Njarðvíkingar leiða í hálfleik

Njarðvík hefur nauma 48-44 forystu gegn Grindavík þegar flautað hefur verið til hálfleiks í þriðju viðureign liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Leikurinn hefur verið í járnum frá fyrstu mínútu - öfugt við fyrri viðureignirnar tvær. Páll Axel Vilbergsson er stigahæstir maður vallarins með 16 stig, en Brenton Birmingham er vaknaður úr rotinu hjá heimamönnum og er kominn með 13 stig.

Njarðvík yfir eftir fyrsta leikhluta

Heimamenn í Njarðvík hafa yfir 26-24 eftir fyrsta leikhluta í þriðja leiknum við Grindavík í undanúrslitum Iceland Express deildar karla. Leikurinn er sýndur beint á Sýn.

Tap fyrir Spánverjum - Stórleikur Árna Gauts dugði ekki

Íslenska landsliðið tapaði 1-0 fyrir því spænska í leik liðanna á Mallorca í undankeppni EM í kvöld. Sigur Spánverja var fyllilega verðskuldaður og hefði orðið miklu stærri ef ekki hefði verið fyrir stórleik Árna Gauts Arasonar í íslenska markinu. Það var miðjumaðurinn Andres Iniesta sem skoraði sigurmark spænska liðsins þegar tíu mínútur voru til leiksloka.

Ívar Ingimars: Var farinn að vona að þetta gengi upp

Ívar Ingimarsson var eins og klettur í vörn íslenska liðsins í tapleiknum gegn Spánverjum í kvöld. Hann sagðist hafa verið farinn að vona að herbragð íslenska liðsins gengi upp þegar Spánverjarnir skoruðu skömmu fyrir leikslok.

Eyjólfur: Varnarleikurinn er að batna

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari var svekktur eftir tapið gegn Spánverjum í kvöld og sagði að einbeitingarleysi í augnablik hafi orðið þess valdandi að Spánverjarnir náðu að skora sigurmarkið. Hann segir vörn íslenska liðsins vera að batna.

Árni Gautur: Þetta var eins og á skotæfingu

Maður leiksins í kvöld Árni Gautur Arason var að vonum ósáttur við tapið gegn Spánverjum, en hann telur að sé stígandi í liðinu. Hann sagði aðstæður hafa verið mjög erfiðar í bleytunni á Mallorca.

Norður-Írar á toppnum

Norður-Írar unnu í kvöld frækinn 2-1 sigur á Svíum í riðli okkar Íslendinga í undankeppni EM. David Healy skoraði bæði mörk írska liðsins og tryggði því toppsætið í riðlinum í bili. Fyrr í dag unnu Liechtensteinar óvæntan sigur á frændum sínum Lettum og því hafa bæði liðin hlotið 3 stig í riðlinum líkt og við Íslendingar.

Englendingar lögðu Andorra

Englendingar tóku sig saman í andlitinu í síðari hálfleik gegn Andorra og tryggðu sér 3-0 sigur á lágt skrifuðum andstæðingum sínum í Barcelona. Steven Gerrard skoraði tvö marka enska liðsins og framherjinn David Nugent skoraði það þriðja í sínum fyrsta landsleik. Frammistaða enska liðsins í dag gerði ekkert til að minnka pressuna á landsliðsþjálfaranum og bauluðu enskir stuðningsmenn á sína menn í fyrri hálfleik.

Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum

Eyjólfur Sverrisson er búinn að tilkynna byrjunarlið sitt sem mætir Spánverjum klukkan 20 í kvöld í undankeppni EM í knattspyrnu. Gunnar Þór Gunnarsson, leikmaður Hammarby, spilar sinn fyrsta landsleik í dag.

Hellidemba á ONO Estadi

Nú þegar hálftími er til leiks Spánar og Íslands á ONO Estadi-leikvanginum í Palma á Mallorca-eyju er boðið upp á hellidembu. Það hefur gengið á með skúrum í Palma í dag en um fimmleytið að staðartíma tók að rigna sem hellt væri úr fötu.

Bowie spilar ekki meira með Grindavík

Sterkasti leikmaður kvennaliðs Grindavíkur í Iceland Express deild kvenna í körfubolta, Tamara Bowie, hefur leikið sinn síðasta leik með liðinu á leiktíðinni. Tímasetningin þykir í meira lagi undarleg, eða í miðri úrslitakeppni.

Raikkönen fljótastur á Sepang í dag

Kimi Raikkönen var í miklu stuði á æfingum í Sepang í Malasíu í dag og náði besta tímanum á Ferrari bíl sínum. Hann var hálfri sekúndu á undan Alexander Wurz hjá Toyota, en sá ók 114 hringi á brautinni í dag - helmingi fleiri en Finninn. Skotinn David Coulthard náði þriðja besta tímanum á Red Bull- Renault bíl sínum.

Góður leikur Woods dugði ekki til

Tiger Woods lék á 8 höggum undir pari, eða 64 höggum, og var efstur einstaklinga í klúbbakeppninni, Tavistock Cup, sem lauk á Lake None vellinum í Orlando í gærkvöldi. Keppnin er árleg og er á milli Orlando klúbbanna, Isleworth, sem Tiger tilheyrir, og Lake None.

Birgir Leifur: Stefni á að gera betur en á síðasta móti

Birgir Leifur Hafþórsson er í síðasta ráshópi, ásamt tveimur Spánverjum, á fyrsta hring á Opna portúgalska mótinu í golfi sem hefst á Quinta da Marinha vellinum á morgun. Birgir Leifur á að hefja leik á 8. teig klukkan 14:35.

Bann Navarro stytt

Aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu hefur stytt keppnisbann leikmanna Valencia og Inter Milan sem slógust eftir leik liðanna í Meistaradeildinni fyrr í þessum mánuði. David Navarro hjá Valencia fær þannig sex mánaða bann í stað sjö. Bæði félög áfrýjuðu þungum refsingum og höfðu erindi sem erfiði.

Spilamennska enska landsliðsins minnir á tannpínu

Terry Butcher, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að það jafnist á við tannpínu að horfa á liðið spila í dag. Hann á ekki von á því að Steve McClaren verði við stjórnvölinn hjá liðinu að ári liðnu.

Ausandi rigning á Mæjorka

Íslendingar mæta Spánverjum í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í kvöld. Landsliðið hefur nú endurheimt farangur sinn en eins og greint var frá í gær fóru 19 töskur til Kanaríeyja í stað Mæjorka.

Love tryggði Brössum sigur

Brasilía lagði Gana í vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór í Solna í Svíþjóð í gærkvöldi. 20 þúsund áhorfendur voru mættir á Rosunda-leikvanginn fyrir utan Stokkhólm til að berja brasilísku goðin augum.

Örn í 49. sæti

Sundkappinn Örn Arnarson hafnaði í 49. sæti af 169 keppendum í undanrásum í 100 metra skriðsundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Melbourne í Ástralíu í nótt. Örn synti á 50.60 sek. og var aðeins 13/100 úr sek. frá eigin Íslandsmeti. Þrjú heimsmet féllu á mótinu í morgun.

Ríkisstjórnin stofnar ferðasjóð

Ríkisstjórn Íslands hefur komið á fót ferðasjóði íþróttafélaga í landinu. Ferðakostnaður er eitt helsta áhyggjumál íþróttafélaga og hefur komið harðlega niður á rekstri þeirra í gegnum árin.

Lampard meiddur

Miðjumaðurinn Frank Lampard missir af leik Englendinga og Andorra í undankeppni EM í kvöld eftir að í ljós kom að hann er úlnliðsbrotinn. Lampard varð fyrir skoti félaga síns Wayne Rooney á æfingu liðsins á dögunum. Leikur Englendinga og Andorra verður sýndur beint á Sýn Extra í kvöld klukkan 18:55.

Hermann Hreiðars: Við getum bjargað okkur

Hermann Hreiðarsson segir lið sitt Charlton vel geta bjargað sér frá falli í 1. deildina á Englandi. Liðið virtist dæmt til að falla úr úrvalsdeildinni fyrir áramót, en hefur heldur rétt úr kútnum á síðustu vikum undir stjórn Alan Pardew.

Lakers tapaði fyrir neðsta liðinu

Fjórir leikir voru í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann 21. leikinn í röð gegn New Orleans. Cleveland tryggði sér sæti í úrslitakeppninni og LA Lakers tapaði á heimavelli fyrir neðsta liði deildarinnar.

Iniesta kemur Spánverjum yfir

Spánverjar hafa náð forystunni gegn Íslendingum í leik liðanna í undankeppni EM. Það var miðjumaðurinn Andres Iniesta frá Barcelona sem skoraði markið á 80. mínútu og var það verðskuldað. Spænska liðið er búið að liggja á því íslenska allan síðari hálfleikinn, en það er fyrst og fremst Árna Gauti Arasyni markverði að þakka að heimamenn skuli ekki hafa verið búnir að gera út um leikinn fyrir löngu.

Markalaust í hálfleik á Mallorca

Nú er kominn hálfleikur í viðureign Spánverja og Íslendinga sem fram fer á Mallorca á Spáni. Staðan er jöfn 0-0. Heimamenn hafa verið betri aðilinn fyrstu 45 mínúturnar og í tvígang hefur Árni Gautur Arason varið mjög vel í íslenska markinu. Aðstæður bjóða ekki upp á neina glæsiknattspyrnu því ausandi rigning hefur verið á svæðinu í allan dag og er hann orðinn gegnsósa af vatni.

Gæðingaveisla annað kvöld í Meistaradeild VÍS

Gæðingar á borð við Þokka frá Kýrholti, Stakk frá Halldórsstöðum, Riddara frá Krossi, Skugga-Baldur frá Litla-Dal, Hrannar frá Þorlákshöfn, Eitil frá Vindási, Hrönn frá Hvammi, Þyt frá Kálfhóli, Leyni frá Erpsstöðum, Galdur frá Flagbjarnarholti, Díönu frá Heiði, Tjörva frá Ketilsstöðum svo einherjir séu nefndir, eiga eftir að gleðja augu áhorfenda á fimmtudagskvöld í Ölfushöll.

Tóti á Ístölt

Tvöfaldur Íslandsmeistari keppir á Ístölti 2007 Þórarinn Eymundsson og Kraftur frá Bringu munu mæta á Ístölt 2007. Þeir eru tvöfaldir Íslandsmeistarar frá því í fyrra. Tóti og Kraftur hömpuðu Íslandsmeistaratitli í tölti og fimmgangi.

Heimsmeistarinn mætir á Ístölt 2007

Þá hefur Sigurður Sigurðarson staðfest komu sína á Ístölt 2007 og mun hann keppa á Hektori frá Dalsmynni. Hektor er stórglæsilegur gæðingur með mikið fas og mikla útgeislun.

Meistarar á “Þeir allra sterkustu”

Enn fleiri stjörnur hafa bæst í hóp keppenda á “Þeir allra sterkustu” 14. apríl. En það eru Hjalti Guðmundsson, Norðurlandameistari í tölti, Sigurbjörn Bárðarson, Landsmótssigurvegari 2006 í tölti, Sigurður Sigurðarsson, heimsmeistari í fjórgangi og Þórarinn Eymundsson, Íslandsmeistari í fimmgangi- og tölti.

Fimmgangur Meistaradeildar VÍS á fimmtudaginn

Á fimmtudaginn næstkomandi verður háð rimma í fimmgangi í Meistaradeild VÍS. Mikil eftirvænting ríkir fyrir þessa vinsælu grein og má ætla að keppendur mæti með sína allra bestu fáka. Í fyrra lauk fimmgangskeppninni með sigri Þorvaldar Árna og Þokka frá Kýrholti eftir bráðabana við Viðar Ingólfsson og Riddara frá Krossi.

Markalaust eftir 25 mínútur á Mallorca

Enn er ekkert mark komið í leik Spánverja og Íslendinga sem fram fer við mjög erfiðar aðstæður á Mallorca. Heimamenn hafa ráðið ferðinni í leiknum, en á 26. mínútu átti Ólafur Örn Bjarnason besta færi íslenska liðsins en skot hans eftir hornspyrnu fór framhjá spænska markinu. Vallaraðstæður eru skelfilegar vegna bleytu og á boltinn það til að stoppa í pollum sem myndast hafa á vellinum.

Jafnt í hálfleik hjá Andorra og Englandi

Nú er kominn hálfleikur í viðureign Andorra og Englendinga í undankeppni EM og enn hefur ekkert mark verið skorað. Enska liðið hefur verið betri aðilinn eins og búist var við, en leikur liðsins ekki verið upp á marga fiska frekar en undanfarið. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra.

Dramatískur sigur Snæfells á KR

Snæfell vann í kvöld dramatískan sigur á KR 85-83 í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta. KR-ingar voru betri aðilinn frá öðrum leikhluta og voru með pálman í höndunum í lokin. Það var hinsvegar Daninn Martin Thuesen sem stal senunni og tryggði heimamönnum sigurinn með langskoti þegar um þrjár sekúndur lifðu leiks.

Haukar og Keflavík í lykilstöðu

Haukar og Keflavík skelltu sér í bílstjórasætið á ný í rimmum sínum í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Haukar lögðu ÍS 78-61 á Ásvöllum og Keflavíkurstúlkur lögðu granna sína frá Grindavík 99-91. Haukar og Keflavík hafa því náð 2-1 forystu í einvígjum sínum og geta tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í næsta leik.

Stjarnan mætir Val

Stjarnan lagði Breiðablik 96-87 í Smáranum í kvöld og tryggði sér þar með réttinn til að leika við Val um laust sæti í Iceland Express deild karla í körfubolta. Stjarnan vann einvígið 2-1 og unnust allir leikirnir á útivelli. Þór vann 1. deildina og fer beint upp í úrvalsdeild.

KR-ingar yfir eftir þrjá leikhluta

KR hefur yfir 66-59 eftir þrjá leikhluta í öðrum leik sínum við Snæfell í Stykkishólmi. Gestirnir hafa verið sterkari aðilinn í leiknum eftir afleitan fyrsta leikhluta og stefnir í mikla spennu á lokasprettinum.

Ekki búist við miklum breytingum hjá spænskum

Ekki er búist við að Luis Aragones landsliðsþjálfari Spánar geri margar breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Íslendingum annað kvöld. Þó er víst að þeir Sergio Ramos og Carles Puyol komi í lið Spánar í hægri hluta varnarinnar.

Aragones gagnrýnir Alonso og Iniesta

Það er um fátt rætt annað á Spáni en það ósætti sem virðist ríkja milli nokkurra leikmanna spænska liðsins og þjálfarans, Luis Aragones. Hann lét ýmislegt misjafnt falla um leikmenn sína á blaðamannfundi eftir leik Spánverja gegn Dönum um helgina.

90% svarenda vildu reka McClaren

Breska blaðið Sun birti í dag niðurstöðu úr skoðanakönnun sem það framkvæmdi eftir leik Englendinga og Ísraela á dögunum. Þar var spurt hvort landsliðsþjálfarinn Steve McClaren væri rétti maðurinn til að stýra liðinu og niðurstöðurnar voru afdráttarlausar. Tæplega 90% aðspurðra vildu að hann yrði rekinn og aðeins 232 af 2055 vildu að hann yrði áfram í starfi.

Cristiano Ronaldo meiddist á æfingu

Svo gæti farið að vængmaðurinn eitraði Cristiano Ronaldo missti af leik Portúgala og Serba annað kvöld eftir að hann meiddist á hæl á æfingu liðsins í dag. Talsmaður portúgalska liðsins segir meiðslin ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu, en þó efast hann um að leikmaðurinn verði orðinn góður fyrir leikinn gegn Serbum.

Spánverjar ætla að bræða Íslendinga

Íslendingar mæta Spánverjum í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu á morgun. Þrátt fyrir litla möguleika á hagstæðum úrslitum fyrir Ísland, eru veikir hlekkir í spænska liðinu.

Viggó kominn aftur til Hauka (myndband)

Viggó Sigurðsson er á ný kominn í þjálfarateymi Hauka í Hafnarfirði eftir þriggja ára fjarveru. Viggó mun aðstoða Pál Ólafsson þjálfara á lokaspretti Íslandsmótsins í handbolta en Haukar eru í bullandi fallbaráttu. Viggó útilokar ekki að snúa aftur til Flensburg í þýskalandi.

Vilhjálmur í landsliðið í stað Loga

Vilhjálmur Halldórsson hjá danska liðinu Skjern hefur verið kallaður inn í íslenska karlalandsliðið í handbolta í stað Loga Geirssonar sem er meiddur. Liðið tekur þátt í æfingamóti í Frakklandi um páskana þar sem það mætir Pólverjum, Frökkum og Túnisum.

Sjá næstu 50 fréttir